Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 14
Heimsmeistarar í heimsókn Rúmenar sigruðu íslendinga tvívegis í lands- leikjum, 23 — 17 og 16 — 15 Það var mikil viðurkenning fyrir íslenzka handknattleiks- menn, þegar heimsmeistararnir í íþróttinni 1961 og 1964, Rúm- enar, buðust til að koma hingað og leika tvo landsleiki við Islend- inga. Það er ekki á allra þjóða færi að leika við heimsmeistara — og voru því ýmsir með hrak- spár í þessu sambandi. En í leikjunum tveimur, sem háðir voru í íþróttahöllinni í Laugar- dal 5. og 6. marz, sýndu íslenzku leikmennirnir svo ekki verður um villzt, að þeir voru viður- kenningarinnar verðir, og það svo vel, að heimsmeistararnir máttu taka á öllu sínu til að fara með sigur af hólmi. Og vissulega var ísl. liðið í síðari leiknum óheppið að ná ekki jafntefli — eða öllu frekar sigra — og átti hinn norski dómari mikla sök á því. En hvað sem því líður, var það að vissu leyti sigur, að tapa aðeins með eins marks mun í síðari leiknum, 16—15, gegn hinum krýndu heimsmeisturum hand- knattleiksins. Fyrri leikurinn 23—17 fyrir Rúmena. Laugardaginn 5. marz sáu ís- lenzkir áhorfendur, með forseta íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslason og borgarstjóra Geir Hallgrímsson í broddi fylkingar, heimsmeistara í flokkaíþrótt í fyrsta sinn. Og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum í fyrri hálf- leik. Islenzka liðið sýndi þá þann bezta leik, sem það hefur nokkru sinni náð, og ómögulegt hefði verið fyrir ókunnugan að sjá hvort liðið var heimsmeist- arinn. íslenzka liðið hafði alltaf yfir í mörkum, tvívegis var þriggja marka munur, en í hléi stóð 9—8 fyrir ísland. Og lengi framan af síðari hálfleik stóð íslenzka liðið sig mjög vel og það var ekki fyrr Þessi mynd er frá fyrri leiknum við Rúmena. Stefán Jónsson, nýliði úr Haukum, er með knöttinn á línu, en er hindraður. Lengst til vinstri klemma Rúmenar Gunnlaug Hjálmarsson á milli sín, en sérstakur leik- maður var settur til höfuðs Gunnlaugi í báðum leikjunum, sem fylgdi honum hvert sem hann fór. 86

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.