Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Síst á að skoða for- tíðina með augum rétt- trúnaðar og púrítanisma. Vandinn er bara sá að tími aðgerða er núna. Hneigðin til að leiðrétta fortíðina er orðin ansi áberandi í samtíma okkar. Þá er þurrkað út það sem þykir óþægilegt eða óæskilegt. Það má ekki vera til sýnis, því það gæti afvegaleitt óharðnaðar og áhrifa­ gjarnar sálir, sem gætu í sakleysi sínu ætlað sem svo að það sem einu sinni þótti sjálfsagt sé það enn. Facebook er á þessum stað í tilverunni, en þar á bæ leyfist ekki að birta myndir af sígarettum. Hér áður fyrr þótti sjálfsagt að fólk reykti og það meira að segja í f lugvélum. Þá þótti töff að reykja, en svo breyttist það og reyndar svo mjög að nú má ekki lengur minna á að þessi (ó)siður þótti eitt sinn sjálfsagður. Fjölmargir einstaklingar um allan heim reykja svo enn – sumir þeirra meira að segja eins og strompar, en hin sómakæra Facebook vill ekki af þeim vita. Bert fólk þykir víst líka afar óæskilegt á Facebook, þrátt fyrir að öll séum við einhverjum stundum nakin. Facebook er teprulegt fyrirbæri. Þar á að sýna snotrar myndir svo engum verði mis­ boðið. Snotrar myndir eiga vissulega sinn tilveru­ rétt en sýna samt ekki alltaf réttu myndina. Á auglýsingamynd um leiksýninguna Níu líf í Borgarleikhúsinu, sem fjallar um ævi Bubba Mort­ hens, má sjá goðið með sígarettu í munni. Þetta er flott mynd af ungum manni sem reykti mikið og gerði reyndar fleira sem þykir kannski ekki með öllu gott. Vegna afstöðu Facebook, og kvartana annars staðar frá, var sígarettan fjarlægð af hluta auglýsinga­ efnisins. Ekki verður horft fram hjá því að án sígarett­ unnar verður myndin af Bubba fremur hversdagsleg. Óritskoðuðu myndina má þó sjá inni í leikhúsinu og þannig fær hún vonandi að vera áfram. Í leik­ ritinu reykja leikarar sem leika Bubba, enda var sígarettan hluti af daglegu lífi hans um langan tíma. Þegar sýningar hefjast á verkinu að nýju mun von­ andi engin breyting verða á þessu. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir að leik­ húsinu hafi borist kvartanir vegna sígarettu­ myndarinnar, þar á meðal frá Krabbameinsfélag­ inu. Því ágæta félagi ber vissulega að leggja áherslu á forvarnir, en það á ekki að hvetja til ritskoðunar í þágu baráttumála sinna. Í þessu máli hefði Krabba­ meinsfélagið betur haldið sig til hlés. Einnig má gera ráð fyrir að leikhúsið hafi fengið kvartanir frá einstaklingum úti í bæ, móðgunargjörnum þrös­ urum sem stöðugt þefa uppi það sem þeim mislíkar og koma óánægju sinni til skila til þeirra sem þeir f lokka sem rétta aðila. Við breytum ekki fortíðinni og það er ekki hægt að umskrifa hana að eigin vild og geðþótta. Það er heldur engin ástæða til að æsa sig yfir því þegar minnt er á að áður tíðkuðust aðrir siðir en þeir sem sjálfsagðir þykja í dag. Fortíðin er eins og hún var, og þegar hún er rifjuð upp á að segja hverja sögu eins og hún gekk fyrir sig. Síst á að skoða fortíðina með augum rétttrúnaðar og púrítanisma og fitja stöðugt upp á nefið og þurrka út staðreyndir af því þær henta ekki hugmyndafræði viðkomandi. Leiðréttingin Hinir ystu Ysta íhaldið er ekki par hrifið af ráðherrum Sjálfstæðisf lokksins. Staksteinahöfundur kallar utan- ríkisráðherra barn, segir hann vera handbendi embættismanna og fór svo að bendla hann við Mugabe. Aldrei þessu vant var það hið fræga sjálfstæðismanna- félag um fullveldismál sem var með hófsamari gagnrýni. Félagið fór á háa C-ið þegar í ljós kom að tveir löggubílar, sem greiddir eru af Evrópusambandinu að mestu, eru skreyttir litlum Evrópu- fánalímmiðum. Með þessum límmiðum er dómsmálaráðherra víst að gefa þjóðinni puttann og sýna f lokksmönnum lítilsvirð- ingu. Bíðið bara þangað til hinir ystu fatta að þingmenn og ráð- herrar f lokksins eru byrjaðir að tala fyrir opnum landamærum. Vel til fundið Þrír lífeyrissjóðir, Birta, Gildi og LSR, hafa fengið ráðgjafarfyrir- tækið Arctica finance til að ráð- leggja sér í tengslum við möguleg kaup á hlutabréfum í Icelandair. Þetta var vel til fundið hjá lífeyrissjóðunum þar sem fyrir- tækið hefur umtalsverða reynslu af sambærilegum aðstæðum í f lugbransanum og Icelandair glímir við, þó þeir sitji nú með kaupendum við borðið en ekki seljendum. Arctica finance var f lugfélaginu WOW air innan handar í skuldabréfaútboði félagsins til fjárfesta. arib@frettabladid.is Í byrjun apríl horfðu sjö þúsund námsmenn fram á atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kóróna veirunnar, og eru þeir líklega f leiri núna. Stór hluti þessa hóps er fjölskyldufólk. Úrræði ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá er að skapa rúmlega þrjú þúsund sumarstörf á vegum hins opinbera. Þetta er dökk mynd, sama hvernig henni er snúið. Okkur er tamt að tala um að áhersla á menntun sé lykillinn að góðri framtíð. Að það sé mikilvægt að við séum þar í fararbroddi meðal þjóða. Nú í miðju efnahagshruni er mikilvægt að í nálgun okkar á menntamál fari saman orð og aðgerðir. Í vikunni höfnuðu ríkisstjórnarf lokkarnir þrír tillögu okkar í Viðreisn um að veita auknu fjár­ magni í atvinnuúrræði námsmanna í sumar. Þeir höfnuðu því líka að útvíkka úrræðið þannig að það næði ekki einungis til opinberra starfa heldur líka til almenna vinnumarkaðarins. Með sömu nálgun og eftir hrun, þar sem ríkis­ sjóður greiðir helming launa og launatengds kostnaðar á móti vinnuveitanda, leiða störf hjá fyrirtækjum og félagasamtökum til helmingi lægri kostnaðar en störf sem einungis eru á vegum hins opinbera. Þetta skapar f leiri og fjöl­ breyttari störf fyrir námsmenn auk þess sem ljóst er að fjölmargir námsmenn eru að mennta sig í geirum sem ekki er í boði að vinna við hjá hinu opinbera. Ráðherrar menntamála og félagsmála héldu í gær næsta innihaldslítinn blaðamannafund þar sem engar nýjar upplýsingar komu fram til viðbótar við þær sem fólust í afgreiðslu Alþingis í vikunni. Fundurinn virðist því fyrst og fremst ætlaður til þess að draga úr eftirmálum klúðurs­ legra ummæla félagsmálaráðherra fyrir nokkrum dögum. Og jú, til að upplýsa að það kæmi kannski meira fyrir námsmenn seinna. Vandinn er bara sá að tími aðgerða er núna. Í þágu námsmanna Tímapantanir í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Hanna Katrín Friðriksson þingflokks- formaður Viðreisnar 1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.