Víkurfréttir - 09.01.2020, Blaðsíða 13
VINNUVERNDARSKÓLI ÍSLANDS // 578 4000 // vinnuverndarskoli.is
Vinnuverndarskóli
Íslands
Námskeið í boði árið 2020
Áhættumat
Farið er yfir þrjú meginatriði áhættumats, þ.e. skriflega áætlun um
öryggi og heilbrigði, áhættumat (greining og mat) og áætlun um
heilsuvernd (úrbætur).
Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði
Farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarstarfs á vinnustöðum s.s.
inniloft, líkamsbeitingu, hávaða, lýsingu, efnahættur, félagslega og
andlega áhættuþætti, einelti og áreitni, vinnuslys og fleira.
Vinna í hæð - Fallvarnir
Hvað er vinna í hæð? Hvenær á að hefja undirbúning fyrir vinnu í hæð?
Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna nemendum fjölda leiða sem
hægt er að nota til að koma í veg fyrir fall úr hæð. Meðal annars er
fjallað um frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á vinnuvélum,
skæralyftur, körfukrana, stiga, öryggisbelti og línu o.fl.
Einelti og áreitni, stefna og viðbragðsáætlun
Hvað er einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi?
Fjallað verður um hvað vinnustaðir geti gert til að minnka líkur á
einelti og áreitni? Einnig verður fjallað um mikilvægi þess að taka
markvisst á slíkum málum, komi þau upp.
Verkstjóranámskeið
Farið er yfir ábyrgð og skyldur verkstjóra á vinnustað. Allur búnaður á að
vera góður og öruggt skipulag verður að ríkja á vinnustað sem verkstjóri
hefur umsjón með. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu
reglugerðir sem falla undir þau.
Vinnuslys
Fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa og helstu forvarnir til að
koma í veg fyrir þau. Farið yfir skilgreiningu vinnuslysa, skráningu
þeirra ásamt upplýsingum og miðlun þeirra.
Öryggisnámskeið fyrir stjórnendur í fiskvinnslu
Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnanda á vinnustað. Allur búnaður á að
vera góður og öruggt skipulag verður að ríkja á vinnustað sem stjórnandi
hefur umsjón með. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu
reglugerðir sem falla undir þau.
Öryggisnámskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskvinnslu
Farið er yfir ábyrgð og skyldur starfsfólks á vinnustað. Vinnuverndarlögin
nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau. Fjallað
verður um vinnuverndarstarf, öryggisnefndir, áhættumat, notkun
persónuhlífa, notkun hnífa, hávaða, lýsingu, hættuleg efni og inniloft,
líkamsbeitingu, andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni.
Vinnuverndarnámskeið fyrir stjórnendur
Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnenda varðandi það að gæta
fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað.
Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir
sem falla undir þau.
Öryggismenning
Á þessu námskeiði er gerð grein fyrir því hvernig hægt er að innleiða
öryggismenningu á vinnustað, þ.e. breyta hugsun og hegðun
starfsmanna og stjórnenda til langs tíma. Efnið er byggt á sænskri
aðferðafræði sem kallast „Byggt á öryggi“.
Nánari upplýsingar um námskeiðin, dagsetningar, verð, kennslufyrirkomulag og skráning fer fram á
heimasíðu Vinnuverndarskólans: www.vinnuverndarskoli.is
Skólinn býður upp á sveigjanlega og skilvirka vinnuverndarfræðslu
sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Leiðbeinendur
búa yfir áralangri reynslu af vinnuverndarfræðslu og byggja námskeiðin
á nýstárlegum kennsluháttum Keilis.
Námskeiðin eru haldin reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ
og í húsnæði Rafmenntar í Reykjavík.
Þá býður Vinnuverndarskóli Íslands vinnustöðum upp á nýja og aukna
þjónustu í námskeiðum og fyrirlestrum um vinnuverndarmál, þar sem
sérfræðingur frá skólanum heimsækir vinnustaðinn og undirbýr námskeið
í samráði við öryggisnefnd eða fulltrúa vinnustaðarins.
Vinnuverndarskóli Íslands
Nýtt námsframboð á vegum Keilis með áherslu á vinnuvernd