Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 38
Jóna Sveinsdóttir iv. formaður ÖBÍ: Endurminningar frá formanns- tíð í Öiyrkjabandalagi íslands að var árið 1975 sem ég kom inn í stjórn Öryrkjabandalags íslands sem fulltrúi Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra, en félagið mitt gekk í bandalagið nokkrum árum áður. Eg hafði því verið í stjórn Öryrkjabanda- lagsins í 4 ár, þegar ég var kosin formaður á aðalfundi í október 1979 og gegndi ég því embætti til 31. des- ember 1981. Það var ekki talið ráðlegt að skipta um formann á aðalfundi eins og venja var, því að ,,Ar fatlaðra" var 1981 og ekki heppilegt að skipta um formann áður en árið var liðið. Þess má geta að á þessum árum var sá hátt- ur hafður á að hvert aðildarfélag átti rétt á að „eiga formanninn“ í 2 ár og fór það eftir röð. Það var því komið að mínufélagi 1979 - 1981 ogþarmeðá því merkisári „Ári fatlaðra“. Ég mun núna á eftir geta helstu atriða frá minni formannstíð, en ég mun dvelja lengst við „Ár fatlaðra“, því að það er mér mjög minnisstætt og ekki úr vegi að rifja upp allt það mikla starf sem ÖBI lagði af mörkum á þessu merkisári. Frá árinu 1980 eru nokkur atriði minnisstæð eins og t.d. „Ráðstefna um mennta- og atvinnumál“, sem hald- in var dagana 11.-12. október 1980 í Hagaskóla. Öryrkjabandalag Islands og Landssamtökin Þroskahjálp stóðu sameiginlega að ráðstefnunni og gæti ég trúað að það hafi verið fyrsta verk- efnið sem þessi samtök unnu saman að. Á þessari ráðstefnu voru margir aðilar sem fluttu stutt erindi og ávörp eins og þáverandi félagsmálaráðherra Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra sem var Ingvar Gíslason, læknar, sérkennarar, félagsráðgjafi, sálfræð- ingur og aðilar frá Öryrkjabanda- laginu, Þroskahjálp, Endurhæfingar- ráði, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, B.S.R.B., A.S.Í. ogV.S.Í. Síðan var unnið í umræðuhópum og komu margar góðar tillögur og ályktanir frá þeim. Ráðstefnan þótti takast vel og var haft viðtal í útvarpi Jóna Sveinsdóttir. við formenn beggja samtaka, þar sem helstu niðurstöður voru kynntar. Síðla árs eða þann 13. nóvember 1980 voru fyrst kynnt fyrir ráða- mönnumí stjórn ÖBÍ. „Drög að frum- varpi til laga um aðstoð við fatlaða, þroskahefta og öryrkja“, eins og það hét þá. Þetta voru fyrstu drögin að „Lögum um málefni fatlaðra“ eins og þau nefndust síðar. Það voru s vo haldn- ir margir fundir, þar sem fjallað var um þessi drög að iögum. I febrúar 1981 fékk ÖBÍ einn fulltrúa í nefnd þeirri sem gekk frá frumvarpinu um „Lög um málefni fatlaðra“, og síðar urðu nefndarfulltrúar ÖBÍ. þrír. Ég tók saman hve oft var fjallað um þetta frumvarp að lögum um málefni fatl- aðra á stjórnarfundum ÖBI. frá því í nóvember 1980- 1981 ogvarþaðá 15 fundum eða nær því á hverjum fundi, svo að það sést að þetta tiltekna mál hefur tekið stóran hluta af tíma stjórn- arinnar enda mikið í húfi að vel tækist til. Á árinu 1980 var byrjað að undir- búa „Ár fatlaðra“ ’ 81 og átti ÖBÍ. full- trúa í Alfanefndinni sem sá um undir- búninginn. Það var á árinu 1980 að það barst afar mikil og höfðingleg gjöf frá Reykjavíkurborg til uppbygg- ingar tækinvinnustofu Öryrkj abanda- lagsins eða í vinnustofusjóð, en þá var hafin bygging tengiálmunnar milli Hátúnshúsanna, en þar urðu svo vinnu- stofurnar til húsa ásamt öðru tengt starfsemi ÖBÍ. Þessi gjöf var að upphæð 300 milljónir gamalla króna, sem voru verðtryggðar og greiddar 100 milljónir g.kr. á ári í 3 ár. Stjórn ÖBI hafði síðan móttöku fyrir borgarráð 28. apríl '81 á ári fatlaðra í tilefni þessarar rausnar- legu gjafar, sem kom sér vel og var vel þegin. Á þessum árum átti Öryrkj abanda- lagið sjálft ekkert sérstakt fundar- herbergi, en hafði fundaraðstöðu í húsnæði Endurhæfingarráðs að Hátúni 12, en það breyttist með byggingu tengibyggingarinnar og þá fékk ÖBÍ. bæði fundarherbergi og rúmgóða skrifstofuaðstöðu, þó að fundaraðstaða sé að verða í þrengsta lagi núna eftir að aðildarfélögum fjölgaði. á mun ég víkja að „Ári fatlaðra“ 1981. Það má segja að það hafi verið þegjandi samkomulag hjá þeim sem voru í forystu bandalagsins að þetta ár skyldi nýtt eins og framast var kostur til að auka kynningu á hinum ýmsu fötlunum og þeim málum sem Öryrkjabandalagið taldi brýnast fyrir öryrkja. Með tilliti til þessa ákváðum við að taka þátt í öllum þeim kynningum og fundum, þar sem við vorum beðin að koma fram og flytja mál okkar og að neita engri slíkri málaleitan enda má segja að árið hafi verið annasamt og óneitanlega mæddi þar mikið á formanninum, en ég vissi fyrirfram að þetta yrði mikið starf. Þessi upprifjun verður því nokkurs konar annáll ársins 1981 séður með augum formanns Öryrkjabandalags- ins. Árið hófst þann 12. janúar með upptöku á útvarpsþætti, sem var umræðuþáttur um málefni fatlaðra í tilefni Alþjóðaárs fatlaðra ’81. Þar ræddu málin og kynntu sín samtök undir stjóm Margrétar Margeirsdóttur

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.