Íþróttablaðið - 01.02.1972, Page 34
þannig að læra að þekkja sinn
eigin hraða hverju sinni.
A haustin er mikið um hlaup
til uppbyggingar orku og einnig
eru lyftingar mikið nýttar í sama
skyni og sérstakar leikfimiæfing-
ar.
Yfirleitt miðast þjálfunin
hverju sinni að ákveðnu marki.
Markmið okkar nú, þ. e. a. s.
sprettsundfólksins, er Bikar-
keppnin. Eftir hana kemur nýtt
markmið, þ. e. íslandsmótið á
langri braut. Allar okkar æfing-
ar fara fram í Laugardalslaug-
inni Það er aðeins yngra fólkið
sem þjálfar í Sundhöllinni.
— Hver er minnisstæðasta
keppni þín?
— Af mörgum minnisstæð-
um er mér allra minnisstæðust
landskeppnin við Dani scm fram
fcr í Danmörku 1969. Löndin
stóðu jöfn að stigum er síðasta
keppnisgreinin, 4x100 m fjór-
sund hófst. Það bjóst enginn
við íslenzkum sigri, enda var
hann ekki mögulegur eftir þeim
afrekum sem keppnismenn þjóð-
anna höfðu áður unnið. En Guð-
mundur Gislason byrjaði í bak-
sundinu. Á þeim spretti náðu
Danir forystu eins og allir bjugg-
ust við en sú forusta var þó ekki
mikil. Davíð Valgarðsson synti
flugsundssprettinn og tókst vel
upp og hélt jöfnu. Guðjón Guð-
mundsson stakk sér í bringu-
sundið og hann gerði eins og
oft áður meira en rnenn bjugg-
ust við, hann skapaði forskot
fyrir mig, sem synda átti skrið-
sundið í lokin. Móti mér var
Eivind Petersen, sá er sigrað
hafði í 100 m skriðsundi lands-
keppninnar á 57.5, en í þeirri
keppni synti ég á rúmlega 59
sekúndum. Og ég veit eiginlega
ekki hvað skeði, en mér tókst
ákaflega vel upp og tókst að við-
halda forskotinu og snerta bakk-
ann á undan Dananum. Með því
var ekki einungis að sigur ynn-
ist í þessari boðsundsgrein, held-
ur í landskeppninni í heild —
og sá sigur var sætur og hann
var eign alls sundfólksins.
— Fleira minnisstætt?
— Já, það er mörg keppnin.
En auk hins áðurnefnda er efst
á lista Norðurlandamótið í fvrra,
þar se még var 3. á 55.8 sek og
landskeppnin við Dani þar rétt
á eftir, þar sem ég var annar og
fékk tímann 55.8 þrátt fyrir að
dómarar keppninnar ættu í erf-
iðleikum með að kveða upp úr-
skurð um hver sigurvegarinn
væri, en Daninn sem sigurinn
hlaut fékk þó tímann 55.6.
— Ertu taugaóstyrkur fyrir
keppni?
— Já, því er ekki að neita.
Spennan er allan keppnisdaginn
og lýsir sér í lystarleysi og alls
kyns óróleika. En þetta hverfur
um leið og komið er í vatnið.
Eg held að þessi spenna sé síð-
ur en svo slæm. Á einhvern hátt
einbeitir hún huga manns að því
verkefni sem mikilvægur sprett-
ur er.
— Finnst þér verkefni ykkar
landsliðsmanna í sundi nægileg?
— Já, það voru þau sannar-
lega á s. 1. sumri og verða það
að mínum dómi einnig í sum-
ar.
— Að lokum, Finnur, ertu
dáður sem hetja í þínum hekk
eða skóla?
— Nei, það er ég ekki. Þar
er miklu meiri áhugi á bolta-
leikjum en sundi. Ég hugsa að
bekkjarsystkinin viti að ég er
syndur, en ef svo er ekki, skipt-
ir það mig engu máli.
66
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ