Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 43
Sólskin flæðir inn um glugga kirkjunnar, hús guðs, hús gleði og sorgar, hús heita og bæna sem brugðust, voru brotin. Hendurnar er allt lék í lágu krosslagðar á hvítu líni í kistu. Léku ekki lengur í hári hans. Börnin á bekk við hlið hans. Tengda- börn og aðrir vandamenn á öðrum bekk. Prestur að tala. Hann ekki viljað láta hann tala. Þekkti hann ekki, vildi ekki þekkja hann. Börnin tekið af skar- ið. “Þetta er nýr prestur. Hinn er far- inn”. Hann látið kyrrt liggja. Vildi samt ekki að allt þetta fólk væri við- statt. Börnin þar einnig á öðru máli. Erfitt að fylgja einförum. Allt borið brátt að - eða var það ekki? Hún horfin með brosið sitt blíða og orðin sem hann átti einn í skógarlundum liðinna ára, liðinna sumra. Og umburðarlynd- ið. Umfram allt umburðarlyndið. Síðan ekkert sumar. r Uti stjörnubjart kvöld. Ljósin við höfnina glitruðu í lognfægðum fleti sævarins. En maðurinn, sem ekki kunni skil á skreytingu jólatrjáa, ekki áhorfandi að þeirri ljómun. Lá með luktar brár og sá allt annað. Hér sátu þau ein eftir að bömin fóru. Lásujólakort. Vildu veraíþessu húsi, sem þau reistu í fátækt sinni og bjartsýni. Böminboðiðþeimaðkoma. Hann afþakkað. Konan sem nú hafði “fáeina kvisti að stjörnum” viljað þiggja boð Jósefínumömmu, Bangsa og hinna barnanna. Látið hann ráða, það var nú það. Fært græn barrtré í glitofinn draum. Þau horft á það milli þess þau lásu kortin með myndum af börnum vina og vandamanna eða húsi Já, hann hefði getað það. Hefði getað miklu, miklu meira. Tilver- an spurði ekki um hvað menn hefðu getað gert, heldur skráði í sinn prótókoll hvað menn gerðu. Það allt annað og yfirleitt lakara en það sem átti að gera. Allir vitrir eftirá. Það var málið. Samt allt afstætt. Æviferill geitanna þriggja gott dæmi. Ef tröllið hefði t.d. verið Ijúft og gott, hefði sagan orðið önnur. Eða geitamamma sterk, geitapabbi gunga. Kannski leiðinlegri saga, sem krakkar nenntu ekki að hlusta á. Búið spil. Hann ætlaði ekki að fara að gráta. Bannsett tilætlun. Var með nasakvef. Þrálátan skolla. Hafði ekki klút við höndina. Varð að láta peysuermina nægja. Já, já. “Stóri, stóri geitapabbi, stóra geitamamma og litla kiðakið”. Eða var upptalningin í öfugri röð? Ekki auðvelt að fara á bak við smá- fólkið. Það hafði Þórbergur sannað. Þórbergsstórisannleikur. “Nei, pabbi! Þrumaði tröllið ekki öskraði”, leiðrétti Jósefínumamma. Þannig og ekki öðruvísi var það. Betra að þekkja leikreglur. Hverjirvirtu þærekki? Svo gleymdist sú gullvæga regla í rás áranna. Svo læra börnin málið. Bannsett kvef var þetta. Saug upp í nefið og brá peysuerminni upp að vitunum. Tréð stóð skreytt í upphafinni ró í stofunni, sem enn var fátæk af teppum og harðvið. Toppur þess, topp- ur til verunnar. Gyðingakona í Bremer- haven hafði gengið vel og vandlega frá honum í aflangri öskju. Sjómaður- inn ungi reynt á takmarkaðri ensku að gera konunni skiljanlegt, hve langa ferð hann ætti fyrir höndum yfir sollið haf. Hún kinkað kolli. E.t. v. ekki færari en hann í engilsaxneskri tungu. En það dugði. “Auf wiedersehn”, hafði hún sagt. Hann haft það eftir. Gat brosað. Haft rótfastar tennur. Þrátt fyrir kveðjuna sá hann þessa konu ekki aftur. Vafa- laust aldrei, ekki frekar en... Hann hafði aldrei skilið leyndar- dóminn er lá að baki jólatésskreytinga. Allir hans þumalfingur aldrei getað hamiðkúlurogengla,bjöllurogborða, aldrei. Seinna kom nýtt tré, ný tré um hver jól. Eftirlíkingingar taldar algert “fiff’. Nýju trén fest í grænmálaðan, skálarlaga jámfót með skrúfuþving- um. Þær fest trjástofninn kyrfilega. Síðan hellt heitu vatni í skálina. Þá átti tréð að lifa hátíðarnar. Gæti verið í jólaskapi, skreytt og ilmandi. Þáhjálp- aði Jósefínumamma móður sinni við skreytinguna, bamið í körfunni hlustað á söguna af geitunum þrem, sem vildu bíta fallega, græna grasið í brekkunni handan árinnar. Haft brúnan bangsa í fanginu. Nýtt barn hjalað í körfunni. Svo langt síðan. Þó stutt. Hafið yfir tíma og rúm. Allt til staðar. Óáþreifanlegt - eða hvað? Stofan full af myrkri. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS £1

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.