Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2020, Page 39

Víkurfréttir - 20.05.2020, Page 39
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur, byggt 1890, og var áður íbúðarhús í Garðhúsum og síðar pakkhús við Einarsbúð. Þetta hús er upphaf skipu­ lagðrar byggðar í Grindavík enda öll húsnúmer frá þessu húsi talin. Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af flaggstönginni á norðurgaflinum sem þjónaði sjófarendum á Járn- gerðarstaðasundi. Dagbjartur Ein- arsson frá Ásgarði (1876–1944 ) hætti formennsku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar úr landi um veðurhofur og lending- araðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft hættuleg og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járn- gerðastarhverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættu- stundum. Jón Steinar Sæmundsson tók myndina og skrifaði texta. Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur og gegndi mikilvægi hlutverki VÍKURFRÉttIR á SUÐURNESJUM Í 40 áR // 39 Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.