Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 12
4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Bessastaðir. Ekki varð mér meint við þetta; En einn sinni fóru 3 skólapilt- ar um vetur í norðanveðri suður á tjörn. Is var á tjörninni mest allri, en állinn var auður. Mig minnir þessir þrír væru Bene- dikt Eiríksson í Guttormshaga, Halldór Jónsson í Tröllatungu og Konráð Gíslason. Þeir eru allir á lífi enn í dag (1887). Þetta sýnir hvað menn geta gjört sig liarða, ef hug og menning vant- ar ekki“. Þetta eru nokkrar tilvitnanir, til þess að sýna liversu sund og aðrar íþi’óttir voru iðkaðar í Bessastaðaskóla um það leyti, sem Fjölnismenn dvöldu þar við nám. Af einni setningu í endurminn- ingum Páls Melsteðs má draga þá ályktun, að sundkennsla Jóns Þorlákssonar Kjærnesteðs hafi lyff undir frekari sundiðk- anir í skólanum. Setningin er í sambandi við upptalningu á heztu sundmönnum skólans í hans tíð og er svona: „. .. . enda munu þeir allir hafa lært hjá Jóni Kjærnesteð“. Jón Þorláksson Kjærnesteð var frá Skriðu í Hörðárdal og því sveitungi Jónasar Hallgrímsson- ar. Hann dvelur stuttan tíma við smíðanám í Danmörku og lærir þar meðal annars sund. Eftir að heim kemur gjörir liann sér mjög fár um að kenna öðrum að synda. 1821 hefur Jón sundkennslu sína. Líkast til fer fvrsta sund- námskeiðið fram að Laugalaiidi hinu syðra i Eyjafirði. 8 ungling- ar sóttu námskeiðið. Um það levti er Jónas Hall- grímsson í fóstri hjá frændum sínum frannni í Eyjafirði, svo að líklegt er, að hann liafi liaft kynni af sundkennslu Jóns. Vin- ir voru þeir Jónas og það ekki svo litlir. Það má sjá á kvæði því er hann yrkir eftir Jón lát- inn og kallar: „A gömlu leiði“. Jón Þ. Kjærnesteð andaðist 1837. Talið er að Jón muni hafa kennt um 100 manns að synda við fjóra sundkennslustaði: Syðra-Lauga- land, Steinstaðalaug í Skagafirði, Reyki á Reykjabraut A.-Húna- vatnssýslu og Laugarnar við Reykjavík (1821). Einn af sundnemendum Jóns var Gestur Bjarnason frá Krossa- nesi á Vatnsnesi í V.-Húnavatns- sýslu ( Sund- eða Glímu-Gestur oftast kallaður). Hann mun hafa kennt á 7 stöðum og' farið viða um land og sýnt fræknleik sinn. Meðal annara staða lieimsótti liann Bessastaði og þreytti í- þróttir við skólapilta. Saga lians tilheyrir öðrum þætti sund- kennslunnar. En rétt er að geta hans hér, til þess að tengja sam- an þættina og benda á það, að Gesti komu sundreglur Fjölnis- manna vel og liafa áreiðanlega átt sinn þátt í því live víða hann var beðinn að koma og kenna sund. Ólafur Daviðsson segir svo í kaflanum um íþróttir: „Sjálf- sagt liefur sundpésinn haft tals- verð álirif og kvatt unglinga til að læra sund hjá Gesti og ef til vill fleirum sundkennurum“. Fátítt er að sjá þess getið í ann- álum fram að 1821, að menn bja'rgi sér eða öðrum á sundi. í kaflanum: Ýms tíðindi við- víkjandi árinu 1824 í Annáli 19. aldar er í samhandi við frásögn um sundkennslu Jóns Þ. Kjærne- steðs þessi klausa: „Sýndi sig þegar nytsemi þessarar fögru í- þróttar, því svo vildi til að stúlka, er reið yfir Hörgá, hrökk fram úr söðlinum og varð henni til bjargar, að Einar nokkur, er lært Iiafði sund af Kjærnesteð, var í sömu för, fleygði sér þegar á eftir henni i harðan streng í ánni og synti með hana, unz straumurinn bar þau þar að landi, er honum var vel stætt“. Hér hefur verið leitast við að lýsa sundmennt íslendinga á dögum Jónasar Hallgrímssonar. Það hefur verið dregin fram sú

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.