Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 30

Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 30
og útileikmaður, og ef ég man rétt þá gerði ég nær helming marka FH. Eftir misheppnaða sókn hjá okkur varð að hafa hrað- an á að korna sér í markið, en ég fékk ekki nema 2—3 mörk á mig á þann hátt að sent væri yfir mig. Handknattleiksœvintýrið hefst — Segja má að handknattleiks ævintýrið hjá FH hafi hafizt fyrir alvöru árið 1956. Þá var btiið að koma upp harðsnúnu liði senr í voru m. a. Ragnar Jóns- son, Birgir Björnsson, Bergþór Jónsson, Fíörður Jónsson, Kristó- fer Magniisson, Ólafur Thor- lacius, Pétur Antonsson og Ein- ar Sigurðsson, að ógleymdum vini nrínum Jóni Óskarssyni, senr nú er fornraður Þórs í Vest- mannaeyjum. Saga FH frá þess- unr árunr er nær óslitin sigur- ganga. Við fórum t. d. iit til Dan- merkur þetta ár og lékum þar allmarga leiki. Sigruðum við í öllunr nenra tveimur sem lyktaði nreð jafntefli. Á þessum árum var FH víst frægt fyrir að reyna aldrei að leika ,,taktik“, ef svo nrá að orði konrast. Hraðinn og framsend- ingarnar frá markinu voru okk- ar vopn og reyndust vel. En oft var baráttan hörð á þessunr ár- um, fyrst við KR-inga og síðan við Framara. Leikirnir voru harðir, en ekki eins grófir og þeir \ilja vera núna. En það var sanra á hverju gekk í leikn- unr, — alltaf voru menn orðnir beztu vinir að lronunr loknunr. Þegar bandið vafðist um Asbjöm — Ég lék nrinn fyrsta lands- leik árið 1959, sagði Hjalti, — og þá á moti Norðmönnum í Osló. Guðjón Ólafsson úr KR var þá aðalmarkvörður lands- liðsins, en ég var þó töluvert inná í leiknunr. Þetta var auð- vitað stór stund fyrir mann. en nrér fannst ég vera allur hálf kjánalegur. Það bætti heldur ekki úr skák, að leiknum var sjónvarpað, og slíkunr tækjum var nraður þá algjörlega óvanur. og kannski hefur maður borið r irðingu fyrir þeinr. Eftir þetta hef ég svo oftast leikið með landsliðinu og nr. a. í fjórum heimsmeistarakeppn- unr. Keppnin árið 1961 verður minnistæðust af þeinr, en þá lrrepptum við sjötta sætið. Við verðskulduðum reyndar finrnrta sætið, en dónrarar í leiknum við Bani hreinlega rændu því af okk- ur, þar sem Danirnir höfðu tal- að við þá í hálfleik, eftir að við höfðum haft yfir. Minnistæðasti leikurinn í þess- ari keppni er þó leikurinn við Tékka, senr voru þá ein allra Irezta handknattleiksþjóð heims- ins og flestir spáðu þeim heims- meistaratitlinum. Mér datt vissu- lega ekki í hug fyrir þann leik að við hefðunr nrinnstu mögu- leika, en var ákveðinn í að gera ailt sem ég gæti til þess að standa nrig. Vafalaust hafa Tékkarnir verið of öruggir unr sigur yfir okkur en leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda. Skönrmu fyrir leikslok tókst okkur að jafna i5:i5, og í lokasókninni var auð- séð að Tékkarnir ætluðu sér ekki að gera neina vitleysu. Þeir spiluðu og spiluðu fyrir framan íslenzku vcrnina, unz tínrinn var að renna út. Þá skaut einn þeirra sannkölluðu þrumuskoti í bláhornið vinstra megin uppi. Ég henti nrér rrt í hornið af slíku afli, að ég fékk marksúluna í öxlina, en boltanum tókst mér að ná, og það var gersamlega (Slýsanleg tilfinning að vera nreð hann í höndunum. Það var einn- ig stórkostlega gaman að sjá til Ásbj örns Sigurjónssonar, sem þá var formaður HSÍ, þegar þessunr leik lauk. Hann hafði ætlað sér að lýsa leiknum inn á segulband, senr haft var nreðferðis. Þegar leikurinn tók svo að harðna og að leikslokum, fór allt rrrskeiðis lrjá honum og þegar leiknum var lokið, lágu segulbandsspól- urnar á víð og dreif og segul- bandið var orðið vafið og flækt um Ásbjörn. Ég man það líka, að eftir þennan leik, þá vorum við íslendingarnir greinilega hærra settir, en við vorum fyr- ir. Með sykurmola í vasanum Hjalti segir að þessi jafnteflis- leikur við Tékkana 1961, sigur- inn yfir Svíunr í heimsmeistara- keppninni 1964 og jafnteflisleik- urinn við Rúmena í Laugardals- höllinni séu eftirminnilegustu leikirnir sem hann hefur tekið þátt í. — Þegar vörnin stendur sig vel, er eins og það komi ein- hver aukakraftur yfir nrann og allt heppnast, sagði hann. Aðspurður um hvernig hon- unr liði fyrir stérleiki, sagði Hjalti: — Ég er alveg hættur að vera skjálfandi á beinunum, eins 03 ég var, og oftast líður mér ágæt- lega. Hér áður fyrri var maður oft illa óstyrkur, og þá konr oft íyrir að ég hafði 4—5 sykurmola með mér að lreinran og borðaði þá eftir að ég var kominn inn í búningsklefann. Það var eins og þetta róaði mann og styrkti. — Ertu hjátrúarfullur? spurð- unr við. — Ekki get ég neitað því, svaraði Hjalti. — Ég \ il t. d. 62 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.