Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Síða 10

Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Síða 10
ÍÞRÓTTAMAÐURINN ð IPRÓTTAMAÐURINN málgagn ípróttahreyfingarinnar á Islandi, kemur út einu sinni í mánudi. Útgef- endur: Nokkrir áhugasamir ípróttamenn í Reykjavík. — Utanáskrift bladsins er: Box 875, Rvík. InnJendar fréttir. Sunnudaginn 26. júní, hélt I. S. I. hinn ár- lega aðalfund sinn, og var hann sá fjölsóttasti fundur, sem I. S. I. nokkru sinni hefir haldið. Eyjólfur Jóhannsson, framkvæmdastj., stýrði fundinum, en Einar B. Guðmundsson, lögfr., var ritari. Mörg stórmál vo.ru tekin til meðferðar og afgreidd. Forseti I. S. I. lagði fram skýrslu yfir störf Sambandsins á liðnu ári, og sýndi hún ljóslega, hversu margþætt og mikið hlutverk Sambands- stjórnarinnar er í þágu íþróttanna, enda ætti öllum meðlimum Sambandsins að vera það ljóst og kunna að meta það að verðleikum. Ben G. Wáge var endurkosinn forseti, meö yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Einnig voru endurkosnir í stjórnina: Kjartan Þorvarðsson og Magnús Stefánsson, með miklum meiri hluta atkvæða. Sýnir það, að stjórnin nýtur■ almenns trausts meðal íþróttamanna. Hinn kunni íþróttamaður, Ingvar Ölafsson, er nú á förum til Danmerkur, þar sem hann ætlar að stunda íþróttanám í vetur, bæði fim- leika og frjálsar íþróttir. Mikið af erlendum og innlendum fréttum verður að bíða næsta blaðs, vegna plássleysis. Sú breyting hefir orðið á skipun íþróttaráðs Reykjavíkur, að J. Kaldal, ljósm., hefir geng- ið úr því, en í hans stað var skipaður Ölafur Sveinsson. Reidar Sörensen verður formaður ráðsins, Æfifélagi I. S. I. hefir gerst Guðm. Jónsson, skipstjöri, og eru æfiféíagar Sambandsins þá 99 að tölu. Hver verður næstur? Knattspyrnan í sumar. Knattspyrnulíf bæjarins hefur á þessu sumri verið næsta tilbreitingarríkt. Er það nýtt, sem sjaldan skeður, að öll félögin gangi með sigur af hólmi, í einhverjum aldursflokki, en svo hefur nú einmitt tekist til í sumar, og má kalla það gleðilegt, enda sýnir það, að öll félögin standa .nokkuð föstum fæti, svo ekki ætti að vera hætta á afturför í knattspyrnu vegna slæmrar samkepni. Hingað til bæjarins kom knattspyrnuflokkur frá Akureyri og tók þátt í fslandsmótinu, við góðan orðstír (nr. 3), og ennfremr kom hingað flokkur frá Vestmanna- eyjum (2. fl.) og þreytti knattspyrnu við öll félög bæjarins og ennfremur knattspyrnuflokk í Hafnarfirði, einnig við góðan orðstír, og ætti sá árangur, sem þessir tveir flokkar hafa náð að vera hvatnig til ýmsra félaga út um land, til að heimsækja höfuðstaðinn og sýna getu sína. Úrslit knattspyrnumótanna voru, sem hér segir: Vorinót 3. ílokks vann Víkingur. — 2. — — K. R. lslandsmótið — K. R. B-liðsmótið — Valur. Reykjavíkurkepnina — Valur. Haustmót 2. flokks — K. R. — 3. — — Fram. Ennfremur var. háð hraðkepni í knattspyrnu; verður nánar skýrt frá henni síðar. Aðalfundur f. R. var haldinn sunnudaginn 23. þ. m. f stjórn voru kosin: Sigurliði Kristjáns- son, form., Gunnar -Einarsson, frú Anna Guð- mundsdóttir, Reidar Sörensen og Helgi Jónas- son frá Brennu, en fyrir sátu í stjórn: Jón Kaldai og* Jón Jóhannesson. — Aðalfundur Glímufélagsins Ármann var haldinn sunnudaginn 23. þ. m. Var stjórninni þakkað fyrir mikið og gott starf í þágu félags- ins á s. 1. ári. í stjórnina: voru kosnir: Jens Guðbjörnsson, íorm., • en meðstjórnendur:' Öl. Þorsteinsson, Kristinn Ha-llgrímsson, Jóhann Jóhannesson, Þórarinn Magnússon, Jóu Guð- mann Jónsson og Björn Rögnvaldsson. PRENTSMIÐJA JÖNS HELGASONAR,

x

Íþróttamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttamaðurinn
https://timarit.is/publication/1445

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.