Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 24
EF HANN HELDUR ÁFRAM SÖMU BRÁÐNUN, VERÐUR EKKI MIKIÐ EFTIR NEMA RÉTT TOPPARNIR Á HONUM ÞEGAR KOMIÐ ER Á SÍÐARI HLUTA 22. ALD- AR, EF SPÁR GANGA EFTIR. Sumarið 2013 störfuðu þau Aron og Helen bæði sem leiðsögumenn í Öræfum, hvort fyrir sitt fyrirtækið. Aron keyrði ferðamenn á traktor út í Ingólfshöfða, á milli þess sem hann gekk með þá á jökul. Helen vann fyrir leiðsögu- fyrirtæki í Skaftafelli og keyrði ferðamenn þaðan um sveitina. „Það fór ekki á milli mála þegar Helen var á ferðinni, en hún keyrði um á 40 manna gulri, amerískri skólarútu og kom stundum með fólk til mín í Ingólfshöfðann,“ segir Aron, en ástarsaga þeirra hjóna hófst þetta sumar á Vatnajökli. „Við störfuðum bæði sem jökla- leiðsögumenn svo við hittumst reglulega á jöklinum hvort með sína hópana. Það var þá sem ástin kviknaði enda leist mér strax vel á þennan sveitastrák,“ segir Helen og hlær. Aron er alinn upp á Hofsnesi í Öræfum og Helen í Reykjavík, en saman hafa þau byggt sér einstakt heimili á landi föðurfjölskyldu Arons í Öræfum. „Húsið var f lutt í heilu lagi frá Stokkseyri þar sem það var byggt og það eina sem við þurftum að gera var að tengja vatn og rafmagn. Það er gaman að segja frá því að við höfum rekið augun í myndir af húsinu á Instagram og í tímaritum, vegna staðsetningar- innar sem við völdum fyrir það í f lötum móanum,“ segir Aron. Það var árið 2016 að þau hjón fluttu inn í húsið og stofnuðu á sama tíma sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki, Local Guide. Tveir í bekk í grunnskólanum Þau Aron og Helen eiga soninn Trausta Franklín sem er fimm ára og gengur í leikskóla í sveitinni. „Eins og er eru aðeins fimm börn í leik- skólanum og útlit er fyrir að tveir nemendur verði í grunnskólanum í haust, en hann er í sama húsnæði,“ útskýrir Helen. „Þetta er náinn og góður hópur og svo á ég bróður á sama reki í bænum, þangað sem ég sendi Trausta reglulega í félags- þjálfun,“ segir hún og hlær. Útivistaráhuginn hefur fylgt þeim hjónum lengi og segja má að hún sé Aroni í blóð borin, en langa- langafi hans, Páll Jónsson, var fyrst- ur manna til að toppa Hvannadals- hnúk árið 1891. „Við pabbi stundum í dag sömu iðju og hann, en fyrir utan okkur tvo þá hafa ekki margir aðrir í stórfjölskyldunni tekið upp á leiðsögn með fólk um jökla, þó að flestir séu fullfærir um að ferðast á fjöll og jökla.“ Helen segir útivistaráhugann hafa látið á sér kræla snemma, enda hafi fjölskyldan verið dugleg að ferðast um landið. „Svo byrjaði ég í björgunarsveit 18 ára gömul og þá var ekki aftur snúið og ég eyddi hverri helgi á fjöllum. Árið 2013 sótti ég svo um sumar- starf sem jöklaleiðsögumaður í Skaftafelli, fékk starfið og endaði á því að flytja í Öræfin þar sem ég hef búið síðan.“ Aron og Helen búa við jökulinn og þekkja hann vel, enda fer starf þeirra fram á honum hvern vinnu- dag. Þau ganga á skriðjökla og eru sérfræðingar í að finna íshella. Þau eru sammála um að með reynslunni sem þau hafa öðlast í gegnum árin hafi þau lært að forðast hætturnar, þó ævintýrin séu sjaldnast langt undan. „Þetta er nú oftast þannig að maður velur sér aðstæðurnar sem maður fer út í, en mikilvægt er að fylgjast vel með veðri og vindum, sérstaklega á veturna. Á sumrin er ísinn hvítur, hrjúfur og auðveldur yfirferðar, en á veturna er hann blár og sleipur. Ég er sjálfur reglulega á jökli, en eftir að sonur okkar fædd- ist þá hefur Helen minnkað jökla- göngur mikið og einbeitt sér frekar að rekstrinum,“ segir Aron. Skriðjöklarnir eiga stutt eftir Bráðnun jökulsins hefur eðli máls- ins samkvæmt ekki farið fram hjá þeim hjónum og er það eitt megin- markmið þeirra að opna augu fólks fyrir þróuninni. „Ætli það sé ekki hægt að segja að við höfum yfir meðallagi áhuga á jöklum. Við fylgjumst með hegðun þeirra í okkar daglega lífi með eigin augum, eða í gegnum samstarfs- fólk okkar, það er líka alltaf gaman að skoða rannsóknir og spár jarð- fræðinga. Sjálfur er ég félagsmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands, en í gegnum félagið getur maður fylgst með rannsóknum á þeim jöklum sem við ferðumst á,“ útskýrir Aron og bætir við: „Jökullinn hefur verið að hopa frá upphafi 20. aldar- innar. Ef hann heldur áfram sömu bráðnun verður ekki mikið eftir, nema rétt topparnir á honum þegar komið er á síðari hluta 22. aldar, ef Ástarsaga af jöklinum Þau Aron Franklín og Helen María kynnt- ust á Vatnajökli og búa nú við jökulinn auk þess að lóðsa ferðamenn um hann. Það er ekki að undra að þau vilji opna augu fólks fyrir hlýnun jarðar og bráðnun jöklanna. Segja má að starfið sé Aroni Franklín í blóð borið, en langa- langafi hans toppaði fyrstur manna Hvanna- dalshnúk. Helen María réði sig í sumarstarf sem jöklaleiðsögumaður í Skaftafelli árið 2013, hún kynntist svo Aroni Franklín sem var við sama starf, á jöklinum það sumarið, endaði á að flytja í Öræfin og sneri aldrei aftur. MYND/AÐSEND Heimili fjöl- skyldunnar í Öræfunum sem þau segjast oft hafa séð birtast á Instagram og í erlendum bókum. Hjónin hafa sérhæft sig í fundi íshella og eru skoðunarferðir í þá vinsælar. spár ganga eftir. En það eru senni- lega 60-100 ár eftir af þessum skrið- jöklum sem við erum að ganga á í dag.“ „Við höfum það sem eitt af okkar meginmarkmiðum að opna augu fólks fyrir bráðnun jökla vegna hnattrænnar hlýnunar,“ segir Helen. „Við kolefnisjöfnum akstur- inn í jöklaferðunum með því að planta trjám og heima fyrir f lokk- um við rusl og fjölskyldubíllinn er rafmagnsbíll.“ Tækifæri á mannlausum jökli Vinsælustu ferðir fyrirtækisins eru íshellaskoðanir, en þau hjón hafa sérhæft sig í að finna þá. „Þetta eru ferðir sem við förum í yfir vetrar- mánuðina en í gegnum árin höfum við lært af reynslunni að leita að íshellum.“ Undanfarnar vikur og mánuði hafa þau nýtt í vöruþróun, enda erlendir ferðamenn horfnir af landinu. „Meðal annars þýddum við heimasíðu Local Guide yfir á íslensku til að ná betur til Íslend- inga, sem hafa margir hverjir aldrei gengið á skriðjökli. Nú er akkúrat góður tími til að skoða jökulinn nánast mannlausan.“ Ferðir f y r ir t æk isins er u á nokkrum erfiðleikastigum, allt frá auðveldri jöklagöngu með fjöl- skyldunni, skemmtiferð með vina- hópnum eða sérhæfðari göngur og ísklifur. „Í sumar munum við einnig bjóða upp á klettaklifur og leikjanámskeið sem er ætlað fyrir fjölskyldur á ferðalagi um svæðið,“ segir Helen, en augljóst er að þau hafa lagt sig fram um að aðlagast breyttum aðstæðum. Þó svo að jökullinn hafi fært þau saman og sé þeirra sameiginlega áhugamál, eiga þau sér einnig bæði sín áhugamál. „Ég á mér áhugamál alveg fyrir sjálfan mig, sem er skot- veiðin og Helen er með kajakinn og ljósmyndunina,“ segir Aron. „Saman finnst okkur fjölskyldunni svo skemmtilegast að ferðast um landið og gista í tjaldi eða fara í skíðaferðir.“ Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.