Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Qupperneq 8

Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Qupperneq 8
6 IÞRÖTTAMAÐURINN Um tennis. Tennisíþróttin er tiltölulega ung hér á landi. Var fyrsta kepni í tennis, innan I. S. I. árið 1927 að haustinu og voru þáttakendur ekki margir. Var þá í fyrsta skifti kept um bikar þann, sem Sch. Thorsteinsson gaf og nafnbótina »Tennis- meistari Islands«.. Varð danskur maður, C. -Jen- sen, tannlæknir, hlutskarpastur í það skiftið, en síðan hafa íslendingar ávalt orðið tennis- meistarar á Tennismóti Islands, enda þótt út- lendingar hafi stundum tekið þátt í mótunum. Eftir fyrsta tennismótið glæddist áhugi manna fyrir þessari gcðu og hollu íþrótt að miklum mun, og þegar næsta tennismót tslands var haldið, næsta haust eða 1928:, þá voru þátt- takendur fleiri og yfir höfuð vel æfðir. I þaö skiftið vann Gísli Sigurbjörnsson, kaup., mót- ið eftir harðan og snarpan leik við Hall- grím Hallgrímsson, fulltrúa. Næstu ár, 1929 og 1930, varð Kjartan Hjaltested hlutskarpastur. Er Kjartan einn af efnilegustu tennisleikurum landsins, og er hann einn þeirra manna, sem hefir haldið tennis-íþróttinni einna bezt á lofti. Þessi sömu ár vann Kjartan einnig innanfé- lagskepni í I. R., en úr því félagi eru allir of- angreindir menn. Er kept u.m bikar þann, sem Simon, ræðismaður Frakka, gaf, áður en hann fór alfarinn héðan af land.i. Var Simon ræðis- maður einn af þátttakendunum í tennismótun- um, þau ár, sem hann var hér og tennismót voru haldin. — Umrædd kepni í tennis, hefir verið einmenningskepni; en 1929 var jafn- framt kept í tvímenningskepni fy.rir karla, og var þá kept um bikar, sem Sch. Thorsteinsson gaf. Hefir Sch. Thorsteinsson ávalt verið einna bezti stuðningsmaður tennis-íþróttarinnar hér á landi, t. d. hefir hann gefið bikara þá, sem nú er kept um, nema Simons-bikarinn og K. R.- bikarinn, en um þann bikar er kept innan K. R. og er mér ekki kunnugt um, hverjir hafa uinn- ið hann, eða hvernig þeirra mótum hefir ver- ið háttað. Tvímennings-meistaramót Islands var fyrst háð 1929, og urðu þeir Hallgrímur Hallg'ríms- son og Helgi Eiríksson hlutskarpastir. Næstu þrjú ár, eða 1930, 1931 og 1932, hafa þeir Friðrik Sigurbjörnson, núverandi tennismeist- ari Islands, og Magnús Andrésson, fulltrúi, ver- ið handhafar bikaranna. Eftir mótin 1930 var farið að bera talsvert á einum tennisleikara, sem síðar varð tennis- meistari, og sá maður, sem flest tennismót hef- i.r unnið hér á landi, á( ég þar við Friðrik Sig- urbjörnsson, Ási. Vann hann í fyrsta skifti tenn- Friðrik Sigurbjörnsson tennismeistan lslands. isbikar 1930 ásamt Magnúsi Andréssyni og fengu þeir tvímennisbikara, 1931 vann hann meistaramót Islands í einmenningskeppni og þaö sama ár ásamt Magnúsi Andréssyni, sem er einna langbesti tennisleikari landsins, tvímenn- ingsmótið. Magnús Andrésson vann þetta ár Símonbikarinn eða einmenningskeppni innan I„ R. — Hefir Magnús unnið fjölda mörg önn- ur verðlaun og mun hann skeinuhættur keppi- nautur Friðriks að ári. — Frh.

x

Íþróttamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttamaðurinn
https://timarit.is/publication/1445

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.