Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1943, Side 15

Íþróttablaðið - 01.02.1943, Side 15
IÞRÓTTABLAÐIÐ 11 Nýtt heimsmet í spjótkasti 80,61 m.. Kaststíll McKenzie. Á síðastliðnu sumri kom fram í Banclaríkjunum nýr afburða- maður í spjótkasti. Maður. þessi víkur og Knattspyrnudómarafé- laginu lét hann mjög til sín taka, svo og í ýmsum nefndum, er hann átti sæti i, viðvíkjandi knattspyrnu eða öðrum íþrótta- málum. Dugnaði hans, ósér- plægni, samviskusemi og dreng- lyndi var viðbrugðið í hverjum leik og hverju máli, sem liann var viðriðinn. Hann var kvæntur Sigríði Klemensdóttur frá Húsavík. Hér er ekki vettvangur til að minnast Ólafs að öðru leyti en þvi, er viðkom starfsferli hans á sviði íþrótta, en ég vil aðeins taka það fram, að ég á enga ósk betri íþróttamönnum til handa en þá, að þeir taki sér hann til fyrirmyndar í prúðmensku hans, drenglund og festu í hverju máli og hverjum leik. Þá verður lieiðri íslenskra íþrótta og íþróttamanna vel borgið. Þ. J. er litt kunnur og heitir Imarson L. McKenzie, en hefur þó eftir blaðafregnum að dæma, í sumar sem leið, farið hvorki meira né minna en 7 sinnum fram úr hinu staðfesta heimsmeti Matti Jár- vinens, sem er 77.23 m. (253 fet, 4y% þml.). Þann 12. júlí fór hann fyrst fram úr þvi, og kastaði þá vfir 80 metra, eða 80,22 m. (263 fet, 2V2 þml.), en lengst hefur liann komið spjótinu 80,61 m. (264 fet, 6 þml.). Þótt merkilegt megi virðast, hefur McKenzie ekki unnið af- rek sin ó stórum mótum, þ. e. mótum, þar sem „stjörnurnar“ keppa, lieldur á smámótum. Hann vinnur í flugvélaverksmiðju i Kaliforníu, North American Avia- tion Co., og liefur keppt fyrir fé- lag starfsmanna i verksmiðjunni við starfsmenn ýmsra annara fyr- irtækja, en slíkra móta er lítt getið í blöðum. McKenzie stundaði einu sinni nám í Suður-Kaliforniu-háskól- anum, og var þá nokluið góður í spjótkasti, en ekkert ofurmenni. Ilann hefur nú stundað þessa íþrótt i 15 ár, og allt i einu í sumar tók hann þessum geysi- framförum. Þakkar liann það því, að hann hefur lengt tilhlaup- ið um 6 metra, úr 26 m. í 32. Hafði hann þetta eftir hinum fræga stangarstökkvara, Cornel- íusi Warmerdam, sem sagðist hafa tekið mikliun framförum við að lengja atrennuna. En auk þess segist McKenzie hafa mjög sterkan framhandlegg', og sé ])etta i sameiningu það, sem hafi gert sig að heimsmetshafa. McKenzie er hæði hár (1.88 m.) og þrekinn (195 ensk pund að þyngd, en ekki þyngir hann þó liárið, því liann er sköllóttur). Hann er 25 ára gamall, og ekki ósvipaður Mussolini að sjá, nema hvað hann er unglegri. Verður gaman að sjá, hvað þessi upprennandi „stjarna“ á eftir að afreka, því ekki er ólik- legt, að liann eigi eftir að bæta sig, ef hann heldur áfram að æfa. En liann hefur hug á að komast í flotann, livað líður, og þá verð- ur hann víst að leggja spjótkastið á hilluna. Loks skal þess getið, að Finn- inn Urjö Nikkanen hefur kastað lengra en Járvinen, þó hann hafi ekki fengið afrek sitt staðfest sem met, eða 78.70 m., og var það gert 1938 eða 1939. Milliríkjakeppni í hnefaleikum. í jan. s.l. fór fram milliríkja- keppni í hnefaleikum milli Svía og Þjóðverja. Þjóðverjar unnu með 12 stigum( sex sigrum) gegn 4 (2 sigrum). Þetta cr í 7. sinn, sem Sviar og Þjóðverjar keppa sín á milli í hnefaleik. Hafa Þjóðverjar unnið 4 sinnum, Svíar tvisvar, en einu sinni orðið jafntefli.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.