Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 7

Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 7
ÍÞRÖTTAMAÐURINN 5 HÉtn IjróttaaM unnin erleniis i sumar. Mesti viðburður ársins á sviði íþróttanna voru, eins og vænta mátt'i, Olympiuleikarnir í Los Angeles. Voru þar unnin mörg og frá- bær afrek og sett hvert heimsmetið á fætur öðru, en sökurm þess„ að frá Olympiuleikunum hefir verið svo ítarlega og skemtilega sagt í einu dagblaðinu hér, þá verður ekki sagt frá þeim hér að þessu sinni, skal heldur getið nokk- uirra, helztu afreka,; sem unnin hafa verið fyr- ir eða eftir leikana„ Bandaríkjasvertinginn Ralph Metcalfe hefir í vor unnið hvern sigurinn öðrum frækilegri í sprett-hlaupum og margsigraði alla beztu spretthlaupara Bandaríkjanna. Hefir hann í í sumar hlaupið 100 yards á 9,5 sek., 100 m. á 10,2 sek., 200 m. á 20,3 sek. og 220 yards á 20,5 sek. Eru öll þessi afrek betri en gild- and,i heimsmet, en aðeins afrek sitt á 220 yards hefir hann fengið viðurkent sem heimsmet. Hlaup Bandaríkjamannsins Eastman’s á 440 yards í vor, er líka eitthvert hið ótrúlegasta afrek, sem unnið hefir verið í hlaupum. Hann hljóp, sem kunnugt er, þessa vegal. á 46,4 sek. og- var það heilli sekúndu undir gildandi heims- meti. Eastmann beið þó ósigur fyrir samlanda sínum, Carr, á Olympíu-leikunum, en því er spáð, að hann eigi eftir að vinna meiri afrek en Carr. — Finnlendingurinn Lehtinen ruddi heimsmeti Nurmis í 5000 metra hlaupi, á síð- asta undirbúnisgsleikmóti Finna fjTÍr Olympíu- leikina. Hljóp hann þá á 14 mín. 16,9 sek.; er það liðlega 11 sek. betri tími en heimsmetið. Er þetta hlaup talið mesta /capphlaup, sem fram hefir farið á vegalengdinni, síðan að Jean Bonin og H. Kolehmainen háðu hið fræga einvígi sitt í Stokkhólmi 1912. Iso Hollo hét sá, er næst- ur varð, og hljóp hann einnig undir heimsmet- inu„ eða á 14 mín. 18,3 sek. — Pólverjinn Kuso- cinski, sem sigraði í 10000 metra hlaupinu í Los Angeles, setti rétt fyrir leikina nýtt heimsmet i 3000 metra hlaupi. Hljóp hann þá á 3 mín. 18,8 sek. og er það 1,8 sek. undir heimsmeti Nurmi’s. Er Kusocinski frægasti íþróttamaður Pólverja, og á vafalaust eftir að vinna mörg afrek, áð- ur en hann leggur skóna á hilluna. — Bezta afrek, sem unnið hefir verið í Bandaríkjunum í sumar, vann Bandaríkjamaðurinn Graber, í stangarstökki. Hann stökk, skömmu fyrir Olym- píuleikana, 4,38 m. og er það nýtt heimsmet. Af- rekið er enn glæsilegra, fyrir þá sök, að afreks- maðurinn er aðeins 20 ára að aldri, og á því að líkum eftir að þroskast mikið og komast enn lengra í þessari íþrótt. Hann var lítt þekt- ur í fyrra, er hann varð Bandaríkjameistari í stangarstökki, og spáði þá heimsmeistarinn, Barnes, því, að Graber mundi stökkva 4,40 m. innan eins árs, og fór hann þar nærri sanni. —- Finnlendingurinn M. Járvinen kastaði spjót- inu 74,02 m. á leikmóti í Finnlandi, rétt fyrir leikana. Hægur vindur hjálpaði þó til, svo að hann fékk afrek sitt ekki viðurkent. Járvinen sigraði með miklum yfirburðum á Olympiu- leikunum, og kastaði hann þá örlitlui styttra en heimsmet hans, sem er 72,93 m. — Heims- metið í kúluvarpi hefir verið margbætt í sum- ar. Fyrir Olympiuleikana vörpuðu tveir Norð- urálfumenn yfir metið, Tékkó-slóvakinn Douda og Pólverjinn Heljasz (báðir 16,05 m.j. 01.- sigurvegarinn Sexton, hefir og margbætt met- in og kastað lengst 16,16 m., og stóð það þang- að til fyrir skömmu, að Tékkó-slóvakinn Douda kastaði 16,20 m. í landskappleik við Pólverja. Á Norðurlöndum hafa einnig verið unnin mörg ágætis afrek í sumar. Má t. d. nefna Mara- þonhlaup Svíans Enoksson, á meistaramótinu í Svíþjóð. Hljóp hann vegalengdina (40,200 m.) á 2 klst. 29 mín. 33,8 sek., og er það eitthvert bezta hlaup, sem hlaupið hefir verið á Norð- urlöndum. Enoksson er nýr maður í þessu hlaupi og vænta Svíar mikils af honum. Svíar eiga nú tvo kringlukastara, sem kastað hafa yfir 48 metra, í sumar, H. Andersson 48,02) og A. Karlsson (48,16), og er það merkilegt fyrir þá sök, að fyrir 3—4 árum áttu þeir engan mann, sem var nokkurn veginn viss á 42 metrum. Nú hafa þeir á að skipa 8—10 mönnum, sem eru vissir á þessari kastlengd. — Norðmaður- inn Hauge, setti nýlega nýtt norskt met í grinda- hlaupi. 110 metra hljóp hann á 14,8 sek., og hefir hann tvisvar hlaupið þá á þessum tíma. Hann ái einnig norska metið í 400 m. grinda- hlaupi, á 54,7 sek. Hauge hefir verið í ágætri æfingu í sumar og má búast við, að hann bæti þessi met sín síðar.

x

Íþróttamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttamaðurinn
https://timarit.is/publication/1445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.