Kvistur - 01.11.1932, Blaðsíða 10

Kvistur - 01.11.1932, Blaðsíða 10
10 - —-í-4 K V I S T U R : aði af þeim. Hann gengur nú lengra og finnur ærnar í dal, telst honum nú, að þær séu allar. Hann heldur nú heim. En þegar hann er búinn að reka féþ inn í kvíar, eér hann að mjaltastúlkan kenur með föturnar. Hún spyr hann, hvort ærnar séu allar. "Það hugsa eg," segði hann. En þegar hún var búin aö telja, segir hún: "Það vantar þrjár, strákur. Þú verður að fara undirsins og gá að þeim. Leggur nú Helgi af stað að leita, hálfgrátanc’i. Þegar hann kemur skammt fram á fjallið, kemur svarta þoka. Hann geiigur nú lengra, en brátt hitti hann ungan mann. Drengurinn spyr um nafn hans. "Eg heiti Öl- afur. Hvað heitir þú?" - "Eg heiti Helgi og á heima á Brekku, en hvar átt þú heima?" - "Eg á heima í dalnum hérna fyrir neðan. A eg að sýna þér nokkuð?" spurði Ölafur. "Já," sagði Helgi.- "Sjáðu Kindurnar þarna." - "Þetta eru þó ekki kindurnar, sem eg átti að leita að?" - "Jú," sagði ölafur. Helgi varð kátur við, og sá strax, að þetta mundi vera huldumaður, sem kom út úr þokunni til að sýna honum ærnar. "Eg þarf nú að fara heim. Vertu sæll, Ölafur, og þakka þér fyrir." - "Vertu sæll, Helgi," sagði ölafur. Kristinn Indriðason (11 ára). D Ý H A S Á 1 A. Í! í'. h 8S í»« w r. t; ss v;n h « íí ■< ii Einu sinni átti mamma kött, sem mér þótti mjög vænt um. Einu sinni var eg að leika mér úti á túni. Þá datt eg og fór að gráta, og fór inn til mömmu og bað hana að gefa mér fingurtraf. Svo fór eg að leika mér að Kisu. Eg haföi bolta og lét hann skoppa eftir gólfinu o^ kisa elti hann. Svo þegar eg var háttuð urn kvöldið, kom kisa upp í rúm og svaf hjá mér um nóttina. Um morguninn vakti kisa mig og eg lék mér við hana, en verst þótti mér að skilja við hana, þvi að pabbi og mamma fóru að búa annarstaðar. Ásta Sigi nðardót fcir (10 ára), T R 0 L L I I, (»i» !i í; t? if sí i. ií i! r. i! í; íí- t Einu sinni voru tröll, sem áttu heim.a í helli einum, sem var uppi í fjöllum. Þau rændu fuglum og allskonar dýrum sér ti matar. Karltröllið var á veiðum á daginn. En kventröllið í hellinum á daginn, að gæta hellisins og elda matinn. ^Einu sinni kom tröllið ekki heim. Varð kventröllið þá hrætt og fór að^leita, þangað til hún fann það niðri í gjótu, steindautt. Brá því svo mikið, að það féll dautt nið-ur. Það voru tveir menn, sem voru að smala fé og sáu þeir þá tröllin. Vildu þeir reyna að finna helli þeirra og tókst þeim það. Fundu þeir þar margt fémætt. Guðrún Steindórsdóttir (12 ára). \ L I T L U LÖMBIN. sl»» ti (fS! U« Uíi íiu i» !J t! !i II « S» ti »» i', t! .! !i t! t» Hálægt miðjum maí fara ærnar að bera. Þá fæðast b.lessuð litlu lömbin. Plest eru hvít að lit, nokkur svört, mórauð eða flekkótt; einstaka er bíldótt, golsótt, eða með stærri og smærri dökkum blett- um á fóturn eða um^búkinn. Þau eru snögg og hrokkinhærð, þegar þau fæðast, og eru því kulvís, ef illa viðrar, sérstaklega ef miklar

x

Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvistur
https://timarit.is/publication/1452

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.