Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 4 . M A Í 2 0 2 0 NÝTT – Hagkvæm matarkaup – Heitar og ilmandi – Ljúffengar og næringarríkar – Án allra rotvarnarefna VIÐSKIPTI Aðgerðir annarra ríkja og mögulegt f lugframboð til og frá Íslandi mun ráða miklu um hver áhrif opnunar landamæra Íslands verða á ferðaþjónustuna, að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, aðal­ hagfræðings Arion banka. Flug­ framboðið sé lykilatriði við endur­ reisn ferðaþjónustunnar. „Spurningin er því sú hvaða flug­ ferðir Icelandair og önnur flugfélög munu bjóða upp á strax í sumar. Við höfum séð á síðustu vikum og mánuðum nokkur f lugfélög skera niður áætlunarflug til landsins yfir sumarmánuðina,“ segir hún. „Flugframboðið mun ef laust bæði ráðast af fjárhagsstöðu f lug­ félaga en ekki síður eftirspurn eftir flugferðum. Hvenær munu einstakl­ ingar treysta sér til þess að ferðast á nýjan leik?“ nefnir Erna Björg. – kij / sjá síðu 10 Flugframboðið er lykilþáttur ÍÞRÓTTIR Óformlegar þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvals­ deildarinnar fari fram á Íslandi. Þetta herma heimildir Fréttablaðs­ ins sem og að spænsk úrvalsdeildar­ lið hafi sýnt sama áhuga. Þær hug­ myndir eru styttra á veg komnar. Útfærslur á æfingum liðanna hafa verið ræddar nokkuð víða í stjórn­ kerfinu meðal annars við sóttvarna­ yfirvöld. Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefur legið niðri síðan 9. mars og því ljóst að ekki verður flautað strax til leiks í deildinni. Enskir miðlar tala fyrst um þriggja til fjögurra vikna undirbúningstímabil. Það myndi þýða að enska úrvalsdeildin færi af stað þegar eitthvað er liðið á júní. Það er þetta æfingatímabil sem horft er til að fari mögulega fram hérlendis hjá að minnsta kosti hluta liðanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að einhverjir leikir milli liða í sjálfri úrvalsdeildinni fari fram á Íslandi þó sú niðurstaða sé ólíklegri. Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á land­ inu á meðan knattspyrnustjörn­ urnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar. Helsta ástæða þess að Ísland þykir fýsilegur kostur er hvernig yfirvöld hafa tekist á við kóróna­ veirufaraldurinn sem hefur leitt til þess að tíðni smits hér á landi er mjög lág. Þá eru hérlendis góðir inn­ viðir og nægt hótelrými. Annar valkostur er sá að ensku liðin æfi á sínum æfingavöllum en öryggisráðstafanir ytra gætu orðið mjög íþyngjandi. Boltinn er hjá forsvarsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem ræða þessa dagana stíft um hvernig ljúka eigi keppnistímabilinu ytra. Næsti fundur liðanna er þann 18. maí næstkomandi og þá dregur til tíð­ inda. Tíminn er naumur því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Íslensk yfirvöld munu þó ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en form­ legar beiðnir berast að utan. – aá, bþ Skoða æfingar enskra liða hér Óformlegar þreifingar um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi á næstu vikum hafa átt sér stað undanfarna daga. Árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn er helsta ástæðan. Næsti fundur liðanna er 18. maí næstkomandi og þá dregur til tíðinda. Laxagildra með teljara sem þjónað hefur í Elliðaánum í um hálfa öld var sett niður í allra síðasta sinn í gærkvöldi. Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur hjá Laxfiskum, sem var þar ásamt mönnum sínum, segir að næsta sumar taki nýr og meðfærilegri teljari við. Verða þá steyptir stöplar í ána svo koma megi gildrunni með teljaranum fyrir með handaf li. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.