Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 6
Í tillögunni virðist aftur á móti gengið út frá því að rannsókn á málsmeðferð allri, til þess að unnt sé að ljúka málunum, sé mikilvægt málefni sem almenning varðar. Úr umsögn forseta Alþingis til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Það er eðlilegt að greitt sé fyrir vinnu sem fylgir því að taka þátt í svona samkeppnum. Guðmundur Hrafn Pálsson formaður Sambands ís- lenskra auglýs- ingastofa AÐAL FUNDUR Félagið veitir ferða- styrk til þeirra félags- manna sem búa í meira en 40 km fjarlægð frá fundarstað. Félags iðn- og tæknigreina 2020 verður haldinn laugardaginn 20. júní kl. 11 að Stórhöfða 31, jarðhæð, (gengið inn Grafarvogsmegin) Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. 4. Kjöri stjórnar lýst. 5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga, og uppstillinganefndar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem FIT er aðili að. 8. Önnur mál. Hádegismatur í boði félagsins. Stjórnin GEIRFINNSMÁL Forseti Alþingis telur að rökstyðja þurfi betur þörf fyrir skipun rannsóknarnefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þetta kemur fram í umsögn forseta Alþingis við þingsálykt- unartillögu þingmanna Samfylk- ingarinnar sem er til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í tillögu Samfylkingarinnar er lagt til að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum lögregluvalds, ákæru- valds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Nefndin kanni hvort og þá hvaða meinbugir voru á starfsháttum ákæruvalds og lög- reglu við meðferð málanna sem og málsmeðferð fyrir dómi. Rann- sóknin taki einnig til aðkomu þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz. Í lögum um rannsóknarnefndir er kveðið á um að leita skuli umsagnar forseta Alþingis áður en rannsókn- arnefndir eru skipaðar og í umsögn sinni kemur forseti víða við. Steingrímur J. Sigfússon ritar undir umsögnina, en í henni er vísað til þess hve gömul málin eru og mikilla breytinga sem gerðar hafi verið á löggjöf og verklagi rann- sókna sakamála, beitingu ákæru- valds og málsmeðferð dómsmála. Einnig vísar hann til rannsókna sem gerðar hafa verið, þar á meðal tveggja rannsókna á harðræði á árunum 1976 og 1979, starfshóps innanríkisráðherra sem skilaði skýrslu 2013 og ítarlegra úrskurða endurupptökunefndar og í kjöl- far þeirra sýknudóms Hæstaréttar haustið 2018. Gerð er athugasemd við að í tillögunni komi ekki fram hvað sé enn órannsakað í mál- unum og hverju rannsóknarnefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eigi að leita svara við. Steingrímur telur einnig að rökstyðja þurfi betur hvernig tillagan uppfylli það skilyrði fyrir skipun rannsóknar- nefndar, að um sé að ræða mikil- vægt mál sem almenning varði. Ekki sé tekið fram í tillögunni að svo sé en „í tillögunni virðist aftur á móti gengið út frá því að rannsókn á málsmeðferð allri, til þess að unnt sé að ljúka málunum, sé mikilvægt málefni sem almenning varðar,“ segir í umsögn Steingríms. Þá hefur forseti efasemdir um heimild Alþingis til eftirlits með efnislegum niðurstöðum dómstóla með vísan til sjálfstæðis þeirra. Eftirlit Alþingis geti aðeins lotið að framkvæmdavaldinu, en til þess heyri aðgerðir og rannsókn lög- reglu, vistun í fangelsum og með- ferð ákæruvalds. Um meinta hátt- semi slíkra yfirvalda telur forseti ástæðu til að spyrja hvort þau „hafi ekki átt að koma til prófunar hjá dómstólum að því marki sem á þá reyndi við úrlausn um hvort sak- borningar væru sekir“. Ekki er ljóst hvað átt er við með þessari athugasemd enda hafa þessi atriði f lest ítrekað verið lögð í dóm dómstóla, án árangurs. Fyrst þegar málið var til meðferðar í Hæstarétti árin 1979 og 1980 þegar sakborning- ar fóru að draga játningar sínar til baka, með vísan til bæði harðræðis og vafasamra starfsaðferða rann- sakenda. Þá hefur áratuga barátta sakborninga fyrir endurupptöku málanna einnig lotið að því að fá endurskoðun dómstóla vegna þeirra þátta sem tillagan tekur til. Í umsögninni er einnig fundið að því að ekki séu færð rök fyrir því í tillögunni að grípa þurfi til þessa sérstaka úrræðis sem skipun rann- sóknarnefndar er. Af hverju önnur rannsóknarúrræði eigi ekki frekar við og hvort til greina komi að óska frekar eftir skýrslu ráðherra um málið. Það er mat forseta að þriggja manna rannsóknarnefnd um málið geti kostað á bilinu 170 til 220 millj- ónir. Um gróft mat sé þó að ræða sem miðist bæði við lengd starfs- tíma hennar og þarfar fyrir sérfræði- þjónustu. adalheidur@frettabladid.is Vill betri rökstuðning fyrir rannsóknarnefnd Forseti Alþingis telur ýmsa vankanta á tillögu Samfylkingarinnar um skipun rannsóknarnefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Skýra þurfi þörf fyrir frekari rannsóknir og kanna ætti hvort dugi að óska eftir skýrslu ráðherra. Leita ber umsagnar forseta Alþingis áður en Alþingi samþykkir að skipa rannsóknarnefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR STJÓRNSÝSLA Þátttakendur í útboði fyrir „Íslenskt – gjörið svo vel“, 90 milljóna króna kynningarherferð stjórnvalda og atvinnulífs um að auka verðmætasköpun, fá ekki greitt fyrir þátttökuna. Guðmund ur Hrafn Páls son, for- maður Sam bands ís lenskra aug lýs- inga stofa, segir þetta skrítið. „Það er eðlilegt að greitt sé fyrir vinnu sem fylgir því að taka þátt í svona samkeppnum, það hefur tíðk- ast. – Síðan hef ég heyrt í stofunum innan SÍA sem eru sammála um að þetta sé einkennilegt. Það er nýbúið að vera útboð á Destination Iceland þar sem greitt var fyrir fyrstu þrjú sætin,“ segir Guðmund ur. Kostnaður hverrar stofu fer eftir því hversu mikla vinnu stofan leggur í verkið. Segir Guðmundur að í þessu tiltekna útboði sé farið fram á mikla vinnu. „Það sem verið er að biðja um í þessu útboði er mjög umfangsmikið. Það er óskað eftir stefnumörkun, hugmynd, útfærslu, birtingastefnu, ásamt f leiru. Yfirleitt er ekki beðið um svona mikið. Þetta er vinna sem tekur mörg hundruð vinnustundir. Ég myndi giska að þetta gæti tekið á bilinu 300 til 600 vinnustundir fyrir teymi.“ Guðmundur segir að greiðslur fyrir þátttöku séu yfirleitt á bilinu 300 þúsund og upp í eina milljón króna. „Það er aldrei greitt fyrir alla þá tíma sem fara í þetta, þetta er alltaf ákveðin áhætta fyrir stofur en gaman að taka þátt.“ Aðaláhersla átaksins er að halda peningum inni í íslenska hagkerf- inu og verja störf. Guðmundur segir þetta skjóta skökku við. „Þetta er útboð sem snýst um herferð stjórn- valda og atvinnulífsins til að verja störf og auka verðmætasköpun, á sama tíma og ríkisstjórnin leitar til auglýsingastofu í Bretlandi til að sjá um herferð Íslands til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins.“ Sú herferð sem Guðmundur vísar til, Destination Iceland, fór í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, en ekki Íslenskt – gjörið svo vel. Sam- kvæmt skýringum frá Ríkiskaupum var ákveðið að nota svokallaða létta leið til að komast hjá útboði á EES- svæðinu. Ekki hafa fengist skýr- ingar frá atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu um hvers vegna ekki var notast við þá leið í tilfelli Destination Iceland, en í nýlegu svari ráðuneytisins til Viðskipta- blaðsins sagði að það væri afstaða ráðuneytisins að ekki sé um að ræða brot á EES-samningnum, þar sem kynningarherferðin sé hluti af almennum aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins og gangi það ekki gegn EES-samningnum. Þátttakendur í útboðinu hafa tíma til 26. júní næstkomandi að skila inn tilboðum. – ab Fá ekki greitt fyrir þátttökuna REYKJAVÍK Reykjavíkurborg þarf ekki að af henda Fréttablaðinu reikninga vegna framkvæmda við Klettaskóla, þar sem verkið yrði of tímafrekt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þess efnis í vikunni, en leitað var til nefndarinnar í desember í fyrra. Borgin fór fram á að fá að synja beiðninni þar sem meðferð hennar tæki of langan tíma. Framkvæmdir við Klettaskóla á árunum 2012 til 2019, fóru rúm- lega milljarð fram úr kostnaðar- áætlun að því er kemur fram í bréfi sem umhverfis- og skipulagssvið sendi borgarráði í vikunni. Fyrsta kostnaðaráætlun, sem samþykkt var í borgarráði árið 2012, gerði ráð fyrir 2,8 milljörðum króna í verkið. Heildarkostnaður verksins var svo á endanum tæplega f jórir milljarðar króna. Í athugasemdum borgarinnar til úrskurðarnefndar- innar segir að ekki sé hægt að birta einingaverð eða persónuupplýs- ingar á reikningum, því þurfi lög- fræðingur á umhverfis- og skipu- lagssviði að strika yfir það með tússpenna. Alls er um að ræða 6.000 blaðsíður. Í afg reiðslu á sambærileg ri beiðni vegna vita við Sæbraut, hafi tímamæling sýnt að það hafi tekið lögfræðinginn 1,3 mínútur að yfir- fara og strika yfir hverja blaðsíðu. Tæki verkefnið því minnst um 130 klukkustundir. Féllst úrskurðar- nefndin á þessi rök. – ab Borgin afhendir ekki Klettaskólareikninga Framkvæmdirnar stóðu yfir í nærri áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.