Íþróttablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 6
2
IÞRÓTTABLAÐIÐ
vegar. Þá er og nauðsynlegt að hlífa augunum með
því að nota sólgleraugu, þegar snjóbirta er mikil
cg sólskin, því hin sterka birta getur haft skaðleg
áhrif á augun.
Ef allir vildu taka þau atriði til greina, sem hér
hefir verið minnst á, nefnilega að vera ávallt vel
buinn, taka með sér nauðsynlegan ferðaútbúnað og
ennfremur að beita varkárni þegar farið er yfir
landssvæði, sem menn eru ekki kunnugir, einkum
hvað snertir brattar hlíðar, hamra og gjár, þá
mundi það mjög draga úr allri hættu.
Eitt er það enn, sem ekki verður komist hjá að
minnast á, þegar talað er um slysahættu í sambandi
við skíðaferðir. En það er hve lítið skipulag er haft
um það, þegar fjöldi fólks notar sömu skíðabrekk-
una, t. d. nálægt skálunum, að setja vissar reglur
og afmarka sérstaka braut, sem þeir nota er bruna
niður hrekkurnar og ákveða síðan aðra leið, fyrir
þá, sem þurfa að ganga upp brekkuna. Veit ég til
þess að oft hefir legið við stórslysum af þessu skipu-
lagsleysi. Ef stjórnir skiða- og íþróttafélaganna
vildu láta þetta til sin taka, mundi fljótt breytast
til hins betra.
Þá er að minnast á hvað gera skal ef eitthvað
óvenjulegt kemur fyrir, t. d. liðtognun, beinbrot,
sár, kal, lost eða snjóblinda.
Það fyrsta, sem haft skal í huga, er maður meið-
ist alvarlega úti á víðavangi, er það að láta hann
liggja kyrran þar til náð hefir verið í sleða eða
hörur til þess að flytja liann á eða búnar til bráða-
birgðabörur. Ekki má þó láta hann liggja á berum
snjónum, heldur koma undir hann klæðnaði og
breiða yfir hann eftir því, sem til er, því aðalatriðið
er að lialda hlýju á sjúklingnum.
Liðtognun um ökla (misstig) og jafnvel á hné kem-
ur alloft fyrir, einkum lijá byrjendum, svo og í
samkeppni á mótiun. Til þess að fyrirbyggja togn-
un er ágætt að nota ölda- og hnjáhlífar úr teygju-
efni, og þekkja flestir íþróttamenn það ráð, t. d.
knattspyrnumenn. Ekki er þó þar með sagt, að
hlífar þessar útiloki tognun við mjög slæma byltu,
en munu þó geta dregið mikið úr hættunnf.
Bundið um misstig.
Sá er fyrir liðtognun verður, ætti samstundis að
vefja þéttingsfast um liðamótin með teygjubindi,
samanh. myndina. Ef teygjubindi er ekki við hend-
ina, má notast við léreftsræmur (úr klút eða flík)
og jafnvel þunnan trefil. Reyna skal sem minnst
á fótinn og maðurinn helzt fluttur á sleða til næsta
bæjar eða skála og þar lagðir við hann kaldir
bakstrar, en síðan ráðgast sem fyrst við lækni um
nánari meðferð.
Þegar Igfta þarf slösuðum manni er bezt að þrír menn
teggist allir á hné sömu megin við sjúklinginn, fikri hönd-
untim nndir hann og rísi siðan varlega upp. Menn gæti
þess að vera samtaka. Takið eftir hvernig höfað sjúklings-
ins á að hvita á framhandlegg fremsta burðarmannsins.