Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 8
4 IÞRÓTTABLAÐIÐ góðan svefnpoka, en einnig skulu höfð teppi ofan á honum. Auk þess skal hann látinn drekka eitt- hvað heitt, eða gefnir 20—30 kamfórudropar í ögn af vatni. Snjóblinda. Vanræki menn að nota sólgleraugu, þegar mikil birta er, getur svo farið, að slímhúð augnanna bólgni og veldur það verkjum í augun- um og' truflun á sjóninni. Menn, sem fá snjóblindu, verða að halda sig í dimmu herbergi eða nota mjög dökk gleraugu og halda köldum bökstrum við aug- un á meðan þeir eru að jafna sig. En síðan skal læknir fenginn til þess að skoða augun þegar heim kemur. Á fleira verður ekki minnst að sinni, en sjálf- sagt er að hafa ávallt með sér, í slík ferðalög, einn eða tvo sáraböggla, nokkur grisjubindi, eitt teygju- hindi, kamfórudropa og eina túpu af gulu vase- líni. Þannig má búa til sjúkrasleða úr tvennum skíðnm. Fyi'sta hjálp, sem veitt skal þegar slys ber að höndum, vex'ður ekki læx’ð af blaðagreinum eða bókum eingöngu, heldur með því að sækja nám- skeið um þessi efni. Námskeið í lxjálp í viðlöguni eru ávallt haldin við og við af Rauða krossi Islands, Slysavarnafé- lagi íslands og innan skátafélaganna. ÍÞRÓTTIR OG FRÆÐSIA Svör við spurninííum í síðasta tbl. 1. Leiftur (sambr. íþróttir fornmanna: dr. Bj. Bjarnason). 2. Met Gunnars Huseby (K.R.) i kúluvarpi 14.79 m. 3. B-sveit vinnur (sbr. Leikreglur Í.S.Í. bls. 17). 4. Björn Jakobsson (Erlingur Pálsson keppti fyrstur manná á skriðsundi). 5. 11. júni 1911. (i. Jónas Hallgrímsson. Sundreglur prófessors Nachte- galls auknar og lagfærðar eftir íslands þörfum, kom út 1836 í Kaupmannahöfn. 7. Danskur kapteinn Stenstrup að nafni. Starfaði við Lærðaskólann i R.vík. 8. Á fjórum leikjum. 9. íþróttafélagið Völsungar, Húsavík, S.-Þingeyjarsýslu. 10. Axel Andrésson, Kjartan B. Guðjónsson og Óskar Ágústsson. Gísli Kristjánsson var aðeins i Bölungarvík. Veistu? 1. Hve mikill má hallinn vera á löggiltri 100 metra hlaupa- braut? 2. Á hvaða hlaupavegalengdum skal tekinn ^lo og á hvaða vegalengdum Vs úr sekúndu? 3. Hvaða stærðir eru heppilegastar á stökkgryfjum? 4. Hvað liegning er við því að „stela“ tvisvar i viðbragði í spretthlaupum? 10 skíðaboðorð. L Vertu viss um að taka þín eigin skíði, skiðastafi og annan farangur, er þú yfirgefur skíðaskála eða farartæki 2. Gættu kurteisi og nærgætni i viðmóti við skíðafélaga þína og sérstaklega, ef þeir enx byrjendur. 3. Ryddu þér ekki leið fram úr félögum þínum æpandi. Ilægfara skíðamaður hefur rétt á brautinni, þar eð hann sér ekki hver er fyrir aftan. 4. Byrjandi ætti að hafa í huga, að það getur alltaf verið einhver, sem.vill fram úr og vera þvi viðbúinn að víkja til hliðar, hægja á sér eða nema staðar. 5. Varastu að hrella félaga þinn, sem á undan er, með því að ganga á skíði hans. 6. Farðu aldrei einn á skíðum eftir afskekktum brautum. Smávægileg meiðsli geta valdið þér hjálparvana mikl- um vandræðum. 7. Réttu ávallt hjálpandi hönd ef einhver er í vandræð- um og hafðu nánar gætur á þreyttum skíðamanni. 8. Hafðu vel í huga, er þú ferð nýjar leiðir í fjöllum, kunna aðrir að fylgja á eftir þér. Brjóttu því öruggar leiðir gegnum nýfallinn snjó. 9. Ef þú dettur eða þér gengur illa, láttu ekki blótsyrði hrjóta af vörum þér, heldur bros leika um þær. Lag- aðu það, sein aflaga hefur farið með rólegum huga. 10. Á fjöllum býr tign og ró. Láttu svip þeirra móta liug- arfar þitt og færðu það með þér inn í daglegt líf þitt.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.