Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 14
10 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Björn fílöndal Reykjavíkurmeistari i svigi 19^3. sem i'ötuðu, fyrir liina tók það 2 Idukkustundir, þeir brunuðu fram lijá skálanum, sáu hann ekki í hríðinni, hringsóluðu þarna um umhverfið, tindust þó smátt og smátt heim í skála, þeir síðustu eftir nærri tvo klukkutíma. — Mótinu var frestað þar til um r.æstu helgi. Ef satt skal segja, þá leist mér ckkert á veðrið laugardaginn 27. febr., þó fór fram keppni í skiða- göngu. Það var mesta slap-veður, rigning og éljagangur og oftast all hvasst, enda fannst sumum keppendunum þeir alltaf vera að ganga upp í móti, en það aftur á möti gefur nú kannske til kynna í hvernig þjálfun þeir hafa verið. Sunnlendingar liafa sér- lega lítinn áhuga fyrir skíðakapp- göngu, veldur þar miklu um snjó- leysið undanfarin ár, nú og svo er skemmfilegra að æfa bfun og svig. Fyrir liádegi á sunnudag, 28. febr., voru alMr keppendur mætt- ir uppi á Skáiafelli. Hin lang'- þráða brunkeppni var nú að hefjast. Hvað er skemmtilegra en að bruna niður fjallshlíðar með ofsahraða, 60—70—80—90 km. á klukkustund, kannske með rúml. 100 kin. liraða, — þjóta yfir klakabungur og smá ójöfnur svo maður svifur langar leiðir í lausu lofti? Skiljanlega er ekki eins gaman að endasendast þeg- ar hraðinn er orðinn þetta mik- ill, en vanir sldðamenn, sem hafa æft hrun, taka ekki nærri sér byltur þó hraðinn sé mikill, nema ef steinar eða eitthvað slíkt verð- ur á vegi þeirra. Meðalhraði á fyrsta manni í þessari brun- keppni var um 70 km., en hrað- inn komst upp i 90 km. — Þetta gerist i benzínleysinu! Keppend- ur voru ekki allir eins heppnir í bruninu. Mug'ga tók fyrir útsýnið öðru hvoru svo þeir töpuðu braut- inni og' komu seint og síðár meir að marki, ef þeir liættu þá ekki þegar þeir sáu að í óefni var komið. Sagt var, að einn kepp- andi hafi villzt niður i Kjós og fengið fylgdarmann heim í K. R.- skála aftur. Annar átti að hafa lent í Flekkudal, en komist af eigin rammleik til baka aftur. Þrír fyrstu menn í C-fl. í bruni flytjast upp í B—fl. næsta ár og verða því B-fl. menn bæði í bruni og svigi. Þeir B-flokks menn, sem fyrir eru, munu ekki vera sérlega hrifnir af þessum þre- menningum, sem von er, þvi all- ir eru þeir lélegir svigmenn, að sögn. Eftir brunið fór fram svig- keppni í A- B- og' C-flokkum. Það leyndi sér ekki að C-flokk- urinn vakti mesta atliygli áhorf- enda, þar voru keppendur marg- ir og margir þeirra heldur bág- bornir listamenn í íþróttinni. Það er ekki hægt að neyta því, að það er broslegt að sjá menn taka kröftuglega rassbyltu, og þá ekki hvað sízt þegar menn eru að leyna að vanda sig, stinga tungu- Itroddinum út úr ásjónunni, halla undir flatt og' gera sig gáfu- legan, eins og einhver sagði, og falla svo eftir allt saman á ó- æðri endann, — það er skemmti- legt að sjá,i en ekki verða fyrir. Auðvitað voru ekki allir kepp- endur i C-fl. lélegir svigmenn, nokkrir voru sérlega góðir, — en iþróttafélögin verða að sjá sóma sinn í því, að senda sæmilega menn á skíðamót, en ekki láta alla fara, sem langar að taka jiátt í keppni. Síðasta keppnin þennan sunnu- dag, var svig kvenna. Þá keppni sá ég ekki, því hún fór fram um svipað leiti og C-fl. keppnin, en þar var ég þá að gera „lukku“ og skemmta áhorfendum með skíða- kúnstum. Hvað sem öðru líður, þá sögðu menn að þetta væri með skemmti legustu skíðamótum, sem haldin hafa verið hér sunnanlands Ágætur C.fl.maður (var ekki með) Þór- steinn í Körfugerðinni sýnir sinn fræga plóg.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.