Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 21

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 21
ir sýna að þær þyngdir (eða það álag) sem mest áhrif hafa í þá átt að auka hámarkskraftinn, svara til 85—100% hámarksgetunnar. Þetta álag er svo mikið að það leyfir aðeins 2—8 endurtekningar á sömu æfingunni í eitt skipti, þ. e. í einni lotu. Þannig er einnig hægt að ganga út frá endurtekn- ingarfjöldanum og í framhaldi af því sem sagt var hér að ofan, má bæta því við, að ef þyngdin leyf- ir fleiri en 8—10 endurtekningar er hún of lítil. Hámarkskraftinn má líka auka með minni þyngdum, sem þá eru yfirunnar með miklum samdráttarhraða. Okosturinn við þessa aðferð er hins vegar sá, að áreitislengdin er heldur stutt til að áhrifin verði nógu sterk. Hætt er því við að hún bjóðiupp á álag, sem hentugt er til að þjálfa kraf tþol. Eitt af höfuðeinkennum hámarkskraftþjálfunar eru stuttar lotur (seríur) þar sem hver æfing er end- urtekin aðeins 2—3 sinnum. Hjá afreksmönnum stendur kraftþjálfunin oft lengi yfir og því verða bilin á rnilli lotanna að vera nægilega löng svo að hvíld fáist. Venjulega eru þessi bil um 3—5 mínútur, en vitanlega fer lengd þeirra eftir ýmsu, svo sent álaginu og ekki sízt eftir því hversu fljót- ur íþróttamaðurinn er að hvílast. Tilgangur hámarkskraftþjálfunar getur verið að bæta hlutfallskraftinn, sem fjallað var um í síð- asta tbl., eða þann hámarkskraft, sem nýtist vel í hraðkraftafrekum. Þegar svo er, eiga endurtekn- ingarnar að vera fleiri eða á milli 6—10 í hverri lotu, en gæta skal þess að hver endurtekning sé þá gerð með miklum hraða eða a. m. k. miðlungs- hraða. f hámarkskraftþjálfun er kyrrstöðukraftæfing- urn (isometrískum kraftæfingum) beitt. f þeim á áreitisákefðin að vera mikil eða samsvarandi 80— 100% hámarksgetu og lengd æfinganna að vera frá i—12 sek. Þetta gildir þó einkum fyrir þá. sem lengra eru komnir, en byrjendur ættu að velja minni áreitisákefð og hafa lengd æfinganna minni. Umdeilt atriði í kraftþjálfun er það hversu langt bilið skuli vera á milli þjálftíma þar sem áherzla er lögð á þjálfun hámarkskraftsins. Tveir sólarhringar ættu að nægja tauga-vöðvakerfinu til hvíldar. í þeim íþróttagreinum aftur á móti. þar sem hámarkskrafturinn skiptir höfuðmáli, er þetta bil helzt til of langt og kemur m. a. í veg fyrir að umfang þjálfunarinnar geti orðið nógu mikið. Ráð við þessu er t. a. m. að þjálfa einstaka vöðva- hópa til skiptis. t. d. einn daginn herða og axla- vöðva en hinn daginn lær- og fótavöðva o. s. frv. Heppilegt fyrirkomulag á hámarkskraftþjálfun- inni er stöðuþjálfun (Stationstraining), nánar til- tekið tvær aðferðir hennar. Ein aðferð stöðuþjálf- unar er þannig, að lokið er við eina ákveðna æf- ingu (umfang, lotur, endurtekningar) áður en byrjað er á þeini næstu. Kostir þessarar aðferðar eru margir; t. d. er einn kosturinn sá, að hægt er að byrja sérhverja æfingu með minni þyngdum áður en tekið er til við miklar þyngdir. Annar kost- ur þessarar aðferðar er sá, að í henni er auðvelt að mæla nákvæmlega bilin á milli lotanna. Onnur aðferð stöðuþjálfunar er þannig, að tvær eða þrjár æfingar, sem reyna á mismunandi vöðva- hópa eru fléttaðar saman og gerðar í einu þar til fyrirfram ákveðnum lotufjölda (með undantekn- ingum) hefur verið náð. Vegna þess að álagið í þessari aðferð reynir á mismunandi vöðvahópa geta lotubilin verið til- tölulega stutt og þar af leiðandi er hún ekki eins tímafrek og sú fyrrnefnda. d) Hraðkraftþjálfun Ef auka á hraðkraftinn, getur það skeð á tvenn- an máta. I fyrsta lagi með því að auka hámarks- kraftinn og í öðru lagi með því að auka samdráttar- hraðann. Vandkvæði hraðkraftþálfunar eru reynd- ar fólgin í samsetningu þessara tveggja þátta hrað- kraftsins og í því að umbreyta hámarkskrafti í hraðkraft. Víst er, að lítil mótstaða gerir snöggan samdrátt mögulegan og ef þjálfa á samdráttarhraðann verða þyngdirnar að vera litlar. Mikil mótstaða hins veg- ar veldur því að samdrátturinn verður hægari. Því má ætla að bezt sé að þjálfa hvorn þáttinn, samdráttarhraðann og hámarkskraftinn, fyrir sig og leggja eftir þörfum meiri áherzlu á annan þátt- inn heldur en hinn. í sambandi við hraðkraftþjálfun er sérstök ástæða til að benda á nauðsyn þess, að hafa kröfur keppnis- hreyfingarinnar ætíð í huga. Þessi nauðsyn verð- ur ljós þegar þess er gætt, að ef hámarkskrafturinn og samdrátturinn eru þjálfaðir með miklum þyngdum, þá eflast báðir við þessi ákveðnu skil- yrði. Sú aukning sem þannig næst þarf hins veg- ar ekki að koma að notum í keppnishreyfingunni þar sem mótstaðan er ef til vill minni (skilyrðin önnur) en í æfingunum. Sama útkoma yrði með minni mótstöðu en yfirvinna þarf í keppni. Það ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 53

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.