Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 8
fá sérstaka æfingatíma fyrir mark- menn deildarinnar en ekki tekist. — Um það hve mikil stoð markmaður er liði sínu tel ég engan vafa á að hann er 50% liðsins. Finnst þér einstaklingar í hand- knattleik fá útrás á æfingum, eða í keppni, þannig að þeir séu sælir í leikslok og finni lífsgleði í félagshóp og komi þess vegna aftur á æfingu í félagi sínu? Tel engann vafa á því, sérstaklega þegar vel gengur í keppnum og eins þegar æfingar eru það vel skipu- lagðar að öllum sé sinnt. Það er nú fyrst og fremst félagsskapurinn sem menn sækjast eftir og því betri sem andinn er, því sælli eru þeir er þeir koma og fara af æfingum og keppn- um, þó svo að leikur tapist, þá ein- mitt reynir á félagana og félagsand- ann. Veizt þú nokkra aðra íþrótt, sem á betur við íslenzkt skapferli og túlkunarvilja. Iþrótt, sem er byggð á samstarfi og félagslyndi, tillits- semi og þó gefur einstaklingum tækifæri til að skara fram úr og verða idol? Það er nú svo með flokkaíþróttir að samheldni, samstarf og félags- lyndi er það sem krafist er. Ég mæli eindregið með handknattleiknum, hann fellur vel við íslenzkt skapferli. Hvaða úrbætur telur þú aðkallandi til eflingar handknattleiksíþróttinni hér á landi? a. Meiri og betri íþróttahús, rýmri æfingatíma. b. Handknattleikur verði tekinn fastari tökum á námsskrá Iþrótta- skólans. c. Fleiri lærða þjálfara, þá um leið fleiri þjálfaranámskeið, sem væru ef til vill í stigaformi líkt og Karl Guð- mundsson hefur verið með í knatt- spymu. d. Handknattleikur verði að meiri alvöruhandknattleik á sumrin. Hvað mikil samskipti við útlönd vilt þú að við höfum yfir árið að jafnaði? Ég er nú ekki alveg viss um hvað meint er með þessari spurningu. En ef ég skil hana rétt þá tel ég að: a. Réttur félaganna til heimsókna erlendra liða að hausti haldist. b. Fjórir til fimm landsleikir yfir árið í karlaflokki, hér og erlendis. c. Kvenfólkið fái meira af keppn- um við erlend lið, helzt hérlendis, því ekki er gott að þurfa að rífa skólafólkið af skólabekkjunum til ferðalaga. d. Unglingalið karla haldi áfram í keppni Norðurlandanna, gaman væri að fá það mót til íslands. Þess má geta hér í lokin að hin Norðurlöndin hafa gert það að skil- yrði fyrir þátttöku okkar i unglinga- Grímar Jónsson: Er ég horfi yfir þann tíma, sem liðinn er frá því að handknattleikur- inn hefur verið æfður og leikinn hér í borg, fer ekki hjá því að ég stanzi við tvö tímamót, er að mínu áliti ullu byltingu í allri leikni og leik- aðferð, en það var við komu íþrótta- húss Jóns Þorsteinssonar, og síðan er flutt var með öll mót í Háloga- land. Þessi ár hef ég áður skrifað um, svo það verður ekki endurtekið hér. Síðan farið var að æfa og leika í Hálogalandi hefur verið stöðug og sterk þróun fram á við. Fyrir hina ágætu stjórn síðustu ára, að gera handknattleikinn að þeirri öndvegis- íþrótt, sem hún er í dag, vil ég fyrir hönd okkar er voru að bjástra við þetta í upphafi af vanþekkingu og aðstöðuleysi, flytja þakkir. Handknattleikur er í dag stór þáttur í lífi æskufólks hér í borg, og sérhver karl og kona er skipa lið sterkustu félaganna eru þekkt og dáð af þúsundum, þannig geta vel stjórnaður félagsskapur stuðlað að kynningu margra ungra manna er síðar reynist gott veganesti er út í lífsbaráttuna er komið. Þar sem þetta starf við þessa íþrótt hefur gengið svo vel, og þús- undir hafa haft gott og gaman að, er öll stjórn og allt skipulag verið unnið kauplaust, en af gleði og innri félagsþörf, þá gremst manni þegar raddir heyrast um kaupgreiðslu leik- manna, sem sjálfsagðan hlut. Eg mótunum, að við kref jumst þess ekki að þau verði haldin hér á landi, vegna mikils kostnaðar. Við höfum sam- þykkt þetta skilyrði en vonum og trúum því að svo fari fyrir rest eins og með kvennamótin, að ágæt frammistaða okkar knúði frændur okkar til að koma hér 1964 sem þeir vonandi sjá ekki eftir þrátt fyrir það, að sigurinn hlotnaðist okkar fræga liði Norðurlandameisturum 1964. Grímar Jónsson vona að svo lágkúrulegur hugsunar- háttur nái ekki eyrum þeirra sem um þessi félagsmál fjalla næstu áratugi, höfum frekar færri mót og utanfarir svo vinna og nám manna bíði ekki tjón. Verði farið að greiða íþróttafólki vinnutap, þá spái ég þv£ að fjáröflun með happdrætti, auglýsingum o.fl. megi afskrifa, að minnsta kosti hvað mig snertir. Að endingu vona ég að enn nýtt tímabil stórra framfara hefjist í handknattleik með komu hinnar glæsilegu íþróttahallar í Laugardal. Grímar Jónsson, Varmá. HAIMDKIMATTLEIKURIMM OG ATVIIMIMUMEIMiMSKAIM 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.