Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 Beinbrot. Hljóti maður lærbrot eða fótbrot, skal þess sérstalclega gætt,að lyfta honum ekki upp eða flytja til, nema á sleða eða börum. Áður skulu þó spelkur settar við hinn brotna lim, eins og sýnt er á mvndinni eða láta nægja að binda heilbrigða fótinn við hinn brotna, með hinni mestu gætni. Hið síðara ráð er einkum tekið ef um góðan flutning getnr orðið að ræða á sjúklingnum. Til þess að binda um brotinn fót til bráðabirgða, má nota skiðastaf og nokkra ktúta eða trefla. Liðhlaup á axlarlið getur einkum átt sér stað ef um slæma byltu er að ræða. Má þá reyna að kippa í liðinn, svo framarlega, sem ekki næst í lækni fyrst um sinn. Skal þá farið að eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Kippt í axlartiðiiui með því að spyrna í handholið og toga jafnframt í handlegginn. Kal. Verði skíðafólk vart við bvíta bletti í andliti á sjálfum sér eða náunganum, þá skal væta klút í lcöldu vatni, eða taka snjó í höndina og leggja við blettinn, því að þetta er kal á fyrsta stigi, sem þýða þarf með vægnm kulda. Núið ekki blettina með klakamola, eins og sumir gera, það getur skemmt liúðina. Sé það vanrækt, að þýða þetta væga kal, getur það komizt á annað stig', þ. e. blöðrur blaupið upp, bólga og jafnvel kalsár. Þegar svo illa er komið, skulu notaðir kaldir bakstrar við kalið, en síðan bundið um það með hreinum rýjum, smurðum vase- líni eða annari hreinni feiti. Ef einhver likamshluti lielkelur (S.stig) verður hann tilfinningarlaus, stífur og stökkur og litbrigði og bólga kemur frani í holdinu. Maður, sem hlot- hefir slíkt kal t. d. á fótum, skal fluttur varlega til (limirnir stöklcir) og alls ekki farið með hann inn í lieitt herbergi og því síður lagðir á hann lieitir bakstrar, eins og komið liefir fyrir. Heldur skal farið með hann í lítt upphitað herbergi og sjúk- lingurinn látinn bafa fæturna í bala eða fötu. sem fyllt er köldu vatni. Þegar kalið er farið að þiðna, hold- ið að mýkjast og roðna, má hátta manninn ofan í blýtt rúm eða leg'gja við hann volga bakstra. A meðan að sjúklingurinn stendur með fæturna í kalda vatninu, er sjálfsagt að dúða hann fötum að gefa lionum inn kamfórudropa eða sterkt kaffi Ekki er ráðlegt að gefa honum vín, þótt það kynni að vera til, því það lækkar líkamshitann eftir stutta stund, þótt það örvi í svip. Sár. Ráðlegast er að eiga sem minnst við það að hreinsa sár úti á víðavangi, heldur sveipa um það sótthreinsuðum sárabindum og koma sjúklingnum sem fyrst til byggða og' ná í samband við lækni. Myndin sýnir nýja gerð af sárabindum, sein fara vel í vasa og' eru sérstaklega hentug til notk- unar iun stór sár. lnnihald sárabögguls: Sáragrisjan (gul að lit) er saumuð föst í bindið og því mjög auðvellt að bregða henni á sárið eins og mgndirnar sýna. Forðist að snerta sáragrisjuna sjálfa. Lost. Lost (shock) fá menn þráfaldleg'a ef þeir meiðast mikið. Lýsir það sér með kuldaskjálfta, fölva í andliti og' liröðum, en þó veikum, púlsslætti. Bezta ráðið til þess að hindra lost, eða draga úr á- hrifum þess, er að dúða sjúldinginn í teppum og klæðnaði, gefa honum örfandi lyf t. d. kamfóru- dropa og reyna að hafa róandi álirif á liann. Köldu geta menn fengið, ef þeir hitna mjög á göngu, en setjast svo fyrir úti, eða inni í köldum skála. Bezt er þá að sjúklingurinn hátti, leggist í

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.