Íþróttablaðið - 01.02.1972, Qupperneq 23
Fimleikameislaram. íslands 1972
Öllum, sem viðstaddir voru, er í fersku minni
hin myndarlega fimleikasýning, sem Fimleika-
samband íslands og f'próttakennaraféiag íslands
efndu til í sameiningu í Laugardalshöllinni 5.
desember s I. íþróttablaðið mun síðar birta frá-
sagnir og myndir af fimleikasýningunni.
Fimleikameistaramótið 1972 verður haldið 25—
26 marz í íbróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Við birt-
um hér á eftir myndir og stigaútreikninga yfir
skylduæfingar kvenna og karla á mótinu.
SKYLDUÆFINGAR KVENNA
Gólfœfing
1. Stigið i skref til v. hliðar í v. fót. h. fótur dreg-
inn að, og endar á bak við v. fót. Vinstri hendi
á mjöðm og hægri hendi færist út og upp.
Stigið í skref til h. hliðar í h. fót. v. fótur dreg-
inn að. og endar á bak við h. fót.
Hægri hendi á mjöðrn. vinstri hendi færist
út og upp.
Stigið frarn í v. fót, báðir armar færast út.
2. Tilhlaup (atrenna) og arabastökk.
'/» snúningur og skiptispor, h.. v., h., um leið
er spyrnt upp af h. fæti fyrir lítið galopphopp
með / snúning, komið niður á v. fót. Eitt
skref aftur á bak í h. fót. v. tá tillt fram í gólf.
armar fram (ræk).
3. Skiptispor fram, h.. v., h., með armhreyf. inn
fyrir framan bolinn. með v. hendi. Sveifla h.
fæti beinum fram og komið upp í handstöðu.
r )
FULLTRÚI ÍÞRÓTTAKENNARA-
FÉLAGSINS
Júlíus Arason, íþróttakennari, Blöndubakka
8, verður fulltrúi Iþróttakennarafélagsins í
sambandi við birtingu frétta- og fræðslu-
þátta félagsins í íþróttablaðinu. Iþróttakenn-
arar, sem óska að koma til birtingar efni
á þessum vettvangi eru beðnir að snúa sér
til Júlíusar, í síma 35245 eða 42680.
v-._____________________________________J
og niður við handstöðu gegnum kollhnís, þ.e.
rúllað á bakið, v. hné bognar. h. fótur beinn,
staðið upp. stigið fram í h. fót, v. fótur dreg-
inn að (hátt uppi á tám).
4. Stigið 1 skref fram í h. fót, draga v. fót að. og
hopp á hægra fæti.
Stigið 1 skref fram í v. fót, draga h. fót að, og
hoppa á v. fæti.
Stigið 1 skref fram í h. fót og hoppið galopp-
hopp, lenda á v. fæti.
2 skref fram, h. fótur, v. fótur og x/ snúning-
ur (pirouette) til v. hliðar. um leið er boginn
hægri fótur, færður inn að v. fæti og teygður
aftur í jafnvægisstöðu.
5. Kollhnís án þess að nota hendur. Á leiðinni
niður eru fætur settir saman, þegar mjaðmir
koma við dýnu, beygjast bæði hné til h. hlið-
ar (havfruesiddende). Hægri hendi tillt í gólf.
v. hendi færð út til hliðar. Örlítið ýtt í gólfið
m. h. hendi og endað með því að sitja á báð-
um hnjám. Vinstri armur færður inn fvrir
framan bolinn, um leið er tekin lítil hlið-
beygja til hægri hliðar. Staðið upp. hægri fót-
ur látinn fyrst í gólf. síðan v. fótur dreginn
upp að hægra fæti.
6. Tilhlaup (atrenna), arabastökk. snúningur og
kraftstckk. endað á öðrum fæti (komið niður
á annan fót úr stökkinu) viðstöðulau.st haldið
áfram með skiptispor h., v., h., vinstra fæti
sveiflað beint fram og x/ snúningur til vinstri,
þunginn færður aftur á bak í vinstra fct.
Hægra fæti lyft fram, með hné örlítið bogið.
Stigið fram í h. fót, v. fótur dreginn að.
7. Skiptispor fram h„ v„ h„ og spyrnt upp af h.
fæti. „Herrasnúningur", þ. e. v. fæti sveifl-
að beinunr fram, og snúið (hoppað) og lent
á v. fæti. I loftinu eru báðir fætur beinir og
teygðir í átt að baki.
8. Stigið skref aftur á bak í h. fót og kollhnís tek-
inn aftur á bak, staðið upp með v. hné bogið
og h. fótur teygður hátt upp. Fótur dreginn
að. staðið upp og farið í „brú“ fram á við
(broovegang). Staðið upp og stigið 1 skref aft-
ur á bak, heill snúningur (pirouette) og end-
að með fætur saman.
9. Stigið fram í v. fót, hægri armur færður inn
fyrir framan bolinn, lítil hliðarbeygja til v.
hliðar. Stigið fram í h. fót, vinstri armur færð-
ur inn fyrir framan bolinn, hliðbeygja til
hægri hliðar.
ÍÞRÓTTABLAÐIB
55