Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2020, Síða 2

Víkurfréttir - 09.01.2020, Síða 2
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Helga Jóhanna til HS Veitna Helga Jóhanna Oddsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra rekstrar- sviðs HS Veitna. Undir rekstrarsvið heyra málaflokkarnir mannauðsmál, gæða- og skjalastjórnun, öryggismál, upplýsingatækni, þjónustuver og markaðs- og kynningarmál. Eins er sviðsstjóri rekstrarsviðs staðgengill forstjóra fyrirtækisins. Helga Jóhanna er B.Sc í viðskipta- fræði og lauk M.Sc. gráðu frá Há- skóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Helga hefur m.a. starfað sem forstöðumaður starfs- mannaþjónustu Reykjanesbæjar á árunum 2003–2008, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Opinna kerfa 2008–2011. Haustið 2011 stofnaði Helga stjórnendaþjálfunar- og ráð- gjafarfyrirtækið Carpe Diem ehf. sem síðar sameinaði krafta sína Strategic Leadership ehf. sem Helga hefur stýrt undanfarin ár. Helga Jóhanna Oddsdóttir. 70 ára 70 ára afmæliskaffi Stjórnendafélags Suðurnesja (áður Verkstjórafélag Suðurnesja) Í tilefni 70 ára afmælis félagsins er félögum boðið í afmæliskaffi, mánudaginn 13. janúar 2019, kl. 18:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ. Gauja lætur af störfum eftir rúm 38 ár í starfi við Njarðvíkurskóla Guðríður Vilbertsdóttir, umsjónar- maður fasteigna í Njarðvíkurskóla, lét af störfum um áramótin eftir rúm 38 ár í starfi við skólann. Gauja hefur svo sannarlega sett mark sitt á skóla- samfélagið í Njarðvíkurskóla. Á heimasíðu skólans segir að starfsfólk Njarðvíkurskóla þakki henni fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar á komandi árum. Sigmundur Már Herbertsson hefur tekið við starfi umsjónarmanns fast- eigna í Njarðvíkurskóla.Sigmundur og Gauja. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa  4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslands- póstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Már „Alive“ í Hljómahöll 13. mars Már Gunnarsson heldur Stór-Stór- tónleika „Alive“ ásamt færustu hljóð- færaleikurum Póllands í Stapa 13. mars nk. Einn virtasti útsetjari þar í landi, Hadrian Tabecki, snýr aftur til Íslands ásamt átta frábærum tón- listarmönnum sérstaklega fyrir þetta tilefni. Margt hefur gerst hjá þessum unga tónlistarmanni og sundkappa undan- farna mánuði. Má þar nefna stórtón- leika á erlendri grundu og þátttaka á stórum sundmótum erlendis með einstökum árangri! Már hefur áunnið sér gríðarlega gott orð fyrir tónlist sína, íþróttaiðkun, og það sem meira skiptir máli, fyrir einlæga og fallega framkomu. „Már er svo heppinn að eiga sem systur hina undurfögru og geislandi söngkonu, hana Ísold, og verður hún honum til halds og trausts á sviðinu. Gestasöngkona í ár er hin sjarmer- andi Sigríður Thorlacius en hver þekkir ekki slagarann Líttu sérhvert sólarlag og verður það að sjálfsögðu tekið fyrir,“ segir í tilkynningu frá Hljómahöll. Almennt verður tónlistarstíll- inn mjög fjölbreyttur og vonandi eitthvað fyrir alla, t.d rokk, popp, Country, Latino, rapp, dægurlaga- tónlist og instrumental-tónlist. Húsið og barinn opna 13. mars á slaginu 18:30 en sýningin hefst kl. 19:30 og stendur yfir í tæpar tvær klukkustundir með fimmtán mínútna hléi. Miðaverð 3.900 kr. Miðasala er á tix.is og á vef Hljómahallar. Kristín GK varð vélarvana utan við Grindavík Línuskipið Kristín GK, sem er í eigu útgerðarfélagsins Vísis, varð vélarvana suðaustur af Grindavík að kvöldi 2. janúar. Mikill viðbúnaður var vegna atviksins en skip- verjum tókst að koma vél Kristínar GK í gang og skipið sigldi fyrir eigin vélarafli í fylgd björgunarskips til hafnar í Grindavík. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason, lóðsbáturinn Bjarni Þór og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út en þó var ekki talin hætta á ferðum. Samt var brugðist hratt við þar sem veðurspáin var ekki góð. Hilmar Bragi var í Grindavík og tók þessar myndir á vettvangi. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason fylgdi Kristínu GK til hafnar. Lögregla við skipshlið. 2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.