Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 17
Séra Davíð Baldursson: HÚS, SEM TEKUR ÞÉR OPNUM ÖRMUM Kirkjumiðstöð Austurlands er samstarfsvettvangur um það bil 30 safnaða á Austurlandi. Til þessa var stofnað í júní árið 1985 í því skyni að auka fjölbreytni þeirrar þjónustu, sem kirkjan veitir og til þess að koma betur til móts við ólíkarþarfir og kröfur almennings. Sex árum síðar eða 25. ágúst árið 1991 varvígðmiðstöðþessastarfs við Eiðavatnið gegnt orlofsbúðum BSRB, nær vegi. Byggingin er um 600 fm. að grunnfleti á einni hæð og skiptist í svefnskála með 10 herbergjum, sem hvert um sig hýsir 4 miðað við efri kojur (alls 40) eða tvo í rúmum (alls 20). Einnig er góður krókur í svefnskála, sem nýst getur sem setustofa, fundarherbergi eða fyrir afþreyingu inni við. Þá er annar skáli, sem geymir rúmgóðan sal, sem nýtist bæði sem borðsalur og til almennra nota. Fullbúið eldhús er þar og einnig herbergi fyrir starfsfólk (7-8 alls). Umhverfið utanhúss er frá- gengið. Stórt svæði fyrir framan anddyrið er hellulagt og hellulögð stétt að bílastæði og einnig frá anddyri meðfram húsinu og að bakdyrum. Þá hefur stjórn Kirkjumið- stöðvarinnar skipulagtgöngustíga í samvinnu við Svæðisstjórn á Austurlandi og Þroskahjálp og þeir aðilar unnið að og kostað þann þátt að öllu leyti. Ná göngustígar með bundnu slitlagi frá bygging- unni niður að vatni, þar sem boðið er upp á báta til siglinga á vatninu og einnig nær göngustígur að íþróttavelli, sem er þar skammt frá. Öll hönnun byggingarinnar var miðuð við hreyfihamlaða og allt Kirkjumiðstöðin við Eiðavatn. aðgengi ersamkvæmt ítrustu kröf- um, enda er mikilvægur þáttur í starfsemi Kirkjumiðstöðvarínnar þjónusta við fatlaða og aldraða. Jafnframt nýtast byggingarnar vel sem sumarbúðir fyrir börn og ungmenni og aðra alhliða starf- semi. Auk heldur hefur áhersla verið mikil á öryggisþáttinn og er í húsinu fullkomið brunavarna- kerfi, sem vaktað er af Securitas. Nauðsynlegt er að benda á þessi atriði, vegna þess að stundum er látið að því liggja, að enn sé lítil hugsun í þjóðfélaginu á því að sníða aðgengi innan og utan bygginga að þörfum hreyfihaml- aðra. Ekki skal draga yfir það fjöður, að vissulega er víða pottur brotinn, en þeim mun ríkari ástæða til þess að benda á það sem vel er gert og urnhy ggj a h vað þetta varðar höfð að leiðarljósi. Enda þótt þjónusta Kirkju- miðstöðvarinnar miðist fyrst og fremst við Austurland, er öðrum velkomið að nýta þá aðstöðu og eftiratvikum þann starfskraft, sem gæti verið þar til staðar. Dvalargestum stendur margt til boða, auk aðstöðunnar, sem fyrir er. Sund (með vissum ann- mörkum þó), reiðtúrar, veiði í vatninu, bátsferðir, dagsferðir (skoðunarferðir í rútu), ásamt andlegu fóðri bæði í gamni og alvöru, svo nokkuð sé nefnt. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta enn frekar er bent á að hafa samband símleiðis við starfs- mann Kirkjumiðstöðvarinnar Ásgerði Eddu Jónsdóttur vs. 97- 12349 eða hs. 97-11314 eða bréflega, utanáskrift: Kirkju- miðstöðAusturlands,Pósthólf77, 700 Egilsstaðir. Davíð Baldursson form. KMA. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.