Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Konurnar sem vinna í Ourika-garðinum hafa þekkingu á svæðinu umfram aðra og eru í raun sérfræðingar. Þær eru ánægðar með þetta atvinnutækifæri. Í nýju vörulínunni Pure Shots frá YSL Beauty er notast við hrein, náttúruleg efni sem eiga uppruna sinn að rekja til Marokkó. Ourika-garðurinn þar sem ræktunin á sér stað er nálægt Atlasfjöllum. Þar stýrir heimafólk gróðursetningu, greiningu og upp- skeru. Einstök veður- og loftslags- skilyrði gera það að verkum að plönturnar framleiða öflug, virk innihaldsefni sem skila ávinningi fyrir húðina. „YSL Beauty tókst að einangra og vinna hvert og eitt virkt innihalds- efni á áhrifaríkan og hreinan hátt. Línan byggir á hreinum formúlum sem eiga uppruna sinn að rekja til náttúrunnar og með hjálp vísinda hefur YSL Beauty tekist að sam- eina í þessari línu þessa tvo þætti, náttúru og vísindi. Allar vörurnar eru án parabena og koma í endur- vinnanlegum og áfyllanlegum umbúðum,“ segir Þóra Matthías- dóttir vörumerkjastjóri hjá Terma. Eftir miklar rannsóknir og greiningarvinnu við þróun þess- arar nýju línu kom greinilega í ljós mikilvægi ákveðinna, virkra innihaldsefna og vinnur YSL Beauty náið með samstarfsaðilum sínum í gegnum allt ferlið. Frá gróðursetningu til uppskeru og loks vinnslu, fara innihaldsefnin í gegnum strangt ferli til að bæta árangurinn enn frekar, að sögn Þóru. Formúlurnar eru sérstaklega þróaðar með tilliti til nákvæmlega réttra hlutfalla af nauðsynlegum, virkum innihaldsefnum. Það er gert til að hámarka samstundis árangur og skila auk þess lang- varandi árangri án þess að breyta þeim kröfum sem YSL Beauty gerir um upplifun á áferð og lúxus. „PURE SHOTS línan er ekki eingöngu möguleiki fyrir konur sem vilja lifa þeim lífsstíl sem þær kjósa án þess að það komi niður á húðinni. Fyrir tilstuðlan Ourika- garðs YSL Beauty hefur samfélag kvenna, sem áður höfðu hvorki atvinnu né hlutverk, nú fengið ný tækifæri til að nýta sérþekkingu sína á heimasvæði sínu,“ segir Þóra. Landsvæðið er í eigu YSL Beauty og í þessu samfélagslega verkefni var hugmyndin að styrkja og efla konur á þessu svæði þar sem ekki var neina atvinnu að fá. Þetta samfélag hefur fengið tækifæri til að vinna, og nýta hæfileika sína á arðbæran hátt. Samfélag kvenna annast alla ræktun og uppskeru og YSL Beauty greiðir síðan fyrir uppskeruna. Það sem áður var ónýtt og óræktað svæði er nú einn helsti staðurinn sem YSL Beauty sækir efni í framleiðslu sína á snyrti- vörum til. Beint til upprunans. Innihaldsefni úr garðinum eru meðal annars notuð í einhvern vinsælasta farða YSL, Touché Eclat Le Teint. Ræktunarskilyrðin auka ávinning efnanna „Virku efnin í Pure Shots vörunum koma frá Ourika-garðinum. Stað- setningin gerir það að verkum að plönturnar vaxa við harðgerð loftslags- og veðurskilyrði og mikinn hita. Það gerir þær öflugri og sterkari og eykur ávinning efnanna sem unnin eru úr þeim fyrir húðina,“ segir Þóra. „Vinnsluferlið hefur einnig sérstöðu þegar kemur að orku- sparnaði og umhverfisáhrifum. Notast er við kalt og hægt vinnslu- ferli, til að varðveita sem best inni- haldsefnin og ná því hreinasta úr vörunni. Lágt hitastig við vinnslu varðveitir hreinleika efnanna og hægt ferlið skilar hæsta mögulega magni af virkni þeirra. Notast er við minni orku og minna vatn við Efni úr blómunum eru notuð í Touché Eclat Le Teint farðann vinsæla. þetta vinnsluferli og hefur það þannig minni áhrif á umhverfið.“ Þóra heimsótti Ourika-garðinn sumarið 2019 þar sem hún fékk að fylgjast með konunum að störfum. „Það var virkilega skemmtileg upp- lifun að fá tækifæri til að kynnast uppruna vörunnar á þennan hátt og fá innsýn í þá menningu sem landið hefur að geyma. Að komast í þetta návígi við innihaldsefnin og kynnast fólkinu sem er á bak við þá miklu vinnu sem ræktunin er, gerir ekkert annað en að auka skilning og sannfæringu. Það er eitt að heyra um og lesa sér til um hlutina, en að upplifa þá á þennan hátt og fá að fylgjast með í þessari miklu nálægð sem ég fékk tækifæri til, er annað,“ segir hún. „Snyrtivörubransinn byggir mikið á því að uppfylla þarfir kvenna, sem oft á tíðum eru byggðar á útliti. Tilgangurinn er að draga fram það besta í hverri konu á því sviði. En það samfélagslega starf og uppbygging sem á sér stað við ræktunina er ekki síður mikil- vægt. Það var virkilega gleðilegt og lærdómsríkt að fá að hitta þetta samfélag og þessar konur. Þær höfðu allar sömu sögu að Touché Eclat Le Teint farðinn. segja um betri lífsgæði, góðar vinnuaðstæður og tækifærið sem þeim gafst til atvinnu á sínu heimasvæði, með ræktun þessa landsvæðis. Þær hafa þekkingu á svæðinu umfram aðra og eru í raun sérfræðingar. Það má því segja að valdefling kvenna eigi sér stað á öllum stigum þegar kemur að framleiðslu og notkun varanna. Mín upplifun var einnig sú að þessi útfærsla, að fela þeim ábyrgðina á uppskerunni þar sem YSL Beauty kaupir í raun upp- skeruna eftir magni og gæðum, skili þeim auknum ávinningi og hafi hvetjandi áhrif fyrir þetta, ef svo má segja, nýja samfélag.“ Máttur næturinnar innblástur nýju línunnar Teymi sérfræðinga úr röðum líffræðinga, umhverfisfræðinga, húðlækna og grasafræðinga hefur rannsakað áhrif nútímalífsstíls og umhverfisáhrifa á húðina og Pure Shots línan byggir á rannsóknum þessara þátta. „Umhverfið, of mikil vinna og óreglulegur vinnutími sem oftar en ekki leiðir af sér streitu, skort á svefni og fleiri þætti sem hafa áhrif á húðina og auka líkurnar á ótíma- bærri öldrun húðar um 30%, voru í lykilhlutverki við þróun línunnar,“ segir Þóra. „Miklar kröfur og álag sem fylgir nútímalífsstíl hefur áhrif á starfsemi húðar. Veldur því að hún hættir að starfa eðlilega og frumu- endurnýjun endar í lágmarki. Stjörnuvara Pure Shots línunnar, Night Reboot serumið, er sérstak- lega þróað með þetta vandamál í huga. Það byggir á einstakri sam- vinnu náttúru og vísinda. Gróf eða ójöfn húð verður mýkri, sléttari og áferðin fallegri. Night Reboot serumið fjarlægir dauðar húð- frumur, örvar frumuendurnýjun og verndar nýjar frumur.“ Serumið inniheldur 3,4% glyco- lic sýru sem slípar yfirborð húðar og hefur endurnýjandi eiginleika. Það inniheldur einnig náttúru- leg innihaldsefni unnin úr blómi drottningar næturinnar (moon- light cactus flower), kaktuss sem blómstrar einu sinni á ári. Efnin úr blóminu komast dýpra niður í húðlögin og hafa viðgerðar- og verndandi eiginleika. „Máttur næturinnar var inn- blástur þessarar nýju línu þar sem nóttin gegnir lykilhlutverki í lífinu. Herra Saint Laurent var sannkallaður nátthrafn og nætur- lífið spilaði stórt hlutverk í hans lífi. Nóttin er tíminn þar sem hægt er að fá næði frá amstri dagsins og hún er einnig tíminn sem sjald- gæfur kaktus blómstrar, einu sinni á ári yfir eina nótt. Lífsvökvi þessa blóms er notaður í formúlu þessa einstaka nætur-serums,“ segir Þóra. Framhald af forsíðu ➛ Night Reboot úr Pure Shots línunni. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.