Víkurfréttir - 23.01.2020, Blaðsíða 13
„Hann er í hjartastoppi!“ Ég horfði þá á
Brynjar sem var dáinn. Inn kemur fullt
af starfsfólki, læknar og hjúkrunarfólk
og ég fór fram. Mér bregður náttúrlega
og fer að hugsa um allt sem gæti gerst ef
hann myndi deyja, hvað það yrði sorg-
legt fyrir okkur fjölskylduna, strákana,
mig og alla. Ég fór á fullt í huganum.
En það var samt svo skrýtið að inni í
mér, var ég alveg róleg og beið frammi
þegar starfsfólk kom hlaupandi til að
fara inn á stofuna og bjarga Brynjari.
Ég vissi að hann kæmi til baka.“
En Brynjar hvað var að gerast hjá
þér á þessari stundu?
Hvítklætt fólk með
hvít andlit
„Á meðan á öllu þessu stóð þarna inni
á stofunni þá fékk ég mjög djúpt há-
tíðnihljóð inn í mig, hljóð sem ég hef
aldrei heyrt áður og get ekki útskýrt. Ég
finn að ég er farinn og kominn annað.
Ég vissi að ég var dáinn en það hef ég
áður upplifað nokkrum sinnum en
alltaf komið til baka. Ég var kominn
inn í sal þar sem fullt af fólki sat við
sporöskjulagað borð og var að skoða
framtíðina, ræða hvar þyrfti að bregðast
við næst til að koma í veg fyrir alvar-
lega atburði. Mér fannst ég vita hvaða
fólk þetta var en samt sá ég ekki and-
lit þeirra, þau voru með hvítt andlit
og hvítklædd. Samskiptin voru ekki
með orðum heldur á huglægu sviði.
Ég sit við þetta borð og finn fyrir orku
fólksins. Svo fannst mér kona við hlið
mér spyrja mig: „Brynjar, hvað ert þú
að gera hér?“ og rétt áður en hún spyr
mig að þessu var ég sjálfur að hugsa,
já svona sjáum við þegar við höfum
engin augu, svona tala ég án þess að
anda. Svo segir þessi vera aftur við mig:
„Þinn tími er ekki kominn.“ Þarna voru
íslenskar setningar notaðar fannst mér
og ég skildi allt. Um leið og hún segir
þetta við mig þá fer ég í gegnum enda-
lausa birtu, opna augun og sé að skurð-
læknirinn er mættur á svæðið. „Hvar
er Svana?,“ spyr ég og vildi fá hana til
mín. Læknar mínir sögðu mér að ég
hafi verið farinn í tvær mínútur en
þeir gáfust ekki upp og héldu áfram
að hnoða mig þar til ég kom inn aftur.
Mér fannst verst þegar ég kom til baka
að sjá ekki Svönu við hlið starfsfólksins
en svo kom hún inn til mín. Í fram-
haldi af þessum atburði var ákveðið
að setja í mig gangráð því hjarta mitt
slær of hægt ef það fær enga hjálp en
það hefur alltaf verið svoleiðis. Í kjöl-
farið fékk ég blóðtappa og er einnig á
blóðþynningu. Ég hafði stundum dottið
út áður en rannsóknir þá leiddu í ljós
og talað var um að ég væri með hjarta
eins og Björn Borg, íþróttamannshjarta.
Þegar það gerðist áður að ég datt út, þá
sá Svana um að kippa mér inn aftur
en nú sér gangráðurinn um að halda
hjartanu mínu við efnið og fyrir það
er ég mjög þakklátur.“
Auðmýkt gagnvart lífinu
Það hlýtur að vera mikill skóli fyrir
mann eins og Brynjar að lenda í þess-
ari lífsreynslu, maður sem hefur alltaf
staðið sterkur og hvatt aðra áfram til
að gera sitt besta. Fólk á ekki von á því
að svona sterkar manneskjur lendi í
þessu. Þarna kippir lífið fótunum
undan Brynjari sem þarf að læra að
lifa á annan hátt, eða hvað?
„Maður verður að vera auðmjúkur
gagnvart því sem gerðist. Þetta bjargaði
lífi mínu og að vera með gangráð heldur
mér frískum. Ég hef ekkert breyst nema
að í dag ber ég meiri virðingu fyrir
mörkum mínum, er búinn að hægja
aðeins á mér og er enn að læra það.
Í sumar var ég í tíu tíma úti í garði
að atast í fallega veðrinu og þá kom
sonur minn til mín og sagði að ég þyrfti
nú ekki að taka þetta alveg í botn. En
svona hefur maður alltaf verið, gert allt
hundrað prósent. Það er þetta stolt en
aldurinn er líka farinn að segja til sín
og það þarf að virða. Nú er að læra að
gera hlutina öðruvísi. Ég er þakklátur
fyrir þessa reynslu og auðmjúkur. Ég
hef alltaf haft samkennd með fólki en
þetta kennir mér að við þurfum öll að
bera ábyrgð á eigin lífi, það er í hendi
okkar hvernig við viljum leyfa lífi okkar
að þróast. Ég hef alltaf verið hreinn
og beinn, talað hreint út, það hefur
ekkert breyst en ég er einnig æðru-
laus og dæmi ekki fólk sem kemur til
mín. Það hafa allir sín verkefni til að
fara í gegnum í lífinu, það fá allir sinn
pakka. Við Svana björgum engum, fólk
verður alltaf að taka ábyrgð á sjálfu sér
og heilsu sinni að lokum, þó við getum
hjálpað og leitt það í gegnum hindranir
og þær áskoranir sem fólk tekst á við.
Lærðu að tala við sjálfan þig, hlusta á
sjálfan þig og skilja sjálfan þig, þannig
ertu tilbúinn að takast á við lífið. Þeir
segja mér læknarnir að ef ég hefði ekki
verið í svona góðu líkamlegu standi þá
hefði ég dáið þar og þá. Ég hef alltaf
verið heilbrigður og er það ennþá, en
núna er ég öðruvísi heilbrigður. Ég var
með undirliggjandi hjartasjúkdóm sem
kom fram fyrir fjórum árum. Mér finnst
ég ótrúlega heppinn í dag að hafa farið
í gegnum þetta og einnig upplifað það
sem ég sá þegar ég dó. Það vakti ugg
í mér fyrst á eftir en í dag líður mér
betur með þetta allt saman og finn að
ég er sterkari. Ég hef alltaf verið harður
við sjálfan mig og þarf kannski að læra
að vera mildari við mig sjálfan, það er
lærdómurinn,“ segir Brynjar og brosir
þessu óræða brosi sínu. Svana segist
einnig vera þakklát í dag og finnst gott
að allt fór vel með Brynjar en þessi hjón
hafa ekki aðeins fengið þetta verkefni
í lífinu.
Erfiðara að sjá son
minn veikan
Árið 2006 varð yngri sonur þeirra al-
varlega veikur af krabbameini. Á þeim
tíma héldu margir bæjarbúar Grinda-
víkur því fram að stóru möstrin í útjaðri
bæjarins væru að geisla óæskilegum
bylgjum yfir bæjarfélagið, því margir
af yngri kynslóðinni voru að veikjast af
krabbameini. Fólk krafðist skýringa og
mælinga af hálfu Geislavarna ríkisins
sem mældu á sinn hátt og sögðu ekkert
óeðlilegt við þessi möstur sem standa
enn og hefur m.a.s. fjölgað eftir að her-
inn hætti þar starfsemi því nú hafa
íslensk fjarskiptafyrirtæki sett upp fleiri
möstur á þessum sama stað. Kannski
hefur geislunin aukist ef eitthvað er.
„Mér finnst þessi skóli sem ég fór í
gegnum ekkert eins og að horfa á barnið
mitt veikt. Það var erfiður tími og tók
verulega á. Maður vill allt gera fyrir
barnið sitt. Í dag er sonur okkar heill
heilsu og kallaður kraftaverkabarnið því
honum var ekki hugað líf. Við Svana
gáfumst aldrei upp á að hjálpa honum
ásamt læknunum, við gerðum allt sem
við kunnum og þeir gerðu sitt. Fyrir það
erum við mjög þakklát,“ segir Brynjar
að lokum.
Nú er að læra að gera
hlutina öðruvísi. Ég er
þakklátur fyrir þessa
reynslu og auðmjúkur.
Ég hef alltaf haft
samkennd með fólki
en þetta kennir mér að
við þurfum öll að bera
ábyrgð á eigin lífi ...
Ævntýraþráin leiddi þau
Svönu og Brynjar til Svíþjóðar
í nám í heilsufræðum.
Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki sem hóf starfsemi árið 1997. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Keflavíkurflugvelli og þjónustar
um 20 flugfélög. Starfsemin felur í sér alla alhliða þjónustu við flugfélög, allt frá hleðslu/afhleðslu farms, innritun farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar, hleðslu
eftirlit, fraktafgreiðslu og ræstingu og öryggisleit í flugvélum.
Meðal viðskiptavina eru British Airways, easyJet, Wizz air, Delta Airlines, American Airlines, Air Canada, Norwegian, Transavia, Neos, S7, Jet2, Vueling, Thomson
Airways, Air Baltic, EuroWings, Bluebird Nordic og DHL.
Fjármálastjóri
Airport Associates leitar að öflugum einstaklingi í starf fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri er hluti af öflugu
framkvæmda– og skrifstofuteymi fyrirtækisins.
Fjármálastjóri fer með umsjón með fjármálum félagsins, skipulag fjármála, ábyrgð á uppgjöri og áætlanagerð,
áhættumat fjárfestinga, fjárstýringu og hámörkun fjármuna félagins.
Helstu verkefni:
• Dagleg stjórnun fjármála
• Áætlanagerð og kostnaðareftilit
• Greiningar og skýrslugerð
• Sjóðsstýring og ávöxtun fjármuna
• Ábyrgð á uppgjöri
• Aðkoma og eftirlit viðskiptasamninga
• Samskipti og umsjón upplýsingatæknimála fyrirtækisins
• Útgreiðsla launa
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf á sviði fjármála eða viðskipta sem nýtist í starfi skilyrði
• Þekking, reynsla og færni í daglegri stjórnun fjármála
• Framúrskarandi reynsla í Excel og Navison sem og önnur almenn
tölvukunnátta
• Reynsla og færni á sviði stjórnunar skilyrði
• Frumkvæði, sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
• Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni
• Góð íslensku og enskukunnátta
Umsóknafrestur er til og með 9. febrúar 2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórey Jónsdóttir Mannauðsstjóri,
thorey@airportassociates.com eða í síma 420 – 0703.
13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg. 12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR