Íþróttablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 6
2
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
sem efni stóðu til. Starfsemi
Ferðafélagsins gaf þessum
dreifðn hópum byr undir vængi,
því skálar félagsins sköpuðu áð-
ur óþekkta möguleika, en þó
urðu brautryðjendur fjallaíþrótta
að treysta mikið á ferðaliæfileik-
ana þegar um jöklaferðir var að
ræða, þar sem þeir höfðu mis-
jöfn tjöld, lítilfjörlega sleða og
takmai’kaða þekkingu á jöklun-
um, flestir hverjir.
Það var því eðlilegt, að fólk
það sem þráði fjöllin og hjarn-
breiður jöklanna, tæki liöndum
saman um að skapa sér öryggi
og hetri aðstæður til fjallaferða
með því að byggja skála uppi á
jöklum og efna til námskeiða í
skíðatækni og klifuríþróttum.
1939 var fju'sta námskeiðið í
háfjallaíþróttum lialdið í Kerl-
ingarfjöllum og nágrenni þeirra.
1940 var fyrsti háfjallaskálinn
byggður á Fimmvörðuhálsi milli
Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls í um
1100 metra hæð. Eins og í'áðgert
var í upphafi stendur að þess-
um framkvæmdum íþióttafólk
úr flestum íþróttafélögum Reykja-
víkur, skátar og einstaklingar
víðsvegar frá.
Félagið var stofnað sem deild
í Ferðafélaginu, eins og eðlilegt
var, því þar með var eitt brenn-
andi álmgamál „Félags allra
landsmanna“, orðið að vei'uleika.
Fjallafélag.
Með línum þessum ætlaði ég
ekki að hefja áróður fyrir þess-
ari starfsemi meðal lesenda
blaðsins, ég veit að íþróttafólki
er nú yfirleitt ljóst, að þjálfun að
vetrarlagi er skilyrði fyrir góð-
um árangri á mótum sumarsins.
En ég vildi benda á, að með
því að tileinka okkur þessar
fögru, íþróttir, höfum við auðgað
íþróttalíf vort og þjóðlíf — úti-
íþi'óttir eru líf boi'gai'búans, og
fjallaferðalög treysta þau bönd
milli sveita og sjávar, sem eigi
mega slitna. — Hér er um þjóð-
arvakningu að ræða — líkt og
þegar ungmennafélögin endur-
vöktu glímuna. —
Við beitum íþróttum í þágu
landkynningar. Straumur sá, sem
áður leitaði afþreyingar í fei'ða-
rölti um stórborgir álfunnar leit-
ar nú til fjallanna, þetta er sig-
ursöngur lífsins, en ekki flótti
frá lífinu eins og sumir stór-
borgaheimalningar álíta.
Félag „Fjallamanna“ á eftir að