Íþróttablaðið - 01.02.1943, Page 5
VII. árgangur Reykjavík, febr. 1943. 2. tölublað.
Guðmundur EinarssDn írá Miðdal:
ÍÞRÓTTIR FJALLANNA
í>að er tiltölulega stutt síðan
að íþróttafólk fór að lilakka til
vetrarins. Þótt ýmsar inniíþróttir
liafi verið iðkaðar meir að vetr-
inum, þá var það sökum þess, að
flestir höfðu þá hetra tóm til að
stunda íþróttir en á sumrin, en
heilsumáttur og töfrar vetrarins
náðu fyrst til fólksins er skíða-
tæknin varð almenn.
Skíðatækni og nýjar aðferðir í
vætrarferðalögum liafa nú skap-
að nýja íþrótt á íslandi jökul-
göngur. Ýmsir íslendingar hafa á
síðasta aldarfjórðungi öðlazt
reynslu og kunnáttu í að ferðast
um hrattlendi, ís og klungur, með
sleða, tjöld, byggja snjóhorgir
(iglo) og jafnframt lært meðferð
heztu tækja sem þekkt eru fyrir
slíkar ferðir.
Þessi dýrmæta reynsla er aðal-
lega fengin frá Alpafjöllum og
Skandinavíu. Á þennan hátt hef-
ur íslenzk æska komizt í nánara
samband við fegurð pólarvetrar-
ins og tekið að nýju upp röskleg
vetrarferðalög eins og áður tíðk-
aðist, meðan ferðamenning var
mest á söguöldinni.
Frá landnámstíð hafa lands-
menn stundað hjargsig og að
ldifa hjörg við bjargfuglatekju,
þessi íþrótt er nú minna iðkuð
en áður og myndi ef svo stefn-
ir, falla í gleymsku, eins og glím-
an var fyrir 30 árum.
Fyrir hina nýju íþrótt jöklanna
er klifuríþróttin jafngild skíða-
íþróttinni og með nútíma útbún-
aði eru þessar tvær aðalíþróttir
fjallanna þroskandi fyrir iðk-
endur á horð við sund.
Iðkendur fjallaíþróttanna voru
fáir og dreifðir lengi, smáhópar,
sem „lögðu í púkk“ og keyptu
sér ýinsan nauðsynlegan útbún-
að til útilegu á jöklum og fjöll-
um, misjafnlega góðan eftir því