Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2020, Page 4

Víkurfréttir - 09.01.2020, Page 4
Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is Fjölmennt var á þrettándafagnaði í Reykjanesbæ á mánudagskvöld. Dagskráin hófst með luktarsmiðju í Myllubakkaskóla og síðan fór skrúðganga frá skólanum sem var leidd var af álfadrottningu og -kóngi. Á hátíðarsviði við Hafnargötu tók svo lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á móti göngunni og söngfólk frá Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja sem kom sér fyrir á sviðinu og hóf upp raust sína. Á svæðinu voru svo púkar og tröll sem komu úr röðum Leikfélags Keflavíkur og Skátafélagsins Heiðabúa. Dagskránni í Reykjanesbæ lauk svo með flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Meðfylgjandi myndir tóku Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Ketilsson. Fleiri myndir frá þrettándagleðinni eru á vf.is. Fjölmenn þrettándagleði í Reykjanesbæ Samúel Kári í viðtali í Suðurnesjamagasíni fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is Ítarlegri útgáfa af viðtalinu í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is PLÚS Breyttur opnunartími Krabbameinsfélag Suðurnesja hefur breytt opnunar tíma á skrifstofu sinni. Nýr opnunartími er á mánudögum og miðvikudögum milli 12 og 16 Hægt er að ná sambandi í síma 421-6363 eða á sudurnes@krabb.is. 4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.