Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.06.1945, Blaðsíða 16
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 8 „— Frostið oss herðir“. — Axel okkar Andrésson liefur breitt öllum venj- nm um æfingar knattspyrnu, þannig að vetur er honurn ekki til truflunar eða jafnvel 10—15 stiga frost, og þó höfuðskepnurnar taki enn í taum- inn við og við, þá bregður liann sér inn í sal ef hann er að finna,og tekur upp sitt þekkta „kerfi“. þannig býður hann vetrinum byrgin. Einhverjum kann nú að finnast þetta nokk- uð öfgakennt, og í raun og veru heyri knatt- spyrna aðeins sumrinu til. Yið megum ekki gleyma því, að sumrin okk- ar eru stutt og þessvegna verður að nota tímann eins vel og liægt er. Að mínu áliti er hægt að iengja sumarið allverulega. Mörg undanfarin ár hefur verið hægt að stunda reglubundnar æfingar úti frá byrjun apríl. En það er eins með okkur og kríuna, hún kemur vissan dag og við byrjum vissan dag fast og reglubundið livað svo sem ráðleggingum og rök- réttum athugunum líður. Hvað á að gera á veturnar? Þegar æfingum sleppir að haustinu til, á að hvíla sig, safna vilja til næsta áhlaups. Láta knött- inn eiga sig, forðast hann, þar til komið er frani i janúar þá er þjóðráð að iðka leikfimi og það lielzt leikfimi, sem teygir vöðvana og lengir þá, því þeim hættir við að styttast á hörðum völlum, en stuttir vöðvar eru óheppilegir íþróttamönnum, sérstaklega þem er á þoli þurfa að lialda. Ársæfingarlistinn mundi þá líta svona út: Byrja sérstaka þjálfleikfimi í janúar. Halda henni þar til í apríl. Iðka langar göngur þegar veður leyfir þegar keniur fram í marz. Byrja útiæfingar af krafti i byrjun apríl, þá fyrst hlaup og smátt og smátt komast í snertingu við knött. Gera ráð fyrir að toppþjálfunin sé komin í lok júní, frá þeim tima má heldur draga úr æfingum, þó ekki mikið. Gera má ráð fyrir að lialda út þar til í okt. og þá hlaup á kvöldin eftir að dimma tekur. Síðan hvíld þar til í janúar. Að Iengja sumarið. En hvernig á að lengja sumarið? Það á að gera með því að byrj.a mun fyrr á vorin og balda leng- ur út á haustin. í Reykjavik t. d., og víðar er ég til veit, er varla um æfingar að ræða eftir að komið er fram i september þó keppt sé á sunnudögum út þann mánuð. Erlendis eru keppnir þar til í nóv.—des. og er eðlilegt að þar sé lengur möguleikar til keppni, en myrkiir kemur þar eins og hér og tor- veldar æfingar, en knattspyrnumennirnir láta það ekki á sig' fá, þeir fara út á vellina á kvöldin og hlaupa, þeir hlaupa til að balda sér í þjálfun. Knattspyrnuaðferðin „gevmist“ betur, segja þeir. Þessa aðferð væri hægt að taka upp hér ef nóg yiljaþrek væri til. Byrja fyr. Hér liggur það i landi að byrja aldröi æfingar fyrr en komið er fram í maí. Þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir að við samþykkjum að lengja sum- arið, láta það bvrja áður en vetri lýkur og enda eftir að vetur befur sezt að, og Axel geri Iitinn mun á vetri og. sumri i starfsemi sinni, gleðjast allir yfir komu þess einmitt með tilliti til birtunnar, lilýjunnar og þess að knattspyrnan er í eðli sínu sumaríþrótt. Enda er komin hreyf- ing á þann hnöttótta og menn farnir að raða niður og þegar byrjaðir orusturnar um þennan óþjála og óleiðitama vin. Sem því aðeins getur orðið geðþekkur vinur, að með honum séu stöð- ug kvöldstefnumót, en á það vill bresta og fylgja því oft jafnvel liarma- og tregatár. Mót ákveðin og þegar b.yrjuð. Þegar þetta er skrifað er Tuliníusarmót- inu í Reykjavik lokið og' sigraði Fram í þvi eftir 5 drengilega leiki, og þvi vel að sigrinum komið.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.