Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 13
IÞRÓTTABLAÐIÐ 5 staðreynd að sundlcunnátta varð- veitist meðal þjóðarinnar allt frá bygg'ingu landsins. Sundiðk- anir námssveina Bessastaðaskóla örva aðra landsmenn til sund- náms. Einstaklingur liefur sund- kennslu stofnar til sundskóla á 4 stöðum. III. Þá væri rétt að athuga íþrótta- mál Dana á sama tíma, því að í Kaupmannaíiöfn dvelja náms- menn þá langdvölum og taka þátt í heræfingum stúdentaliðs- flokka. Með þeim umbótum, sem gerð- ar voru á högum alþýðumanna í Danmörku í lok 18. aldar — lausn hænda úr átthagafjötrum 1788 og prentfrelsið 1790 — leiddi af sér nýtt og auðugra menningarlíf. Áhrif frelsis og nýrra menningarstrauma náði einnig inn í uppeldismálin. Kenningar Guts-Muths í Þýzka- landi um líkamsuppeldi voru boðaðar í Danmörku af Franz Nachtegall. Nachtegall iðkaði sem guðfræði-stúdent skilming- ar og fimleika, og varð kennari í fimleikum við 2 einkaskóla í Kaupmannahöfn. Hann stofnaði fimleikafélag fyrir stúdenta og' verzlunarménn 1799. Arið 1800 stofnaði liann fimleikaskóla, liinn fyrsta í Evrópu. Meðal þeirra sem gengu á þann skóla var guðfræðikandidatinn P. H. Ling frá Svíþjóð. 1804 var Naclitegall sæmdur prófessors nafnhót. Sama ár stofnaði liann félag til þess að örva sundiðk- anir og þá var stofnaður lier- fimleikaskóli af dönsku stjórn- inni. 1808 var af stjórninni stofn- aður horgaralegur fimleikaskóli, en var lagður niður eftir fárra ára starf. Þessir skólar voru háðir hinir fyrstu á sínu sviði í Evrópu. 1821 var Nachtegall skipaður yfirumsjónarmaður með íþróttakennslu í her og skólum. Hann gaf á þessum árum út marga hæklinga til leiðbeining- ar um íþróttaiðkanir. 1828 voru fimleikar gerðir að skyldunáms- grein i öllum skólum, en sund- iðkanir eru örvaðar þar, sem þeim varð viðkomið, en verð- ur ekki skvldunámsgrein í öll- um skólum í Danmörku fyrr en 1939. Hinn ötuli eftirlitsmaður vann háa sejn lága með sér í harátt- unni fyrir því að gera sem flesta Dani synda. Einn hezti stuðn- ingsmaður hans var Friðrik kon- ungur VI. Árið 1842 dró F. Nachtegall sig í hlé, eftir að'hafa unnið liappasælt hrautryðjanda- starf, sem ekki aðeins hafði á- hrif á danskt menningarlíf held- ur einnig á menningarlíf allra Norðurlanda. Franz Nachtegall andaðist 1847. IV. Hverjar voru ástæðurnar fvrir því að sundreglur F. Nachte- galls voru íslenzkaðar af Jónasi Hallgrímssyni ? Við skulum hafa í huga, að Jónas átti ágæta félaga — ,,eitt- hvert hið mesta mannval þjóð- arinnar á 18. öld“ — Brynjólf Pétursson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson. Þeir stóðu allir sem „útgefendur Fjölnis“ að útgáfu sundreglnanna. Þeir voru allir hrifnir með af liinni miklu hreyfingu frelsis og' framfara, sem fór um alla Norðurálfu eftir 1830. Þeir voru allir heillaðir af fornsögunum. Þeir höfðu allir alist upp í skóla þar sem sund og aðrar íþróttir voru iðkaðar með harðfylgi. Þeir höfðu allir sannfærst um, að liarður og' hraustur líkami var samhliða lærdómi aðalskil- yrði allra afkasta á verklegu og andlegu sviði. Þeir Iiöfðu allir sannfærzt um, á þeim árum, sem ötull íþrótta- eftirlitsmaður starfar með hvað mestum áróðri fyrir þvi að byg'gja upp íþróttamennt Dana og þeir liafa án efa kynnzt hon- um er þeir störfuðu í stúdenta- liðsflokkum. (Jónas er á einum stað titlaður Commanddeurser- gent Hallgrimsen). En Jónas átti sérstöðu, ekki i íþróttalegum skilningi, — þvi að Ivonráð mun hafa verið þeirra félaga hezt hú- inn að þróttum — en í fvrsta lagi vegna athurðar, sem sviftir hann föðurforsjá og' í öðru lagi vinátta hans við fj'rsta íslenzka sundkennarann. „4. ágúst 1816, sem var sunnu- dagur, messaði Hallgrímur Þor- steinsson aðstoðarprestur að Bakka í Öxnadal. Eftir messu réðst hann um það við Jónas hónda á Hrauni, að fara með sonum hans, Jóni og Ólafi, er háðir voru nálægt tvítugsaldri, til silungsveiða í Hraunvatni. Vatn það er uppi í fjalli. Fór prestur þá frá Bakka að Hrauni með Jónasi og þaðan með þeim bræðrum upp að vatninu. Net var við vatnið og bátkæna. Prestur fór í bátinn og ætlaði að leggja út netið. Jón stóð eftir og liélt i landtogið, en Ólafur réri fram kænunni og varð hún of ör- skreið. En er netið þraut stóð prestur upp og hvolfdi við það kænunni og féllu þeir háðir, prestur og Ólafur i vatnið. Prestur sökk, en ölafur flaut. Jón stóð á landi og sá slysið; óð

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.