Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 17

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 17
Gisli Halldórsson, forseti ISI, ávarpar 50. ársþing UMSB Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri í Reykholti, sambandsstjóri UMSB, setur 50. ársþingið. Matthías Ásgeirsson, íþróttakennari í Reykholti, sem íþróttaunnendum er vel kunnur vegna afreka hans í körfuknattleik og í fleiri íþróíta- greinum er framkvæmdastj. UMSB. Matthías var að vonum önnum kaf- inn á þinginu, en í örstuttu samtali sagði hann, að sér félli vel að vinna að þessum málum. Starf sitt væri einkum fólgið í þjónustu og fyrir- greiðslu við sambandsaðilana í sam- bandi við mót og ýmiskonar félags- starfsemi. Aðspurður sagði hann starfsíþróttir eiga miklum vinsæld- um að fagna og væru þær greinilega á upp leið Hann kvaðst vilja þakka UMSB sérstaklega dugmikið og farsæll starf. Skýrslur og reikningar á þinginu gefa nokkra hugmynd um alla þá vitinu og fyrirhöfn, sem lægi að baki starfseminni. Forseti ÍSÍ lét svo um mælt í tilefni þess að UMSB hefði sinn eigin fram- kvæmdastjóra að sér væri ljós nauðsyn þess, að svo gæti verið hjá sem flestum héraðssamböndum. a. m. k. hluta af árinu. Það væri von sín og stjórnar ISI. að íþróttasambandið gæti aukið framlag sitt til héraðssambandanna, svo þeim yrði þetta kleift fjárhagslega. Minnti hann á og kvaðst vilja þakka það, að stjórnarvöld hefðu auk- ið verulega fjárframlög til ÍSÍ og íþróttasjóðs. Sömuleiðis gæfu Getraunir af sér vaxandi tekjur. — Þetta samanlagt ætti að gera það að verkum, að hægt yrði að láta héraðssamböndunum í té aukna fjárhagslega aðstoð. Hann kvað hugmyndir hafa komið fram um að breyta um fyrirkomulag á tekjuskiptingu Getrauna, þannig að íþróttahreyfingin bæri rninni hlut frá borði. Hann kvaðst þó vona að slíkar hugmyndir næðu ekki franr að ganga. Styrkur Getrauna væri ekki sízt til orðinn vegna mikillar vinnu hundruða sjálfboða- liða í íþróttahreyfingunni, við sölu getraunaseðlanna og því mætti ekki raska þeim grundvelli fyrir tekjuöflun, sem ætti rætur sínar að rekja til þess starfs. Forseti ÍSÍ gerði einnig trimm-starfsemina að umtalsefni og í því sambandi staðreyndina um sífellt styttri vinnutíma og sem af- leiðingu af því, nauðsynina á möguleikum til hollrar tómstunda- iðkunar. Þar hefði trimm-starfsemin þýðingarmiklu hlutverki að gegna og íþróttahreyfingin mikið verk að vinna, sem hann kvaðst fullviss unr að ætti eftir að bera mikinn og góðan árangur. Loks gat forseti ÍSÍ um skipulagsbreytingu í útgáfu íþróttablaðs- ins. Hvatti hann til stuðnings við útgáfuna, svo að blaðið gæti orð- ið sem virkastur tengiliður og vettvangur fyrir málefni íþróttahreyf- ingarinnar í landinu. ÍÞRÓTTABLAÖIÐ 49

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.