Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 10
Getur skilið á milli feigs og ófeigs Áform stjórnvalda um opnun landamæra léttir á óvissu fyrir ferðaþjónustuna að mati aðalhagfræðinga Arion banka og Íslands- banka. Ekki er hægt að afskrifa síðsumarið. Flugframboð til og frá landinu er sagt lykilatriði við endurreisn ferðaþjónustunnar. Stór hluti háannar- innar í ferðaþjón- ustu er farinn forgörðum en það er alls ekki hægt að afskrifa seinni hluta sumarsins og hvað þá haustið og fyrri hluta vetrarins. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka Það sem skiptir mestu máli er meðal annars hvað önnur ríki munu gera og jafnframt hvert flugframboðið verður til og frá Íslandi á næstu mánuðum. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhag- fræðingur Arion banka Eimskip krafðist þess meðal annars að fá aðgang að öllum tölvupóstsam- skiptum á milli Samkeppn- iseftirlitsins og Aldísar. Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum. AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYR VESTMANNAEYJUM Að g e r ði r a n n a r r a ríkja og mögulegt f lugframboð til og frá Íslandi mun ráða miklu um hver áhrif opnunar landamæra Íslands verða á ferðaþjónustuna, að mati aðalhagfræðings Arion banka. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir það geta skilið á milli feigs og ófeigs fyrir mörg ferðaþjónustu­ fyrirtæki ef einhver hundruð þús­ und ferðamanna sæki landið heim á seinni hluta ársins. „Óvissan er vitaskuld enn þá mikil og það í hvaða mæli erlendir ferða­ menn munu nýta sér þessa tilslökun hangir á því hvaða reglur verða í gildi í heimalöndum þeirra. Það er enda ekki nema hálfur sigur unn­ inn þó ferðamenn komist tiltölulega óhindrað inn í landið ef þeir þurfa svo að fara í sóttkví eða sæta öðrum kvöðum þegar heim er komið. En með hliðsjón af því að f leiri lönd eru byrjuð að skoða að slaka á ferðatakmörkunum þá vita þessi áform stjórnvalda á gott,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Stjórnvöld stefna sem kunnugt er að því að eigi síðar en 15. júní geti þeir sem koma til lands ins farið í skimun fyr ir kór óna veirunni á Kefla vík ur f lug velli. Reyn ist sýna­ taka neikvæð þarf viðkom andi þá ekki að fara í tveggja vikna sótt kví. Þá er einnig gert ráð fyr ir að ný leg vott orð um sýna töku er lend is verði tek in til greina, meti sótt varna­ lækn ir þau áreiðan leg. „Þróun ferðaþjónustunnar er áfram háð mikilli óvissu. Flugfram­ boð er ein af forsendum viðspyrnu, sem og almennur ferðavilji á okkar helstu markaðssvæðum. En í dag tókum við þýðingarmikil skref í rétta átt,“ var haft eftir Þórdísi Kol­ brúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferða­ málaráðherra þegar áformin voru kynnt á þriðjudag. Fjárfestar tóku vel í tíðindin en til marks um það hækkuðu hluta­ bréf nær allra félaga í Kauphöllinni í verði í gær og fór úrvalsvísitalan upp um ríflega tvö prósent. Léttir á óvissunni „Þetta skref í opnun landamæra var tekið fyrr en ég bjóst við og léttir aðeins á óvissunni sem ferðaþjón­ ustan hefur búið við,“ segir Erna Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til Íslands, bæði ferðamenn og Íslendingar, geta farið í skimun við komuna til landsins í stað tveggja vikna sóttkvíar, nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræð­ ingur Arion banka, en hún bendir þó á að aðgerðir annarra ríkja og f lugframboð til og frá landinu á næstu mánuðum skipti miklu máli um áhrif aðgerðanna. „Flugframboðið er lykilatriði við endurreisn ferðaþjónustunnar. Spurningin er því sú hvaða f lug­ ferðir Icelandair og önnur flugfélög munu bjóða upp á strax í sumar. Við höfum séð á síðustu vikum og mánuðum nokkur f lugfélög skera niður áætlunarflug til landsins yfir sumarmánuðina. Flugframboðið mun eflaust bæði ráðast af fjárhagsstöðu flugfélaga en ekki síður eftirspurn eftir f lugferð­ um. Hvenær munu einstaklingar treysta sér til þess að ferðast á nýjan leik?“ segir Erna Björg. Í nýlegri skýrslu stýrihóps um afnám ferðatakmarkana er bent á að sökum slæms rekstrarástands margra flugfélaga megi telja líklegt að endurkoma þeirra á íslenskan markað geti verið hæg, enda séu f lugferðir til Íslands frá bæði Evr­ ópu og Bandaríkjunum löng miðað við aðra sambærilega áfangastaði sem félögin geti f logið á sitt hvorum megin Atlantshafsins. Auk þess sé íslenski markaður­ inn, með eða án ferðamanna, lítill í alþjóðlegum samanburði en af því leiðir að rekstrarleg áhætta geti verið fólgin í því að hefja f lug til Íslands samanborið við aðra áfangastaði. Jón Bjarki segist telja mikilvægt að gera ekki lítið úr því sem for­ svarsmenn innan ferðaþjónustunn­ ar hafa bent á að enn sé til staðar „allmyndarlegur bunki af bókunum sem ekki er búið að af bóka. Það verður töluvert léttari róður að fá þá ferðamenn til þess að standa við bókanir sínar, sér í lagi ef viðkomandi þurfa ekki að sæta meiriháttar kvöðum þegar heim er komið aftur, heldur en að fá inn nýjar bókanir. Fyrir þá sem eiga ekki um marga kosti að velja getur það orðið freistandi möguleiki að standa við ferðina til Íslands. Það væri meira að segja hægt að selja það sem ákveðin fríðindi að geta koma hingað í tiltölulega rúmar aðstæður, ef svo má að orði komast, og sótt helstu ferðamanna­ staði landsins án þess að lenda í kraðaki og notið auk þess hagstæð­ ara verðlags en verið hefur,“ segir hann. Bjartari sviðsmyndir Stór hluti háannarinnar í ferða­ þjónustu er farinn forgörðum, að mati Jóns Bjarka, en hann segir alls ekki hægt að afskrifa seinni hluta sumarsins, haustið og fyrri hluta vetrarins. „Það getur skilið á milli feigs og ófeigs fyrir mörg ferðaþjónustu­ fyrirtæki, sem eru einnig að nýta sér úrræði sem eiga að létta þeim róðurinn, á borð við hlutabótaleið­ ina, lánafyrirgreiðslur og frystingar á lánum, ef hingað koma einhver hundruð þúsund ferðamanna á seinni hluta ársins. Það gæti breytt stöðunni töluvert til hins betra. Aukinn ferðaáhugi landsmanna hér innanlands hjálpar einnig til þó svo að hann vegi skammt gegn því þunga höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir. Hann getur mild­ að áhrifin og jafnvel reynst töluverð búbót á einstökum landsvæðum,“ nefnir Jón Bjarki. Erna Björg segir fréttirnar vissu­ lega jákvæðar en áhrif aðgerðanna eigi enn eftir að koma í ljós. „Að undanförnu hafa verið að teiknast upp dökkar sviðsmyndir um að nær enginn ferðamaður komi til landsins það sem eftir er af árinu – að ferðamannastraum­ urinn hingað verði í mýf lugu­ mynd – en þessar aðgerðir auka að minnsta kosti líkurnar á því að haustið og veturinn verði bæri­ legri en ella. Þær auka jafnframt líkurnar á því að við getum unnið okkur hraðar út úr kreppunni,“ segir hún. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála vísaði í síðasta mánuði kröfu Eim­ skips um að fá afhent ýmis gögn um vinnu Aldísar Hilmarsdóttur, fram­ kvæmdastjóra húsnæðisbótasviðs Húsnæðis­ og mannvirkjastofn­ unar, fyrir Samkeppniseftirlitið til nýrrar meðferðar fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið hafði áður hafnað beiðni Eimskips með vísan til meðal annars þess að um væri að ræða vinnuskjöl sem útbúin hefðu verið innan stofnunarinnar til eigin nota. Eins og fram hefur komið hefur Aldís unnið á síðustu árum með Samkeppniseftirlitinu að rann­ sókn á meintu ólögmætu samráði Eimskips og Samskipa, að hluta samhliða störfum sínum fyrir Hús­ næðis­ og mannvirkjastofnun. Eimskip krafðist þess að fá aðgang að meðal annars öllum tölvupóstsamskiptum á milli eftir­ litsins og Aldísar, reikningum henn­ ar og afritum af skýrslum, minnis­ blöðum og öðrum vinnugögnum sem orðið hefðu til í tengslum við vinnu hennar fyrir eftirlitið. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á að umrædd gögn gætu talist vinnu­ skjöl í skilningi stjórnsýslulaga og þar með undanþegin upplýsinga­ rétti Eimskips á þeim grundvelli. Nefndin bendir meðal annars á að störf Aldísar hafi ekki verið frá­ brugðin störfum utanaðkomandi verktaka, sem alla jafna starfa mjög sjálfstætt, bera ábyrgð á árangri verksins og eru unnin án stjórn­ unarréttar vinnuveitanda. – kij Gögn um störf Aldísar fyrir eftirlitið ekki talin vinnuskjöl MARKAÐURINN 1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.