Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 11
IÞRÓTTABLAÐIÐ 3 son prestur að Hólum við Reyðar- fjörð. Sundiðkanir námssveina urðu landsfrægar og Páll Mel- steð getur þess í endurminning- um sínum: „Að hér var meira en talið tómt“. „Líkaminn var þar harður og' hraustur, það gjörðu glímurnar, knattleikur- inn og sundið, ásamt kröftugri og nægi'i fæðu, sálin varð forn- eskjuleg og hálf klassisk, lítið var um annað hugsað en hetju- öld Grikkja og' Rómverja og fornöld Norðurlanda. Við glímd- um á hverjum degi í forstof- unni ...... og kölluðum á dr. Hallgrím Scheving', því honum þótti skemmtun að liorfa á. Hann Iiafði verið karlmenni til hurða og glíminn vel á vngri ár- um, þegar hann var á Hóla- skóla“. Af þessum tveimur til- vitnunum má sjá upphaf nútíma íþróttamenningar Islendinga og tengingu hennar við íþróttalíf 6 áþjánaalda og aftur til hinna glæstu tíma norrænnar íþrótta- menningar á söguöldinni. Inn í þennan fábrotna, harð- neskjulega og forneskjulega skóla, innritaðist Jónas Hall- grímsson 1823 og útskrifaðist 1829. Beina frásögn um íþróttaiðk- anilr Jónasar liefi ég ekki getað Iiaft upp á, aðra en þá, sem felst í einu erindi kvæðisins: „Til vinar míns“ (Gísla Hjálmarsson- ar síðar læknis): „Sátum við tveir við sjó löngum og sáttir á sundi lékum; þótti mér þá sem við þreyta mundum burt veltandi vfir bylgjur lífs einum hug' mót örlagastraumi“. Páll Melsteð, sið- ar skólastjóri, skýr- ir víða í endur- minningum sínum frá sundförum þeirra Bessastaða- sveina. Þeir Páll og Jónas voru vetur- inn 1828—’29 sam- vistum að Bess-a- stöðum. „. . . . fyrsta vorið mitt í skóla (1829) komst ég að raun um að hér var meira en talið tómt. Einn lilýjan dag' gengu margir pilt- ar ofan að tjörn- inni, fyrir sunnan Bessastaðatún. Þar nær túngarðurinn til sjávar. Þar af- klæddu þeir sig og út í vatnið; sumir syntu langt út á tjörn, an sumir voru að gutla uppi í landsteinum“. Páll Melsteð skrifar ennfrem- ur: „Ekki er mér kunnugt um livenær sundið liefur fvrst flutzt að Bessastöðum, en kunni Snorri Brynjúlfsson (seinna prestur að Eydölum evstra) að synda, þeg'- ar hann kom í skóla — ekki man ég betur — þó getur verið að Snorri hafi lært sund af Arna Geirssyni biskups. Árni var sagður afbragðs sundmaður. Hvar liann hefur lært, veit ég eigi. Hann hafði synt frá Lamba- stöðum fram undir skerin á Skerjafirði. (Jón Espólín segir að Árni hafi verið „syndr svo vel, að hann sókti sel í sjó fram er skot- inn var ok sokkinn, ok dró hann af botni, ok í land med sér“). Bjarni Thorarensen (amtmaður) Jónas Hallgrímsson. og Björn Gunnlaugsson (skóla- kennari voru góðir sundmenn. Ég heyrði Björn segja: „Ég gæti verið að synda allan daginn, ef kuldinn hagaði ekki, því ég get hvílt mig þegar ég vil“. Á mínum skólaárum (1828— 1834) kunni meira en helming- ur pilta að synda, það kenndi hver öðrum. Það var með sund- ið eins og glímuna. Oft var farið í sjó á Be«sastöð- um, þótt veður væri ekki sem ákjósanlegast. Einu sinni fórum við Þorsteinn Jónsson út í sjó í sjóbúðinni, sem svo var kölluð. Þá var logn, en frost og tólgaði fjöruna, þegar út féll og hjóm- aði sjóinn. Það var snemma morguns. Við vorum allsberir eins og vant var. Sjórinn var ekki kaldur niðrí, en sárkaldur þar sem mættist loft og lögur.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.