Víkurfréttir - 09.01.2020, Síða 18
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, er ungur að árum en er að upplifa draum margra
ungra stráka og stelpna, að vinna við það að sparka bolta. Hann lék sinn fyrsta leik í stórmóti með íslenska landsliðinu
síðasta haust og hefur leikið með erlendum félagsliðum gegn stórliðum á borð við Real Madrid og Manchester United.
Víkurfréttir hittu kappann, sem er 23 ára, í Reykjaneshöllinni í byrjun árs og fengu þær fréttir frá Samúel að hann væri
mjög líklega á leið til annars atvinnumannaliðs á næstu dögum. Þegar þetta birtist í Víkurfréttum nokkrum dögum
síðar gæti hann verið búinn að skrifa undir samning við lið sem hann mátti ekki segja okkur frá þegar við hittumst. Við
settumst niður í Reykjaneshöllinni á sama tíma og Keflavíkurliðið var á æfingu og það lá beinast við að spyrja Samúel
hvort hann hafi byrjað sitt boltaspart í þessari fyrstu knattspyrnuhöll landsins.
„Já, það má segja það. Þetta var svona
annað heimili mitt og hafði verið það
þangað til ég fór til Englands sextán ára.
Ég á höllinni mikið að þakka. Það eru
allir sammála um að knattspyrnuhús
hafi hjálpað. Nú er fótbolti leikinn allt
árið og það gerir okkur bara betri.“
Fékkstu snemma áhuga á fótbolta?
Já, klárlega. Ég segi svona þriggja, fjög-
urra ára en alvaran byrjaði í svona 5.
flokki þegar maður fór að vita meira
um þetta og svona. Þetta small um leið.
Hvernig gekk þér í yngri flokkunum?
Bara mjög vel. Minn árgangur var mjög
sterkur, sérstaklega þegar við vorum
komnir í ellefu manna boltann. Við
vorum sterkir og unnum mikið.
Fannstu þig á ákveðnum stað á vell-
inum frekar en annars staðar?
Ég byrjaði náttúrlega í hafsentinum
þegar við fórum í ellefu manna boltann
en þegar ég var kominn upp í meistara-
flokk, hjá Zoran Ljubicic sem þjálfaði
okkur þá, fór ég í vinstri bakvörðinn
en hef alltaf verið miðjumaður. Ég fór
út sem miðjumaður og er það ennþá í
dag. Það er svona mín staða.
Þú byrjaðir að spila með meistaraflokki
Keflavíkur mjög ungur, er það ekki?
Jú, ég byrjaði sextán ára í Pepsi-deild-
inni.
En þú spilaðir ekki marga leiki.
Nei, ég spilaði tvo. Fékk reyndar rautt
spjald í fyrsta leiknum.
Hvernig gerðist það?
Já, við vorum held ég að tapa 4:0 á móti
Val á útivelli. Á 86. mínútu sagði ég
eitthvað við línuvörðinn sem ég átti
bara ekkert að segja sko og fauk útaf
eftir það.
Ertu skapmaður?
Fótbolti er leikur hitans. Já, ég get alveg
viðurkennt það, ég er með mikið skap
en á jákvæðan hátt.
En líka metnað?
Já, það snýst allt um það.
Hvað gerist þarna á þessum tíma? Þú
ferð snemma til útlanda.
Ég fór í mars til Reading í Englandi
þegar þeir voru í ensku úrvalsdeildinni.
Ég fór þangað út og bjó hjá fjölskyldu
frá því í mars þar til í maí þegar ég kom
heim í sumarfrí. Ég spilaði þennan tíma
með Keflavík í úrvalsdeildinni og fór
stuttu eftir hann beint út aftur í ágúst
til Reading. Þá var keppnistímabilið
að byrja þar.
Varstu þá í unglingaliðinu hjá þeim?
Já, ég byrjaði með átján ára liðinu og
gekk vel. Við fórum í undanúrslit í
stærsta bikarnum þar, FI Youth Cup,
og spilaði einnig með varaliðinu þar
sem við unnum bikarinn. Síðan á öðru
ári æfði ég alltaf með aðalliðinu og
spilaði síðan með varaliðinu. Ég var
þarna í fjögur ár.
Móðir Samúels, Sólveig Guðmunds-
dóttir, fylgdi honum fljótlega út. Ungi
maðurinn segir að það hafi verið mjög
gott og nauðsynlegt.
Jú, á mínu öðru ári kom mamma út
og var hjá mér í eitt og hálft ár. Þetta
var bara eins og heima og ég á henni
mikið að þakka, henni, pabba og fjöl-
skyldunni. Ég lærði margt af þeim og
þegar hún fór heim þá gat ég séð um
mig sjálfur og hef gert síðan.
En hvernig tími var þetta í Englandi
þegar þú varst að byrja þinn atvinnu-
feril? Hvernig varstu að fíla þig?
Bara mjög vel. Hugarfarið mitt hefur
alltaf verið þannig að ég ætlaði að verða
atvinnumaður og það var ekkert sem
var að fara að koma í veg fyrir það. Að
sjálfsögðu er það erfitt á köflum, reynir
mikið á andlegu hliðina en ég held að
ég hafi bara verið það vel undirbúinn
og tilbúinn í þetta að það hefur gengið.
Eftir fjögur ár þarna lá leiðin til Nor-
egs. Út af hverju?
Eftir fjögur ár í Englandi fékk ég
annað samningstilboð frá Reading
sem við ákváðum að taka ekki því
að mig langaði að fara að spila meiri
meistaraflokksbolta, ekki bara að vera
að æfa með meistaraflokknum og vera
í varaliði. Þannig að við ákváðum að
taka stökkið yfir þegar norska liðið
Vålerenga sýndi mér áhuga. Það var
svo tímabilið 2016–2017 sem ég var
kominn til Osló. Það var mjög gott.
Hvernig var tíminn þar?
Mjög fínn en það byrjaði ekki vel. Viku
eftir að ég skrifaði undir þá sleit ég
krossband og var ekki með í ár eftir
það. Það tók rosalega á andlega en ég
fékk mikla hjálp frá fjölskyldunni og
Gunnari Má Mássyni sérstaklega, sem
hjálpaði mér á því sviði. Hann er algjör
klettur fyrir mig.
Hjálpaði hann þér í þessum málum?
Að ná þrekinu aftur?
Já, algjörlega. Hann hjálpaði mér í því,
meðhöndlun og er bara góður vinur.
En eftir eitt ár var ég kominn aftur og
byrjaður að spila. Það var mitt fyrsta
tímabil með meistaraflokki og það
gekk bara mjög vel. Eftir það tímabil
lék ég minn fyrsta leik með íslenska
landsliðinu. Við fórum til Indonesíu
og spiluðum vináttuleiki. Það var fyrsta
alvöru tímabilið mitt með landsliðinu
og það gekk mjög vel.
Svo ferðu fyrir rúmu ári síðan á láni
frá Vålerenga til Víkings í sömu deild.
Hvernig gerðist það?
Viking er stór klúbbur í Noregi en þeim
gekk illa fyrir þetta ár. Þegar ég var
nýkominn heim frá HM með lands-
liðinu fengum við nokkur tilboð sem
mig langaði að stökkva á en ég og liðið
vorum ekki alveg sammála um stöðuna.
Úr því varð smá deila við þjálfara og
fleiri hjá Vålerenga. Við vorum ekki
alveg á sömu blaðsíðu en þetta endaði
með því að ég fékk að fara og stökk á
að fara til Viking.
Þannig að þú varst að klára núna eitt
leiktímabil með þeim?
Algjörlega, það byrjaði í mars og endaði
núna í desember. Ég spilaði alla leikina,
90 mínútur, og við enduðum í fimmta
sæti og tókum að lokum bikarmeistara-
titil í úrslitunum. Það var bara æðislegt.
Varstu að finna þig núna, svona hvað
best á ferlinum?
Persónulega myndi ég segja að þetta
hafi verið mitt besta tímabil hingað
til. Ég spilaði 35 leiki og var að finna
mig mjög vel.
Hvaða stöðu varstu að spila hjá þeim?
Ég var að spila sem sexa, sem er djúpur
miðjumaður, en ásamt því að vera líka
átta. Það er svona „box to box“-leik-
maður.
En þegar þú horfir núna á atvinnu-
mannaferilinn, ert að fara að skoða
þau mál og á leið til annars liðs sem
þú getur ekki sagt frá núna, hvernig
horfirðu á Reading og svo til Nor-
egs, er mikill munur á fótboltanum
á þessum stöðum?
Deildin í Noregi, og í Skandinavíu heilt
yfir, er mjög góð en enska deildin er
að sjálfsögðu sterkari. Skandinavía er
að styrkjast með ári hverju og það eru
miklir peningar að koma inn í félögin.
Þetta er að þróast mjög mikið.
Hvað er svona langtímamarkmið
hjá þér? Er draumurinn að enda hjá
stóru liði?
Draumurinn minn hefur alltaf verið
að spila í topp fimm bestu deildum í
heiminum og spila að sjálfsögðu fyrir
landsliðið, að komast í byrjunarliðið
þar. En allt þetta tekur tíma. Ég á margt
eftir ólært og það er bara partur af
markmiðunum.
2017 ertu kominn í landsliðshópinn og
búinn að spila nokkra vináttulandsleiki
en fékkst svo stóra prófið í raun gegn
Moldóvu síðasta haust.
Ég er búinn að spila nokkra vináttu-
landsleiki en fyrsta leikinn núna í
undankeppni Evrópumótsins. Það
var frábært fyrir mig persónulega. Ég
er búinn að huga að þessu síðan ég
var þriggja ára polli að leika mér hér
í Reykjaneshöllinni. Það er þvílíkur
heiður að fá að spila með besta lands-
liði Íslands fyrr og síðar. Það er bara
frábært.
Þú varst líka í HM lansliðshópnum
2018. Hvernig var það?
Þegar maður fékk að vita að maður væri
í hópnum þá gat ég ekki verið annað
en verið ánægður. Það var hápunktur
lífsins hjá mér að komast á HM. Það
er bara ólýsanlegt myndi ég segja, að
vera partur af þessari grúppu og geta
lært það sem þeir eru búnir að vera að
gera og taka það inn í minn leik.
Hvernig myndirðu lýsa íslenska lands-
liðinu? Hvernig fara Íslendingar að
því að ná þessum árangri?
Þessir strákar eru náttúrlega frábærir
leikmenn og spila margir í frábærum
deildum. Þetta er eins og fjölskylda.
Það er þvílíkur karakter í liðinu og allir
standa við bakið á hverjum einasta
manni. Það er bara aldrei gefist upp.
Ég held að það lýsi mönnunum í liðinu
að þegar einn er að spila og annar er á
bekknum, þó það sé mikil samkeppni,
þá styður maður þann aðila þó maður
vilji vera inn á vellinum. Hugarfarið er
upp á tíu og algjör stuðningur.
Er markmiðið að festa sig í landsliðinu?
Að sjálfsögðu. Það er markmiðið að
komast inn í byrjunarliðið og það tekur
bara tíma. Ég á margt eftir ólært í bolt-
anum og get lært af þeim sem eru að
spila núna í landsliðinu. Það er bara
frábært fyrir mig.
Hvað eru þjálfarar liðanna mikið atriði?
Hver er t.d. Hamren landsliðsþjálfari?
Auðvitað eru þjálfararnir stórt atriði í
hverju liðið. Hamren er búinn að þjálfa
mörg stórlið og vinna marga titla. Hann
er frábær þjálfari. Ég læri af leikmönn-
unum og af honum líka. Það er heiður
fyrir mig að vera undir svona stórum
þjálfara ásamt Frey og öllu starfsfólkinu
hjá íslenska landsliðinu.
Hvað með fyrrum þjálfara hjá þeim
liðum sem þú hefur verið hjá?
Ég var náttúrlega með Ronny Deila
hjá Vålerenga og Kjetil Rekdal sem eru
báðir stór nöfn í Noregi og núna var ég
hjá Bjarne Berntsen sem er líka mjög
stór þar. Það er mismunandi taktík
hjá þjálfurum. Ég læri af þeim og bæti
minn leik.
Hvernig hefur svona venjulegur dagur
verið hjá þér undanfarið ár sem at-
vinnumaður í Noregi?
Þetta er mjög stíft prógram. Maður
mætir klukkan átta í morgunmat og
æfing klukkan tíu. Þegar hún er búin
er hádegismatur. Svo fer eftir því hvort
það sé myndband af leik fyrir leik eða
eftir leik, eða ræktin. Þannig að allur
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Draumurinn
að komast að
hjá stórliði
Samúel Kári Friðjónsson, atvinnu-
maður í knattspyrnu, fór utan sex-
tán ára gamall til Englands en var
að ljúka tímabili í Noregi.
Varð bikarmeistari með Víkingi.
Hann segist eiga margt ólært
í knattspyrnunni.
Mikilvægt að hafa metnað
og drauma.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR