Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 38
ÉG LAS HANA OG HEILLAÐIST SVO GJÖRSAMLEGA AÐ ÞEGAR ÉG HAFÐI LOKIÐ VIÐ AÐ LESA SÍÐUSTU BLAÐSÍÐUNA STÓÐ ÉG UPP, KVEIKTI Á TÖLVUNNI OG BYRJAÐI AÐ ÞÝÐA. Skáldsagan Litla land eftir Gaël Faye er fyrsta bókin sem Rannveig Sigurgeirs-dóttir þýðir, en bókin kom út hjá Angústúru fyrir skömmu. Rannveig vinnur hjá Heklu í bók- haldi og fleiru. Hún segir að sig hafi allt frá unglingsárum langað til að þýða bók. „Stundum byrjaði ég á einhverju en strandaði alltaf og hætti við,“ segir hún. „Svo sá ég á franskri sjónvarpsstöð viðtal við Gaël Faye þar sem hann ræddi um bókina. Ég hugsaði með mér að bókin hlyti að vera áhugaverð og pantaði hana að utan. Ég las hana og heillaðist svo gjörsamlega að þegar ég hafði lokið við að lesa síðustu blaðsíðuna stóð ég upp, kveikti á tölvunni og byrjaði að þýða. Þessi bók, sem er afar fallega skrifuð, hafði gríðarsterk áhrif á mig. Mér fannst ég verða að koma þessari sögu áfram.“ Marglofuð bók Litla land er fyrsta skáldsaga tón- listarmannsins Gaël Faye og endur- speglar uppvöxt hans í Búrúndí. Hún kom út í Frakklandi árið 2016, hefur Fannst ég verða að koma sögunni áfram Rannveig Sigurgeirsdóttir las skáldsöguna Litla land á frönsku og áhrifin voru slík að hún þýddi sína fyrstu bók. Hún er þakklát fyrir sterk og góð viðbrögð og langar svo sannarlega til að þýða fleiri verk. Ég hefði aldrei þorað að láta mig dreyma um viðlíka viðbrögð, segir Rannveig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bók sem hefur hlotið mikið lof. hlotið viðurkenningar og verðlaun og verið þýdd á 30 tungumál. R annveig þýddi bók ina úr frönsku. „Frönsk tunga hefur heill- að mig frá því ég man eftir mér. Ég var ákveðin í því að læra frönsku almennilega, þannig að strax eftir stúdentspróf fór ég í útlendinga- deild háskólans í Lausanne í Sviss, var þar í þrjú ár og tók kennslu- réttindi í frönsku. Ég vann seinna í Norður-Frakklandi í tvö ár. Fransk- an er stór hluti af mér,“ segir hún. Skemmtileg þraut Rannveig leitaði til bókaforlagsins Angústúru með þýðingu sína. „Ég kynntist því bókaforlagi þegar kínverski rithöfundurinn Xialou Guo kom hingað til lands og hélt fyrirlestur í Veröld vegna útkomu bókarinnar sinnar Einu sinni var í austri, sem Angústúra gaf út. Ég fór að skoða heimasíðu Angústúru, en þar eru tvær konur við stjórn og sá hvernig bækur þær gefa út. Þær eru að opna glugga út í heim og vilja gefa út bækur frá öllum heims- hornum. Mér fannst þessi bók passa algjörlega þar inn í. Þær tóku sér tíma í að spá og spekúlera og skoða umsagnir um bókina. Síðan gerðu þær samning við mig.“ Rannveig segist hafa fengið sterk viðbrögð við bókinni og þýðingu sinni. „Ég hefði aldrei þorað að láta mig dreyma um viðlíka viðbrögð.“ Spurð hvort góðar viðtökur hafi orðið til þess að hana langi til að þýða meira segir hún: „Algjörlega. Mér finnst mjög gaman að þýða. Það er skemmtileg þraut að finna réttu orðin á íslensku og skila anda sögunnar. Ég er mjög þakklát fyrir að íslenskir lesendur virðast finna fyrir svipuðum hughrifum þegar þeir lesa þýðinguna og ég fann fyrir þegar ég las bókina á frönsku.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Norræna félagið í Reykjavík býður til umræðufundar í dag, 14. maí, klukkan 17-18.30 í tilefni þess að fréttir hafa borist af því að gátan um morðið á Olof Palme muni hugsanlega leysast á komandi mánuðum. Tilefnið er einnig útkoma bókarinnar Arfur Stiegs Larsson í íslenskri þýðingu þar sem reifuð er ákveðin kenning um lausn morðmálsins. Vera Illugadóttir útvarpskona mun flytja erindi um Palme-morðið og morðrannsóknina. Páll Valsson, annar þýðandi bókarinnar Arfur Stiegs Larsson, mun ræða þá kenn- ingu sem sett er fram í bókinni. Håkan Juholt, sendiherra Svía á Íslandi, mun ræða kynni sín af Olof Palme og áhrif hans á sænskt þjóðlíf. Í kjölfar fylgja umræður. Fundar- stjóri er Sigurður Ólafsson, stjórnar- maður í Norræna félaginu í Reykja- vík. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og verður einnig sendur út í beinu streymi á vef Norræna hússins og Facebook-síðu Norræna félagsins í Reykjavík. Gestafjöldi verður tak- markaður við 15 manns. Gátan um morðið á Olof Palme Olof Palme, forsætisráðherra Svía. Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. www.fastlind.is · www.nyjaribudir.is Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Nánari upplýsingar: OPIÐ HÚS www.102hlidarendi.is Eitt vandaðasta hús höfuðborgarsvæðisins Opið hús að Valshlíð 16, Arnarhlíð 2 og Smyrilshlíð 13-15 Hlíðarenda, fimmtudaginn 14.maí frá kl 17:00-18:00. Aðkoma hjá Valsheimilinu. Einstakar íbúðir með þakgörðum bílskúr og stórum geymslum. 140-240m2 þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Verð frá 89.900.000 – 119.900.000 kr. Bílskúr fylgir öllum íbúðum, Aukin lofthæð, 280 cm, gólfsíðir gluggar. Rafmagnstæki frá frá Miele. Quartzborðplötur í eldhúsi og á baði. Einstakur garður. Free@home rafkerfi. Þrjár gerðir innréttinga. 1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.