Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 22
Þorsteinn Jóhannsson framkv.stj.: Náms- og kynnisferð til Hollands á vegum Sambands verndaðra vinnustaða Ferðin var skipulögð af hollenska sambandinu fyrir vemdaða vinnu- staði NOSV og voru tveir starfsmenn sambandsins með í ferðum. Ferðalangarvoru 14,10 forstöðumenn frá 7 vernduðum vinnustöðum og 4 makar. Frá Öryrkjabandalagi Islands fóru forstöðumenn Saumastofu og Örtækni, þau Guðrún Ólafsdóttir og Einar Aðalsteinsson, ásamt undirrit- uðum. Flogið var til Amsterdam þriðju- daginn 28. september og síðan haldið til Groningen, sem er borg í Norður- Hollandi. Fyrirtækin sem heimsótt voru eru öll á svokölluðu Groningen- svæði, sem kalla mætti Groningen- sýslu til samlíkingar við íslenska staðhætti. Miðvikudaginn 29. september var dagurinn tekinn snemma og farið í fyrsta fyrirtækið í ferðinni, WEDEKA-Veendam. Hér var fyrst farið yfir hollenska kerfið fyrir verndaða vinnustaði, og skal því lýst hér í grófum dráttum. Starfsmenn vinnustaðanna eru fólk með líkamlega fötlun, geðræn og félagsleg vanda- mál. Á hverju svæði (sýslu) í Hollandi vinna bæjarfélögin saman að mál- efnum fatlaðra og sameinast um rekst- ur vernduðu vinnustaðanna sem ann- ars eru reknir eins og hver önnur fyrir- tæki í landinu. Fyrirtækin eru í eigu sveitarfélaganna.I landinu öllu eru 102 verndaðir vinnustaðir með samtals 83.000 öryrkja í vinnu auk 8.100 starfsmanna í stjórnunarstöð- um.Vinnustaðireru starfræktiríöllum helstu greinum iðnaðar, með eigin framleiðslu eða sem undirverktakar, í þjónustu ýmiss konar og verkefnum fyrir sveitarfélögin. Hvert fyrirtæki er sjálfstætt með eigin sölustarfsemi á frjálsum markaði, eigin stjórn, fram- kvæmdastjóra og aðra stjómendur, þar sem m.a. sitja í stjórn fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að viðkomandi fyrirtæki. Á hverju svæði Þorsteinn Jóhannsson. (sýslu) starfa svæðisstjórnir undir stjórn NOSV, sem er yfirstjórn allra vinnustaðanna. INOSV eru 11 stjórn- armenn sem jafnframt eru formenn svæðisstjómanna. Hlutverk NOSV er m.a. að safna upplýsingum sem varða öryrkja, annast rannsóknir, móta stjórnar- stefnu, gerð þjálfunar„prógramma“, efla og halda vörð um atvinnu öryrkja og annast kynningarstarf. r AGroningen-svæðinu eru 8 móðurfyrirtæki með fjölda minni fyrirtækja innan sinna vébanda og er Wedeka eitt þeirra með 1.450 starfsmenn, auk 135 í stjórnunarstörf- um á 10 vinnustöðum/verksmiðjum. WEDEKA rekur pökkunarfyrir- tæki, framleiðslu á rafeindabúnaði, vélaverkstæði, vélsmiðjur, samsetn- ingarverksmiðjur margskonar, fata- verksmiðjur, bólstrun og framleiðslu húsgagna, hönnun og smíði eining- arhúsa, hönnun, byggingu og viðhald garða, rekstur dýragarðs, gróðurhús, garðrækt, skurðahreinsun, hreingern- ingar og ræstingu. í WEDEKA-Veendam sem nú var skoðað eru margar deildir í mismun- andi starfsemi. Skal þar fyrst nefna samsetningu álæsinga- og veltibúnaði fyrir glugga, lóðning, vírun og sam- setning á rafeindabúnaði, samsetning á gúmmíreimum og hosuklemmum, samsetning töflukassa og pökkun. Þarna er fullkomið véla- og blikk- smíðaverkstæði með tölvustýrðum vélbúnaði, ásamttækjumtil yfirborðs- meðhöndlunar á málmhlutum. Frá WEDEKA-Veendam var haldið í dýragarð og útivistarsvæði í Groningen. WEDEKA er undirverk- taki hjá borginni og sér alfarið um rekstur svæðisins. Þarna vinna 8 starfsmenn við umhirðu á dýrunum og garðinum sjálfum. Á öðrum svæðum í Groningen starfa 120 starfsmenn á vegum WEDEKA við hreinsun og viðhald garða og útivistarsvæða. Fyrirtækið fær greitt samkvæmt samningi fyrir viðhald og vinnu á hverju svæði. Næsti viðkomustaður var WEDEKA-Stellingen. Þar vinna 120 starfsmenn, 70 smiðir og 50 verka- menn í verksmiðju sem framleiðir skrifstofuhúsgögn úrfuru. Þessi verk- smiðja sér um alla þætti framleiðsl- unnar, allt frá hönnun til tilbúinnar vöru í eigin framleiðslu og undir- verktakastarfsemi. Framkvæmdastjóri þessa fyrir- tækis tjáði mér, að ef þessi verksmiðja með 120 starfsmenn væri útbúin með fullkomnustu tæki í sjálfvirkni, mætti reka verksmiðjuna með 25 starfs- mönnum. Þar sem fyrirtækið er vel samkeppnishæft í verðum og gæðum, eru engin áform uppi um meiri sjálf- virkni í framleiðslunni, enda mark- miðið að skapa sem flest störf. Síðasti viðkomustaðurþennan dag var borgarvirkið B ourtange, sem byggt varárið 1742. Innan virkismúrannaer bæjarfélag, þar sem flestir íbúanna eru eldri borgarar. Þarna eru auk íbúð- arhúsanna, varðturnar hermanna og fallbyssur, kirkja, bænahús Gyðinga, klaustur, hveitimylla, fyrrverandi bústaðirhermanna, verslanir, kaffihús, hótel og veitingahús, söfn, vinnustaðir ýmissa listamanna, þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn o.fl. WEDEKA sér um rekstur á ferðaþjónustu, sölu

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.