Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 7
HANDKNATTLEIKUR A VEL VIÐ ÍSLENZKT SKAPFERLI — segir Þórarinn Eyþórsson, þjálfari hjá Val. Hinn ungi og dugmikli þjálfari Vals, Þórarinn Eyþórsson, svarar hér nokkrum spurningum, sem form. H.S.Í. lagði fyrir hann. Hvað er langt síðan þú fórst að stunda handknattleik og hvenær fórst þú að taka að þér þjálfun? Fyrstu kynni min af handknatt- leik voru á æfingu hjá félagi mínu, Val, er ég var 12 ára gamall. Ekki voru íþróttafélögin komin af stað með handknattleik fyrir drengi á þeim aldri, þ.e.a.s. IV. flokkur, en þeir, sem áhuga höfðu og jafnframt löngun, fengu að koma á æfingar hjá m. flokki. Ég tók fyrst að mér þjálfun árið 1962, var það eftir þriggja ára hvíld frá handknattleik og höfðu framfar- irnar orðið miklar á þeim tíma. Ég hafði enga reynslu í þjálfun og var það meira af vilja en getu sem ég tók það að mér. Fyrstu fórnarlömb- in urðu drengir í IV. flokki og eru það að meirihluta þeir sömu drengir og eru hjá mér í II. flokki í dag. Telur þú að þjálfun eigi að vera tvískipt í úthaldsþjálfun og boltaæf- ingar. Eða telur þú að þjálfari eigi að hafa meiri og persónulegri af- skipti af leikmönnum, svo sem reglu- semi þeirra og mataræði? Spurningu þessari svara ég hik- laust játandi, og miðast æfingar þær, sem ég stjórna hjá meistaraflokki karla í Val, einmitt að meira úthaldi ásamt boltaæfingum. Því ekki er nokkur vafi á því að á löglegum leik- velli er það úthaldið og þrekið sem er númer 1. Ég er því meðmæltur að þjálfari eigi að hafa persónuleg af- skipti af leikmönnum, sérstaklega í sambandi við reglusemi, þá á ég þar við sérstaklega áfenga drykki, reyk- ingar og svefn (hvíld). Ég hef orðið var við það á þeim tveim utanferð- um, sem ég hef tekið þátt I á vegum Vals, að það er það fyrsta sem ég hef verið spurður að, hvort við leyfð- um keppendum að reykja svona mik- ið eins og raun bæri vitni. Hvernig er aginn og mætingar hjá þér, og hefur þú þurft að fórna góð- um efnivið fyrir óhlýðni eða aðrar orsakir ? Aginn er yfirleitt mjög góður hjá okkur og mætingar á æfingum hafa verið góðar. Tiltölulega litlir árekstr- ar hafa orðið vegna óhlýðni, en það litla sem hefur orðið, hefur okkur tekist að lagfæra í sameiningu. Þess vegna hef ég ekki orðið að fórna góð- um efnivið vegna óhlýðni eða ann- arra orsaka sem betur fer, því ekki hef ég neina samúð með þeim mönn- um, sem ætla að stjórna sér sjálfir, þegar þeir þurfa að beygja sig undir einingu þeirra, er keppa og æfa í flokkaíþróttum. Telur þú kæruleysi leikmanna í leik vera að aukast eða telur þú vonir til þess að þetta fari batnandi. Blandar þú saman kæruleysi og markgræðgi ? Með kerfisbundnari leik en áður, hefur tekizt að nema burt það kæru- leysi, sem annars er hætt við að skjóti upp kollinum þegar lið leika of frjálst. Ég tel því að kæruleysi leikmanna í leik fari minnkandi. Oft getur markgræðgi stafað af kæru- leysi einstaklings, sem hefur það sjónarmið að skora sem mest, upp á það að einstaklingurinn I einfeldni sinni haldi að sá sé beztiir,' sem skorar flest mörkin. Nei og aftur nei, enginn er góður liðsmaður síns liðs, sem ekki getur spilað fyrir heild liðsins. Leggur þú áherzlu á kerfisbundinn leik eða að leikmenn ráði hver fyrir sig og leiki frjálst? Ég er persónulega meðmæltur kerfisbundnum leik, en samt má Þórarinn Eyþórsson hann ekki vera of fastur, því ágætt er að leika frjálst inn á milli. — Um kerfisbundinn leik hefur ekki verið svo mikið um að ræða í keppni, t.d. að Hálogalandi, til þess er völl- urinn of litill, þó svo að hægt sé að vera með smá leikfléttur, og höfum við reynt að koma því inn í leiki okkar og tekist vel. Ég tel að fram- tíðin sé sú, að ekkert lið geti leikið til lengdar án þess að eiga í fórum sínum minnst þrjár leikaðferðir yfir keppnistímabilið, á ég þar við þegar innlendu mótin verða í íþróttahöll- inni í Laugardal. Hefur þú lagt mikla áherzlu á þjálfun markmanna og telur þú þá vera verulega stoð hvers liðs? Þetta er spurning, sem mér þykir óskemmtilegt að svara. Þjálfun markmanna hefur orðið útundan hjá mér og er það aðallega vegna skorts á æfingatímum, en ég hef samt reynt að vera með þannig leik- fimisæfingar að þær ættu ekki síð- ur við markmenn sem og aðra leik- menn. Ákveðnar æfingar í sambandi við markvörzluna hafa verið líka en ekki nærri nóg. Við höfum reynt að 79

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.