Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 13
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13L A U G A R D A G U R 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 LÝÐHEILSA Ánægjuvogin 2020  er skýrsla sem unnin var fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) af Rannsóknum og greiningu. Í skýrslunni má sjá ánægju nem- enda í 8. til 10. bekk með íþrótta- félagið sitt og áherslur þjálfara í starfi. Einnig má sjá þátttöku ungl- inga af erlendum uppruna í íþrótta- starfi, ástæður brottfalls úr íþrótt- um og vímuefnaneyslu unglinga. Rannsóknin byggir á spurninga- lista sem lagður var fyrir nemendur í 8. til 10. bekk á Íslandi í febrúar fyrr á þessu ári. Samtals fengust gild svör frá 3.712 nemendum í 8. bekk, 3.436 nemendum í 9. bekk og 3.368 í 10. bekk. Heildarsvarhlutfall á landsvísu var um 85 prósent. Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu kynnti niðurstöður skýrslunnar í gær. Dæmi um niðurstöður sem fram komu í máli Margrétar Lilju eru að 61 prósent nemenda í efstu bekkj- um grunnskóla æfa með íþrótta- félagi einu sinni í viku eða oftar. Af þeim sem æfa íþróttir reglulega finnst 88 prósentum þeirra gaman á æfingum og eru ánægð með þjálfar- ann. Hlutfall þeirra nemenda í 9. og 10. bekk sem segjast aldrei stunda íþróttir hækkaði hins vegar um tvö prósentustig frá 2016 og er nú 43 pró- sent. Þeir nemendur sem höfðu hætt íþróttaiðkun gáfu mismunandi ástæður fyrir þeirri ákvörðun sinni, en flestir, eða 75 prósent, sögðu að þeim hefði þótt leiðinlegt að æfa. Þá sögðust  70% hafa fengið áhuga á öðru, rúmur helmingur sagðist hafa verið lélegur og 46% sögðu kostnað hluta ástæðunnar. Of mikil sam- keppni og tímaleysi voru svör um helmings svarenda. Þá kváðust um 40 prósent hafa hætt, af því að vin- irnir gerðu það. Þá er neysla allra vímuefna mun ólíklegri á meðal unglinga sem æfa íþróttir með íþróttafélagi, en þeirra sem æfa ekki. Fram kemur í skýrsl- unni að 1,6% unglinga sem æfa ekki íþróttir með íþróttafélagi reykja dag- lega samanborið við 0,2% þeirra sem æfa. Sömuleiðis hafa 11% unglinga sem æfa ekki, orðið ölvaðir  einu sinni eða oftar um ævina, saman- borið við 4% þeirra sem æfa. – hó Rúmlega helmingur ungmenna æfir íþróttir reglulega  Niðurstöður skýrslunnar voru jákvæðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KÖRFUBOLTI Stjarnan mun tef la fram liði í meistaraf lokki kvenna í  körfubolta  á komandi keppnis- tímabili. Fram kemur í tilkynn- ingu frá Stjörnunni að fyrir tæpu ári síðan hafi meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá félaginu verið dreg- inn úr deildarkeppni. Ákveðið hafi verið að horfa inn á við, leggja áherslu á yngri f lokkana og koma með meistaraf lokkslið að nýju, helst á næsta ári, byggt á kjarna af heimastelpum. Árangur- inn var vonum framar, um 50 pró- senta fjölgun hefur verið í yngri f lokkum stúlkna og búið að skrá meistaraflokkslið til keppni aftur samkvæmt áætlun. Fimm leikmenn sömdu við Garðabæjarliðið í gær, en það eru þær  Alexandra Eva Sverrisdóttir sem kemur frá KR, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir sem söðlaði um frá Grindavík og Bergdís Lilja Þor- steinsdóttir, Bergdís Valdimars- dóttir og Kristína Katrín Þórsdóttir, sem allar eru uppaldir leikmenn Stjörnunnar. Margrét Sturlaugs- dóttir mun þjálfa Stjörnuliðið. – hó Stjarnan með kvennalið á nýjan leik  Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is ÞAÐ ERU SPENNANDI HLUTIR AÐ GERAST Hvernig verður orka framtíðarinnar leidd í þína heimabyggð? Komdu og kynntu þér hvað verið er að gera til að tryggja leiðina inn í framtíðina sem við vitum að verður rafmagnaðri en áður. Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun 2021- 2023 og umhverfisskýrslu Landsnets eru nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 31. júlí 2020. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins. Áætlunina ásamt fylgiskjölum má finna á landsnet.is. KERFISÁÆTLUN 2020-2029 ER KOMIN Í OPIÐ UMSAGNARFERLI Áhugasömum er boðið til opinna funda þar sem gerð verður grein fyrir helstu breytingum á áætluninni: Reykjavík Miðvikudaginn 24. júní kl. 14.00-16.00 Grand Hótel Akureyri Fimmtudaginn 25. júní kl. 16.00-18.00 KEA Hótel Ísafjörður Mánudaginn 29. júní kl. 15.00-17.00 Hótel Ísafjörður NFL Forráðamenn NFL tilkynntu í gær að deildin ætli að leggja tæpa 34 milljarða íslenskra króna á næstu tíu árum, í átak gegn kerfis- bundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum.   Fjármununum verður ráðstafað í verkefni sem hafa það að mark- miði að útrýma fordómum í garð þeldökkra leikmanna deildarinnar og annarra Bandaríkjamanna. Markmiðið er að fræða fólk um það óréttlæti sem viðgengst í Bandaríkj- unum og freista þess að færa málin til betri vegar. Deildin sjálf, sem og félögin í deildinni, munu vinna saman að því að búa til efni sem vekur athygli á því of beldi sem svartir verða fyrir af hendi lögregluyfirvalda og ann- arri mismunun byggðri á kynþátta- fordómum. Þá verður sjónvarpsstöð deildarinnar notuð til þess að birta efni af sama meiði. Viðbrögð forsvarsmanna NFL við mótmælum leikmanna deildar- innar við kynþáttafordómum, sem Colin Kaepernick átti frumkvæðið að, hafa fengið mikla gagnrýni. Nú eru forkólfar deildarinnar að freista þess að breyta rétt í þeim efnum og er þessi aðgerð liður í því. – hó  Leggja til 34 milljarða í átak gegn rasisma Margrét mun þjálfa Stjörnuliðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.