Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 13
Greinarhöfundur þrumar yfír félögum og gestum hjá Blindrafélaginu. heilsast innvirðulega, kemur einhver framámanneskja borgarstjórnarinnar til okkar, sennilega forsetinn, heilsar og spyr hverjir við séum. Við sögðum til okkar. Hún kvað okkur ekki vera á gestalistanum og það væri mjög óeðli- legt að fréttamönnum væri boðið í svona fína móttöku. Við reyndum að gera okkur ákaflega merkilega í augum hennar og útskýrðum hvaða mikil- væga hlutverki við gegndum og að hver einasti íslendingur vissi hverjir við værum. Þegar konan áttaði sig á að við vorum heimsfrægir heima á Fróni, lét hún kynt liggja og okkur var vísað til sætis. Þarna átum við dýrindis hádegisverð. Það voru þrjú glös á borðinu, eitt með vatni, annað með hvítvíni og það þriðja með rauðvíni. Ég gerði allt vitlaust, drakk úr vatnsglasinu, þegar ég átti að drekka rauðvínið og fékk mér svo hvítvín, þegar ég átti að drekka vatn. Borðdaman mín var miður sín fyrir mína hönd og mér leið sárlega illa. Ekki veit ég hvemig Amþóri reiddi af, en það hefur sennilega bjargað honum að hann sá ekki glóru og hans borðnautur hjálpaði honum, en ég reyndi eftir föngum að sýnast eins vel sjáandi og mér var unnt. Osköp var ég feginn þegar þessari veislu lauk, en maturinn var frábær. Það var þegar mesta hraunflóðið skall á bænum og færði allt í kaf austur í bæ. Páll bróðir hringdi í mig klukkan hálf sex um morgun og lýsti fyrir mér ástandinu. Hann sagði að hraunið þokaðist að jafnaði þrjá til fjóra metra á klukkustund. Daginn eftir hafði ég það eftir Páli að hraunið rynni um þrjá til fjóra metra að jafnaði á hverri mínútu. Að vonum hringdi Páll ekki par ánægður með ýkjur litla bróður og krafðist þess að ég leiðrétti þetta og bæði sig opinberlega afsök- unar, af því að félagar hans úti í Eyjum hefðu gert mikið grín að sér fyrir vikið. Svo vel vildi til að maður úr Borgarfirðinum, Jóhannes Benja- mínsson, hafði sent okkur vísu af því að ég hafði ættfært hann á einhvem hátt, sem honum líkaði ekki. Ég sá mig tilknúinn að biðja Pál afsökunar á þessum ýkjum mínum og fór svo með eftirfarandi vísu Jóhannesar: “Ekki batna brœður enn, blandna þrœði spinna. Hraðlygnari heiðursmenn hœgt er ekki aðfinna”. Þegar farið var með skipulögðum hætti að fara inn í hús og bjarga þaðan ýmsu og athuga um ástand þeirra, voru margir hræddir um að einhverju yrði stolið og fengum við margar upp- hringingar, þar sem menn báru sig upp við okkur. Einn þeirra, sem vann við þetta verk úti í Eyjum kom ásamt félögum sínum að húsi á Brekastígn- um. A útidyrahurðinni vareftirfarandi vísa: “Heyrið vinir, hlustið á. Hér er heldurfátt að sjá. Vatn er hér og hiti á en hvorki vín né mat að fá”. Þegar svona miklir atburðir eins og gosið verða, komast á kreik þjóðsögur af ýmsu tagi. Skemmtileg saga barst okkur um hvernig allt þetta byrjaði, en staðreyndin er sú, að Óli Grans og Hj álmar Guðnason sáu gosið hefjast og er þetta til í samtali, sem Arnþór tók við Hjálmar í Eyjapistli á ársafmæli gossins. En þjóðsagan var eftirfarandi: Það var sagt að gamall maður á Elliheimilinu, hann Mundi í Draumbæ, hefði haft á orði að hann ætlaði upp í kirkjugarð að vekja upp draug. Gætur voruhafðaráMunda, en hann slapp upp í kirkjugarð, gekk að leiði einu og hóf særingar. Þegar hann hafði þulið góða stund, heyrir hann drunur og sér eldbjarma bera yfir Helgafellið. Mundi hélt að nú hefði hann vakið upp þann vonda og fór á móti eldinum og reyndi að kveða hann niður, en úr þessu varð gos. Þá sagði sagan að Púlli hefði fundið eitthvað á sér og viljað komast burt og eins er draumur Klöru Tryggvadóttur skýrt dæmi umfyrirboða. Jón Ó. E. Jónsson sagði Arnþóri einu eða tveimur árum fyrir gos frá ókennilegum sprungu- myndunum austur á Urðum og kvað mikið vera ef eitthvað kæmi ekki úr þeim. Uppi á fastalandinu mynduðust byggðakjarnar Vestmannaey- inga, t.d. á Suðurnesjum, Selfossi, Hveragerði og víðar. Á Suðurnesj- unum var stofnað félag Vestmanna- eyinga, en formaður þess varð Eyþór Þórðarson frá Sléttabóli, en hann var löngu fluttur til lands. Þá stofnuðu Vestmannaeyingarsunnanjökla, sem búsettir voru austan fjalls, félagið Heimþrá, en Kristján Georgsson í Klöpp var formaður þess. Það félag stóð fyrir heilmiklum borgarafundi í Selfossbíói, í marsmánuði, og kom fjöldi manns þangað. Við Arnþór átt- um mikið og gott samstarf við Eyþór og varð það til þess að við fengum einu sinni ákúru frá útvarpsráði og yfirmönnum okkar hjá útvarpinu. Þannig var að Eyþór hringdi einn dag- inn og sagði okkur frá miklu Eyjaballi í Keflavík og bað okkur að auglýsa það vel í Eyjapistli. Við spurðum FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.