Víkurfréttir - 09.01.2020, Page 16
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Rétturinn
Ljúffengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-14
alla virka daga
Flugstefna
Verið er að vinna flug-
stefnu fyrir Ísland af
krafti og liggja fyrstu
drög hennar fyrir sem
grænbók. Stefnan er í
eðli sínu bæði pólitísk
og fagleg. Drögin taka
fyrst og fremst á faglega
þættinum. Nú liggur
fyrir að fá umsagnir
sem fjalla um félagslega
og pólitíska þáttinn,
ásamt umhverfismálum flugsins.
Þar koma við sögu sveitarfélög,
þingflokkar og ríkisstjórn, auk
sérfræðinga. Stjórnarflokkarnir
hljóta setja sinn svip á stefnuna
í samræmi við samstarfssamn-
ing ríkisstjórnarinnar. Tryggja
verður að landshlutar hafi áhrif
á stefnuna í innan- og utanlands-
flugmálum. Innanlandsflug á að
vera, samanber grænbókina, hluti
almenningssamgangna í landi
með byggðamynstri eins og hér
er. Farmiðaverð, fartíðni, fjöldi
flugvalla í heilsársrekstri og lega
góðs flugvallar á höfuðborgar-
svæðinu eru önnur mikilvæg at-
riði. Hlutverk höfuðborgar skil-
yrðir hraðsamgöngur frá helstu
bæjum til hennar. Allir varavellir
landsins eru alþjóðaflugvellir að
vissu marki og eiga að vera not-
hæfar gáttir að hóflegum straumi
fólks inn og út úr landinu, með
bættri tækni.
Það gefur auga leið að uppbygg-
ing meginfluggáttarinnar til lands-
ins, á Miðnesheiði, mun taka mið
bæði að flugstefnunni og megin-
stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu.
ISAVIA er ekki eyland í samfélaginu
og verið er að vinna ríkifyrirtækinu
eigendastefnu. Þar hlýtur að koma
fram að ferðaþjónusta, sem hefur
sín þolmörk í ljósi sjálfbærni, lýtur
stýrðri þróun sem markar upp-
byggingunni ramma. Áætlanir
að uppbyggingu Leifsstöðvar eiga
að taka mið af honum.
Það verður til þess að
fjölda ferðamanna inn
til Íslands og millilend-
ingafarþega verða tak-
mörk sett. Þar með er
flugþjónusta á Íslandi
takmörkuð auðlind og
afmörkuð stærð, í bland
við aðrar atvinnugreinar,
á hverju tilteknu tímabili.
Mikilvægt er að minna
á að stefna ríkisstjórnarinnar hefur
líka komið fram, í orðum Sigurðar
Inga Jóhannssonar ráðherra og
samgönguáætluninni, að hluta af
hagnaði eða gjaldtöku ISAVIA skal
nota í að bæta varaflugvelli milli-
landaflugsins. Það hefur aftur áhrif
á aðra flugvelli með því að annað
fjármagn fæst þá til að bæta ástand
og rekstur þeirra. Þetta er væntalega
líka hluti flugstefnu Íslands.
Þróun flugvéla og leiðsagnartækja
er hröð og margt vinnst þar í þágu
umhverfis- og loftslagsmála með
hverju ári. Það er engu að síður ein-
földun að klifa á rafvæðingu flugs
eins og hún sé meginleið til að
minnka losun frá loftförum. Um all-
langa hríð munu rafflugvélar verða
algengar sem tveggja til átta eða tíu
manna loftför. Stærri farþegavélar
nýta margar „grænt eldsneyti“ svo
sem vetni, alkóhól og lífdísil. Öfl-
ugar eða langfleygar vélar á nor-
rænum veðurslóðum verða þeirrar
gerðar um hríð. Flugstefnan hlýtur
að taka mið af þeim raunveruleika.
Ítreka verður að hún vinnst í fá-
einum stórum skrefum með góðu
samráði fagaðila, hagaðila, stjórn-
valda, þingflokka og almennings.
Tekur mið af raunveruleikanum.
Ég óska lesendum gæfu og gengis
á nýju ári.
Ari Trausti Guðmundsson.
Höfundur er þingmaður VG
í Suðurkjördæmi.
Beina leið áfram
Reykjanesbær sem sveitarfélag hefur undangengin
ár þurft að takast á við fjölmargar áskoranir og fjöl-
margar áskoranir bíða okkar á nýju ári. Þó er með
réttu hægt að halda því fram að hagur sveitarfélagsins
okkar hafi farið batnandi og er því ekki síst að þakka
þeim vilja og viðleitni starfsmanna til þess að koma
sveitarfélaginu á réttan kjöl.
Á köflum hefur það verið snúið og erfitt en nú horfir
til betri vegar í þeim efnum.
Auknar fjárfestingar
Samkvæmt fjárhagsáætlun er verið að
reikna með verulegum fjárfestingum
á nýju ári sem veita munu viðnám
gegn auknu atvinnuleysi.
Fjárfestingar vegna Stapaskóla
munu nema um 2,5 milljörðum
króna á þessu ári, en ásamt þeirri
fjárfestingu er gert ráð fyrir að fjárfest
verði fyrir 700 milljónir til viðbótar.
Áætlað er að fara í endurbætur á úti-
svæði sundmiðstöðvarinnar (Vatna-
veröld) sem kosta 200 milljónir króna
og þá er einnig ráðgert að fjárfesta í
gerfigrasvelli vestan Reykjaneshallar
fyrir rúmar 200 milljónir. Þá mun
einnig verða farið í ýmis önnur verk-
efni s.s körfu- og sparkvöll á Ásbrú
svo dæmi sé tekið.
Aukin þjónusta
Á sama tíma er verið að bæta þjón-
ustu við íbúa. Nú hefur verið ákveðin
lækkun á fasteignaskatti og veita á
talsverðum fjármunum í að bæta
stöðu íbúa.
Hvatagreiðslur verða hækkaðar,
ókeypis verður í sund fyrir ung-
menni bæjarins, aukinn stuðningur
við barnmargar fjölskyldur vegna
mataráskriftar í skólum.
Þá er stuðningur sveitarfélagsins
við ungmenni sem fara í landsliðs-
ferðir tvöfaldaður ásamt því að gerðir
verða samstarfssamingar við íþrótta-
félögin sem mun gera þeim betur
kleift að sinna því góða starfi sem
þar fer fram.
Áfram á sömu braut
Reykjanesbær hefur á mörgum
sviðum verið brautryðjandi. Við
vorum fyrst stórra sveitarfélaga til
að bjóða upp á ókeypis námsgögn
í grunnskólum og við höfum ráðið
til okkar lýðheilsufræðing til þess að
vinna að lýðheilsumálum ásamt því
að hafa hér starfandi verkefnastjóra
fjölmenningar.
Við ætlum að halda áfram á sömu
braut á nýju ári.
Gleðilegt nýtt ár.
Guðbrandur Einarsson,
bæjarfulltrúi og
oddviti Beinnar leiðar.
Svipaður fjöldi erlendra
ferðamanna á næsta ári
– Töluverð fækkun skiptifarþega
Í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020
er gert ráð fyrir að heildarfjöldi far-
þega sem fara um Keflavíkurflugvöll
dragist saman um 7,6% frá 2019. Spá
Isavia um fjölda farþega sem áætlað
er að fari um Keflavíkurflugvöll árið
2020 var gefin út í lok desember.
Samkvæmt farþegaspánni er gert ráð
fyrir að farþegar sem fara um Kefla-
víkurflugvöll 2020 verði tæplega 6,7
milljónir og fækki því um 7,6% frá
því sem var árið 2019. Heildarfjöldi
komu- og brottfararfarþega verði tæpar
2,6 milljónir sem er 1,2% samdráttur
frá í fyrra.
Stærsti hlutinn er vegna fækkunar
skiptifarþega en annað árið í röð fækkar
þeim mest. Þeir fara úr rétt rúmum 2
milljónum í rúmlega 1,5 milljón eða
niður um 24,3 prósent.
Komu- og brottfarar-
farþegum fækkar aðeins
um 1,2 prósent
Þegar horft er til ársins 2019 er rétt að
hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina var
WOW air starfandi en félagið féll í lok
marsmánaðar. Að frátöldum farþegum
Wow air fækkar farþegum í heild um
1,9%. Komu- og brottfararfarþegum
fjölgar um 3,3% en skiptifarþegum
fækkar um 16,2%
„Farþegaspá Isavia fyrir Kefla-
víkurflugvöll er unnin í náinni sam-
vinnu við notendur flugvallarins og
við erum að gera ráð fyrir fækkun í
heildarfjölda farþega sem fara munu
um Keflavíkurflugvöll á næsta ári,“
segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia. „Því má ekki gleyma að stærsta
hluta fækkunarinnar má rekja til þess
að WOW air var starfandi fyrstu þrjá
mánuði ársins á síðasta ári. Það jákvæða
er að þessi spá gerir ráð fyrir að að
komu- og brottfararfarþegum fækki
einungis um rétt rúmt eitt prósent á
komandi ári.“
Íslenskum ferðalöngum
fækkar nokkuð
Í tengslum við farþegaspá hefur Isavia
á síðustu árum einnig gefið út ferða-
mannaspá. Það er nokkur óvissa
varðandi ferðamannaspánna en fyrstu
niðurstöður benda þó til að íslenskum
ferðalöngum fækki um sjö til átta pró-
sent frá 2019, á móti gæti fjöldi erlendra
ferðamanna staðið nokkurn veginn í
stað milli ára. Þetta er þó ekki endanleg
niðurstaða.
„Ef þetta mat gengur eftir fækkar
erlendum ferðamönnum ekki á Íslandi
á nýju ári,“ segir Sveinbjörn. „Mikilvægt
er að gæta að því að viðhalda þeim
flugtengingum við umheiminn sem
við höfum og fjölga þeim til framtíðar,
enda er bein tenging milli þeirra og
hagvaxtar í landinu. Það skilar sér
til okkar allra.“
Farþegaspárfundur
haldinn á nýju ári
Farþegaspáin byggir á upplýsingum
úr kerfum Isavia og samtali við þau
flugfélög sem eru notendur flug-
vallarins, til viðbótar við þær fréttir
og fregnir sem almennt hafa borist af
flugfélögum. Hún er þannig unnin
úr samanteknum upplýsingum um
öll þau flugfélög sem fljúga til og frá
Keflavíkurflugvelli eða hafa hafið
sölu á ferðum til og frá flugvellinum.
Áformað er að boða til opins
fundar um farþegaspánna á nýju
ári og þar verður fjallað nánar um
horfurnar fyrir árið 2020, útlitið í
fjölda ferðamanna og þær áskoranir
sem bíða á næstu mánuðum. Einnig
verður þar fjallað um þau tækifæri
sem eru til staðar í rekstri Keflavíkur-
flugvallar í alþjóðlegu samkeppnisum-
hverfi og mikilvægi flugtenginga fyrir
íslenskt efnahagslíf og þjóðfélagið í
heild sinni.
Janúaropnun Skáldaskáps
í Bókasafni Sandgerðis
Listaverkefnið Skáldaskápur var formlega opnað laugardag 16. nóvem-
ber 2019 á Degi íslenskrar tungu en það er hugarfóstur listamannsins
Gunnhildar Þórðardóttur. Skáldaskápur er búinn að vera tvo mánuði
í Bókasafni Reykjanesbæjar og hefur kynnt tvö ný skáld en mun núna
fara á flakk til Sandgerðis. Janúaropnun Skáldaskáps verður í Bóka-
safni Sandgerðis fimmtudaginn 9. janúar kl. 17. Skáldaskápur kynnir
tvö skáld til leiks, Guðmund Magnússon úr Garðinum og Helenu Rós
Bjarnveigardóttur frá Keflavík, í janúar en þau munu lesa upp úr verkum
sínum á opnuninni.
Helena er 22 ára, fædd og uppalin
í Keflavík og lauk stúdentprófi frá
Verzlunarskólanum. Hún er nem-
andi við Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar og spilar á píanó en tónlist
er mikill partur af lífi hennar. Árið
2017 byrjaði hún að skrifa ljóð og
texta sér til skemmtunar og hefur
haldið áfram skifa mikið. Að hennar
sögn skrifar hún til að róa hugann
og það hjálpar henni að halda utan
um hugsanir.
Guðmundur Magnússon er úr
Garðinum eins og áður sagði og
skrifar ljóð og smásögur. Hann
hefur einnig gert heimildamyndir
og skrifað handrit að kvikmynd.
Hann er meðlimur Bryggjuskálda
og hefur unnið að margvíslegri
menningarstarfsemi í Garðinum
og annars staðar.
Markmið Skáldaskáps er að hvetja
íbúa Suðurnesja til að semja ljóð,
smásögur, vísur, kvæði og efla skap-
andi skrif. Verkefnið er samfélagslegt
þar sem allir íbúar, óháð kyni, aldri,
þjóðerni og tungumáli, eru hvattir
til þess að taka þátt. Verkin eru sýnd
í sérstökum skáp frá Byggasafni
Suðurnesja en það er hægt að fylgjast
með viðburðum á Facebook-síðu
Skáldaskáps undir Skaldaskapur-
Poetry-Cupboard og senda efni á
skaldaskapur@gmail.com.
Allir velkomnir og léttar veitingar.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 9. janúar 2020 // 2. tbl. // 41. árg.