Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2020, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 23.01.2020, Blaðsíða 23
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is UPPBOÐ Til leigu 70 fm stúdíóíbúð í Sandgerði. Laus strax. Uppl. í síma 893-2974. Sex Íslandsmeistaratitlar – Njarðvíkingar sigursælir í fangbragðaíþróttum Um helgina fór fram Íslandsmeistara- mótið í keltneskum glímubrögðum. Keppt var í Backhold í húsakynnum Glímufélags Reykjavíkur og Reykja- vík MMA. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Ingólfur Rögnvaldsson byrjuðu árið með stæl og sigruðu alla flokka sem þau kepptu í. Heiðrún varð tvöfaldur Íslandsmeistari og Ingólfur þrefaldur. Guðmundur Stefán Gunnarsson sigraði í þunga- vigt og lagði Evrópumeistarann og Glímukóng Íslands í svakalegri rimmu risanna. Úrslitaviðureign þeirra tók yfir fimmtán mínútur. Allir keppendur Njarðvíkur unnu til verðlauna. Jóel Helgi Reynisson varð annar í sínum flokki, Jóhannes Pálsson, bróðir Heiðrúnar, varð annar í sínum flokki og Brynjólfur Örn Rúnarsson, sem er nýgenginn til liðs við Njarðvík- inga, varð þriðji í opnum flokki karla. Heiðrún tvöfaldur bikarmeistari í glímu Á lagardaginn hélt Glímusamband Íslands bikarmeistaramót í glímu. Heið- rún Fjóla var eini keppandi Njarðvíkur að þessu sinni. Hún hélt áfram þaðan sem frá var horfið frá deginum áður, glímdi óaðfinnanlega og sigraði +70 kg flokk kvenna. Þar á eftir keppti hún í opnum flokki kvenna. Þar lenti Heið- rún í smá vandræðum með hina geysi- sterku Mörtu Lovísu Kjartansdóttur en sýndi styrk sinn í seinni umferðinni og lagði alla andstæðinga sína. Keflvíkingar á Norðurlandamóti Andri Sævar Arnarsson og Ágúst Kristinn Eðvarðsson kepptu á Norðurlanda- mótinu í taekwondo um helgina. Báðir eru þeir sigursælir keppendur með langan afrekaferil að baki í taekwondo, þeir hafa báðir unnið Norðurlandatitla og eru ríkjandi Íslandsmeistarar í sínum flokki. Norðulandamótið var haldið í Noregi í ár og yfir 500 keppendur tóku þátt í því. Fjöldi annara Íslendinga var að keppa á mótinu en þeir Andri og Ágúst voru þeir einu úr Keflavík. Fyrsti bardagi Ágústs var gegn Norðmanni. Hann náði sér ekki á strík og þurfti að láta í minni pokann fyrir sterkum heimamanni sem að lokum vann svo flokkinn. Andri keppti einnig gegn norskum andstæðingi og barðist mjög vel, hann sigraði bardagann örugglega og var yfir frá byrjun. Í næsta bardaga mætti hann gífurlega góðum dönskum keppanda sem reyndist einu númeri of stór fyrir hann. Andri tapaði þeim bardaga og endaði í 3. sæti í flokknum, það var Daninn sem tók gullið. Árangur strákanna stóð ekki undir væntingum en framundan er spennandi keppnistímabil og það verður gaman að fylgjast með þessum öflugu íþrótta- mönnum á næstunni. Samúel ánægður að vera kominn í þýsku Bundesliguna „Það er gott að vera komninn í gang aftur. Liðið er frábært, klúbburinn og allt í kring,“ sagði Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, en hann hefur gengið til liðs við þýska knatt spyrnu fé lagið Pader born. Keflvíkingurinn fór í læknisskoðun í síðustu viku og var skrifað undir samning í framhaldinu. Samúel lék síðast með norska liðinu Viking en hann var þar á láni í eitt ár frá Vål erenga. Samúel skrifaði und ir tveggja og hálfs árs samn ing við fé lagið, eða til sum ars ins 2022. Samúel hóf atvinnumannaferilinn hjá enska liðinu Reading sextán ára gamall en hann lék tvo leiki með Keflavík í efstu deild. Honum gekk vel með Vik ing í Stavan ger og lék 28 af 30 leikj um liðsins í norsku úr vals- deild inni árið 2019 og skoraði í þeim þrjú mörk. Samú el lék sinn fyrsta leik með ís- lenska landsliðinu síðasta haust gegn Moldóvu en hann hef ur leikið átta A-lands leiki og var á HM hópnum í Rússlandi sum arið 2018. Hann lék 43 leiki fyr ir yngri landslið Íslands. Samúel þurfti að draga sig úr íslenska landsliðshópn um sem fór í keppnisferð til Kali forn íu í síðustu viku. Samúel var með samningstilboð frá Póllandi þegar þýska liðið hafði sam- band. Pader born komst upp í Bundes- liguna, efstu deild þar í landi, fyrir þetta tímabil en er núna í neðsta sæti. vf is Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Samúel Kára í ársbyrjun um ferilinn og framtíðina. Viðtalið er á vef Víkurfrétta. Sigurreifir Njarðvíkingar. Heiðrún Fjóla varð tvöfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari um helgina. Ókeypis í sund fyrir börn að 18 ára aldri Börn sem búsett eru í Reykjanesbæ fá nú frítt í sund til átján ára aldurs. Börn á aldrinum tíu til átján ára þurfa að eiga sundkort sem fyllt er á í af- greiðslum sundlauganna þeim að kostnaðarlausu. Sundkortið kostar 750 krónur. Um síðustu áramót var tekin sú ákvörð- un að fella niður kostnað við sund- ferðir barna frá tíu ára aldri til átján ára aldurs en gjaldtaka hófst áður við tíu ára aldur. Að sögn Hafsteins Ingibergs- sonar, forstöðumanns íþróttamann- virkja Reykjanesbæjar, er þetta gert til að fjölga sundgestum á þessu aldursbili. „Okkur fannst börn á þessum aldri ekki vera að skila sé nógu vel í sund- laugarnar en við viljum endilega að þau komi oftar í sund. Við erum sífellt að vinna að heilsueflingu í bænum og liður í því er að fara reglulega í sund.“ Við tíu ára aldur þurfa börn ekki lengur að koma í sund í fylgd foreldra eða einstaklinga sem náð hafa fimmtán ára aldri. Nú geta þau komið gjaldfrjálst í sund til átján ára aldurs með því að fá fría áfyllingu á sundkortið sitt í af- greiðslum sundlauganna. Þar er jafn- framt hægt að kaupa kort til áfyllingar sem kostar 750 krónur. Stefna Reykjanesbæjar í gjald- frjálsum sundferðum barna til átján ára aldurs rímar vel við lýðheilsustefnu Velferðarráðuneytis þar sem kveðið er á um að sérstaka áherslu skuli leggja á börn og ungmenni að átján ára aldri. Til hennar hefur verið horft í stefnumótun Reykjanesbæjar í lýðheilsumálum sem nú er í vinnslu. Með niðurfellingu sundgjalds fyrir börn á aldrinum tíu til átján ára eru börn í Reykjanesbæ hvött til að vera duglegri að stunda sund. Ágúst og Andri með Helga Rafni, aðalþjálfara takwondodeildar Keflavíkur, á milli sín. Erfðamál Lilja Margrét Olsen, héraðsdómslögmaður, heldur fræðslufund um erfðamál fyrir Félag eldri borgara á Suðurnesjum þann 24. janúar kl. 14.00 á Nesvöllum. Farið verður yfir helstu álitamál á borð við: ■ Þarf ég að gera erfðaskrá? ■ Erfist lífeyrir minn? ■ Hvað er erfðafjárskattur hár? ■ Hvað er fyrirfram greiddur arfur? ■ Hvernig get ég tryggt að maki minn sitji í óskiptu búi eftir minn dag? ■ Hvernig get ég tryggt að arfur eftir mig verði séreign barna minna? 23 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.