Fréttablaðið - 13.06.2020, Page 13

Fréttablaðið - 13.06.2020, Page 13
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13L A U G A R D A G U R 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 LÝÐHEILSA Ánægjuvogin 2020  er skýrsla sem unnin var fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) af Rannsóknum og greiningu. Í skýrslunni má sjá ánægju nem- enda í 8. til 10. bekk með íþrótta- félagið sitt og áherslur þjálfara í starfi. Einnig má sjá þátttöku ungl- inga af erlendum uppruna í íþrótta- starfi, ástæður brottfalls úr íþrótt- um og vímuefnaneyslu unglinga. Rannsóknin byggir á spurninga- lista sem lagður var fyrir nemendur í 8. til 10. bekk á Íslandi í febrúar fyrr á þessu ári. Samtals fengust gild svör frá 3.712 nemendum í 8. bekk, 3.436 nemendum í 9. bekk og 3.368 í 10. bekk. Heildarsvarhlutfall á landsvísu var um 85 prósent. Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu kynnti niðurstöður skýrslunnar í gær. Dæmi um niðurstöður sem fram komu í máli Margrétar Lilju eru að 61 prósent nemenda í efstu bekkj- um grunnskóla æfa með íþrótta- félagi einu sinni í viku eða oftar. Af þeim sem æfa íþróttir reglulega finnst 88 prósentum þeirra gaman á æfingum og eru ánægð með þjálfar- ann. Hlutfall þeirra nemenda í 9. og 10. bekk sem segjast aldrei stunda íþróttir hækkaði hins vegar um tvö prósentustig frá 2016 og er nú 43 pró- sent. Þeir nemendur sem höfðu hætt íþróttaiðkun gáfu mismunandi ástæður fyrir þeirri ákvörðun sinni, en flestir, eða 75 prósent, sögðu að þeim hefði þótt leiðinlegt að æfa. Þá sögðust  70% hafa fengið áhuga á öðru, rúmur helmingur sagðist hafa verið lélegur og 46% sögðu kostnað hluta ástæðunnar. Of mikil sam- keppni og tímaleysi voru svör um helmings svarenda. Þá kváðust um 40 prósent hafa hætt, af því að vin- irnir gerðu það. Þá er neysla allra vímuefna mun ólíklegri á meðal unglinga sem æfa íþróttir með íþróttafélagi, en þeirra sem æfa ekki. Fram kemur í skýrsl- unni að 1,6% unglinga sem æfa ekki íþróttir með íþróttafélagi reykja dag- lega samanborið við 0,2% þeirra sem æfa. Sömuleiðis hafa 11% unglinga sem æfa ekki, orðið ölvaðir  einu sinni eða oftar um ævina, saman- borið við 4% þeirra sem æfa. – hó Rúmlega helmingur ungmenna æfir íþróttir reglulega  Niðurstöður skýrslunnar voru jákvæðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KÖRFUBOLTI Stjarnan mun tef la fram liði í meistaraf lokki kvenna í  körfubolta  á komandi keppnis- tímabili. Fram kemur í tilkynn- ingu frá Stjörnunni að fyrir tæpu ári síðan hafi meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá félaginu verið dreg- inn úr deildarkeppni. Ákveðið hafi verið að horfa inn á við, leggja áherslu á yngri f lokkana og koma með meistaraf lokkslið að nýju, helst á næsta ári, byggt á kjarna af heimastelpum. Árangur- inn var vonum framar, um 50 pró- senta fjölgun hefur verið í yngri f lokkum stúlkna og búið að skrá meistaraflokkslið til keppni aftur samkvæmt áætlun. Fimm leikmenn sömdu við Garðabæjarliðið í gær, en það eru þær  Alexandra Eva Sverrisdóttir sem kemur frá KR, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir sem söðlaði um frá Grindavík og Bergdís Lilja Þor- steinsdóttir, Bergdís Valdimars- dóttir og Kristína Katrín Þórsdóttir, sem allar eru uppaldir leikmenn Stjörnunnar. Margrét Sturlaugs- dóttir mun þjálfa Stjörnuliðið. – hó Stjarnan með kvennalið á nýjan leik  Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is ÞAÐ ERU SPENNANDI HLUTIR AÐ GERAST Hvernig verður orka framtíðarinnar leidd í þína heimabyggð? Komdu og kynntu þér hvað verið er að gera til að tryggja leiðina inn í framtíðina sem við vitum að verður rafmagnaðri en áður. Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun 2021- 2023 og umhverfisskýrslu Landsnets eru nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 31. júlí 2020. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins. Áætlunina ásamt fylgiskjölum má finna á landsnet.is. KERFISÁÆTLUN 2020-2029 ER KOMIN Í OPIÐ UMSAGNARFERLI Áhugasömum er boðið til opinna funda þar sem gerð verður grein fyrir helstu breytingum á áætluninni: Reykjavík Miðvikudaginn 24. júní kl. 14.00-16.00 Grand Hótel Akureyri Fimmtudaginn 25. júní kl. 16.00-18.00 KEA Hótel Ísafjörður Mánudaginn 29. júní kl. 15.00-17.00 Hótel Ísafjörður NFL Forráðamenn NFL tilkynntu í gær að deildin ætli að leggja tæpa 34 milljarða íslenskra króna á næstu tíu árum, í átak gegn kerfis- bundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum.   Fjármununum verður ráðstafað í verkefni sem hafa það að mark- miði að útrýma fordómum í garð þeldökkra leikmanna deildarinnar og annarra Bandaríkjamanna. Markmiðið er að fræða fólk um það óréttlæti sem viðgengst í Bandaríkj- unum og freista þess að færa málin til betri vegar. Deildin sjálf, sem og félögin í deildinni, munu vinna saman að því að búa til efni sem vekur athygli á því of beldi sem svartir verða fyrir af hendi lögregluyfirvalda og ann- arri mismunun byggðri á kynþátta- fordómum. Þá verður sjónvarpsstöð deildarinnar notuð til þess að birta efni af sama meiði. Viðbrögð forsvarsmanna NFL við mótmælum leikmanna deildar- innar við kynþáttafordómum, sem Colin Kaepernick átti frumkvæðið að, hafa fengið mikla gagnrýni. Nú eru forkólfar deildarinnar að freista þess að breyta rétt í þeim efnum og er þessi aðgerð liður í því. – hó  Leggja til 34 milljarða í átak gegn rasisma Margrét mun þjálfa Stjörnuliðið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.