Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 82
Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636benni.is B irt m eð fyrirvara um verð- og m yndabrengl. Verð: 7.990.000 kr. Fimm ára ábyrgð + 181 hestöfl, 420 Nm + 3ja tonna dráttargeta + Hátt og lágt drif + Byggður á grind + 7 manna + Sjálfstæð öðrun + Sjálfvirk öryggiskerfi + Fimm ára ábyrgð Aukabúnaður á mynd: 33” hækkun - 30 cm. veghæð Jeppi ársins 2020 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 My n d l i s t a r -konan og ilm-hön nuðu r i n n Andrea Maack hefur í nógu að snú a st þe s sa dagana. Hún er ekki einungis nýbökuð móðir, heldur stendur hún nú í byggingu draumahússins á Reykjanesinu, þar sem hún segist finna einstaka orku. Hún leggur nú aukna áherslu á netsölu í kjölfar heimsfaraldursins og hefur loksins opnað síðu fyrir íslenskan markað. „Þessa dagana snýst lífið mikið um frumburðinn, Húgó Maack, sem er að verða átta mánaða. Það var ágætis tímasetning fyrir mig að vera í samkomubanni í fæð- ingarorlofi. Ég nýtti tímann líka til að vinna í ýmsum verkefnum sem snerta fyrirtækið. Bæði nýjar hug- myndir og síðan eldri, sem ég hafði aldrei haft tíma til að framkvæma almennilega. Annars er búið að vera yndislegt að kynnast Húgó og vera mamma“ segir Andrea. Hvaða áhrif hafði heimsfarald- urinn á merkið þitt og kannski líka almennt þitt líf? „Eins og ég nefndi var ég nýbökuð móðir, þannig ég var hvort eð er mikið heima og hef alla tíð unnið mikið heima. Þess vegna var ekki mikil breyting þar á fyrir mig. Varðandi merkið þá lokuðu 90 pró- sent af verslununum okkar erlendis, sumar tímabundið og aðrar varan- lega. Þannig að ég fór að horfa meira til netsölu, sem er búin að vera á döfinni hjá mér í langan tíma,“ segir hún. Ný síða, andreamaack.is, var því að fara í loftið. „Mig langaði að þakka þeim frá- bæru viðskiptavinum sem hafa staðið við bakið á mér í gegnum tíðina, sumir alveg frá fyrstu mynd- listarsýningunum fyrir rúmum áratug. Mér finnst frábært að heyra sögurnar um hvaða ilmi fólk laðast að og hvernig það hefur kynnst merkinu í gegnum tíðina. Við erum með glæsilegan sölustað hér heima í Madison ilmhús, sem hefur líka alltaf verið með okkur í liði en ég vildi bjóða viðskiptavinunum upp á okkar eigin netverslun eins og okkar systramerki gera. Planið er að þróa hana áfram, með ýmsum sérvörum fyrir okkar markað,“ segir Andrea. Andrea byggir draumahús á Reykjanesinu Ilmhönnuðurinn Andrea Maack nýtur ein- stakrar velgengni á erlendri grundu. Hún eignaðist fyrir stuttu sitt fyrsta barn og stendur í framkvæmdum á Reykjanesinu þar sem hún er að byggja draumahúsið. Andrea með syni sínum Húgó á Reykjanesinu. MYND/BEN HARDMAN Svona mun Geopark Villa líta út þegar byggingu hennar lýkur. Svo eru nokkur stór samstarfs- verkefni á döfinni sem Andrea getur ekki rætt opinberlega að svo stöddu. „Það kemur bara í ljós í lok árs. En síðan er það stóra verkefnið, bygg- ingin sem verður heimili, vinnu- stofa og sýningarrými fyrir merkið,“ segir hún. Húsið hefur hlotið heitið Geopark Villa og kviknaði hugmynd að því þegar Andrea flutti heim til Íslands frá Ítalíu fyrir nokkrum árum. „Eftir að við f luttum heim og fórum að ferðast meira um landið. Ég fann að mig langaði í stórt rými fyrir fjölskylduna til að búa í, en líka rými þar sem ég get unnið og sýnt vöruna, fengið blaðamenn og vini að utan í heimsókn. Þannig þróað- ist hugmyndin og þegar við sáum þessa flottu sjávarlóð á Reykjanes- skaganum þá steinlá þetta.“ Hún segir bygginguna sjálfa inn- blásna af ýmsum sögulegum til- vísunum, á borð við brútalist arki- tektúr í bland við hennar eigin verk og vinnu síðustu fimmtán árin. „Verkefnið hefur undið hratt upp á sig og við erum nú að fara í sam- starf við framleiðendur og merki úr hönnunargeiranum. Við ætlum að þróa sérhönnuð húsgögn eingöngu fyrir bygginguna, innblásin af vöru- merkinu. Eins munum við til dæmis vinna með matargerð fyrir eldhús- ið, en ilmur er svo tengdur hráefni bæði í mat og víni. Þar getum við haldið viðburði fyrir fjölmiðla og bloggara, unnið með íslenskt hrá- efni, horft fram af stapanum og á það magnaða útsýni sem ekkert listaverk getur toppað.“ Velgengni Andreu sem ilmhönn- uðar er einstök og eru ilmirnir hennar nú seldir í 22 löndum. „Við vorum að þróa nýjar pakkn- ingar sem eru umhverfisvænni, en við höfum ekki getað framleitt þær vegna COVID-19. Þannig að nýjasti ilmurinn, Entrance, er meira eða minna uppseldur. Það er hægt að versla hann án umbúða, sem er enn þá umhverfisvænna. Bæði í Madis- on og á andreamaack. is á meðan birgðir endast. Svo er samstarf með ilmi á döfinni og við munum þróa vörur sérstaklega fyrir vefinn, það er víst nóg að gera,” segir hún. steingerdur@frettabladid.is 1 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.