Íþróttablaðið - 01.03.1978, Qupperneq 3
r ÍÞRÓTTABLAÐIÐi
íþróttir og útilíf
Málgagn (þróttasambands íslands
Ritstjórar:
Sigurður Magnússon og
Steinar J. Lúðvíksson
Skrifstofa ritstjórnar:
(þróttamiðstöðinni Laugardal
Útgefandi: Frjálst framtak hf.
Framkvæmdastjóri:
Jóhann Briem
Aðstoðarframkvæmdastjóri:
Pétur J. Eiríksson
Auglýsingastjóri:
Erla Traustadóttir
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18
Símar 82300, 82302
'Áskrifstargjald kr. 495 á mánuði,
innheimt tvisvar á ári kr. 2.970
Setning, umbrot, filmuvinna og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Prentun á kápu: Prenttækni hf.
Bókband: Félagsbókbandið hf.
Litgreining kápu: Korpus hf.
Héraðssambönd innan (Sf:
Héraðssamband Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
Héraðssamband Vestur-ísfirðinga
Héraðssambandið Skarphéðinn
íþróttabandalag Akraness
(þróttabandalag Akureyrar
(þróttabandalag Hafnarfjarðar
(þróttabandalag (safjarðar
íþróttabandalag Keflavíkur
íþróttabandalag Ólafsfjarðar
(þróttabandalag Reykjavíkur
íþróttabandalag Siglufjarðar
(þróttabandalag Suðurnesja
íþróttabandalag Vestmannaeyja
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands
Ungmennasamband A.-Húnvetninga
Ungmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Dalamanna
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Ungmennasamband Kjalarnessþings
Ungmennasamband N.-Þingeyinga
Ungmennasamband Skagafjarðar
Ungmennasamband V.-Húnvetninga
Ungmennasamband V.-Skaftfellinga
Ungmennasambandið Úlfljótur
Sérsambönd innan ÍSÍ:
Badmintonsamband íslands
Blaksamband íslands
Borðtennissamband íslands
Fimleikasamband íslands
Frjálsíþróttasamband fslands
Glímusamband (slands
Golfsamband íslands
Handknattleikssamband íslands
Júdósamband (slands
Knattspyrnusamband (slands
Körfuknattleikssamband (slands
Lyftingasamband íslands
Siglingasamband (slands
Skíðasamband (slands
Sundsamband íslands
RMstJórnarspjall
íþróttir fyrir þroskahefta
Nýlega hefur íþróttasambandið, í tengslum við íþróttir fatlaðra, ákveðið að
beita sér fyrir skipulegum íþróttaiðkunum og útivist meðal þroskaheftra og
vangefinna. í þeim efnum er haft náið samstarf við landssamtökin Þroska-
hjálp og aðildarfélög þeirra samtaka.
Viðræður og fundarhöld í þessum tilgangi eru þegar hafin og fer ekki á milli
mála, að mikil eftirvænting og tilhlökkun er meðal þeirra, sem hlut eiga að
máli.
Tilgangurinn og þörfin fyrir þennan nýja þátt í starfsemi íþróttahreyfingar-
innar er augljós. Þroskaheftir og vangefnir eru oftlega meira utan við hið
daglega líf en aðrir og fara þvíá mis við marga hluti. Reyndar er það svo, að til
skamms tíma var beinlínis gert í því, aö halda þessu fólki aðskildu frá öðrum
og láta það jafnvel sjást sem minnst. Sem betur fer hefur orðið breyting á
þessu og margt verið gert þessum þjóðfélagsþegnum til aðstoðar og hags-
bóta. Og nú hyggst ÍSÍ beita sér fyrir því, að þetta fólk fái notið þeirrar ánægju
og hollustu, sem fylgir því að vera með í íþróttalegu starfi og leik. Enda mun
víst enginn draga í efa, að það eigi sama rétt til þess og aðrir.
Það er skoðun þeirra, sem vinna að hagsmunamálum þroskaheftra og
vangefinna, að hreyfing og áreynsla sé eitt af því nauðsynlegasta, sem þeir
þurfi á að halda. Það kemur líka I Ijós, ef almennt er athuguð líkamsbygging
þeirra, að hér er á ferðinni hópur fólks, sem farið hefur á mis við líkamsrækt.
Nokkur reynsla er fengin I þessum efnum hér á landi, sem sýnir, að
þroskaheftir og vangefnir njóta íþróttaiðkana ekki síður en aðrir og geta verið
góðir nemendur. Það er einkum frú Sonja Helgason, sem hefur unnið frábært
starf á þessum vettvangi á undanförnum árum á vegum Styrktarfélags van-
gefinna og náð ótrúlega góðum árangri, en e.t.v. reynir óvíða eins mikið á
dugmikla og hæfa kennara sem í þessum tilfellum.
Þegar ÍSf efndi til svokallaðs „Jólasundmóts öryrkja" 1976 með 500—600
þátttakendum, sem allir hlutu sína viðurkenningu að þátttöku lokinni, kom
greinilega í Ijós hversu mikla ánægju og gleði þetta vakti meðal þroskaheftra
og vangefinna, en þeir voru talsvert stór hluti af þátttakendum.
Trúlega verða stofnuð sérstök íþróttafélög til að sinna þessu verkefni og
kemur þá upp sú félagslega sérstaða, að iðkendur verða fyrst og fremst úr
röðum þroskaheftra og vangefinna, en félagslegir leiðtogar og stjórnendur
úr röðum annarra.
Þannig mun skapast ákjósanelgur samstarfsvettvangur hinna fötluðu og
t.d. foreldra, systkina, velunnara og stuðningsmanna.
Væntanlega veróur ekki langt I það, að þroskaheftir og vangefnir um land
allt eigi þess kost að ganga til skipulegra æfinga, móta og keppni, með allri
þeirri fjölbreytni, ánægju og eftirvæntingu sem því fylgir að vera virkur þátt-
takandi í stað þess að vera einangraður utangarðs.
Það er höfuðtilgangurinn með íþróttum fyrir fatlaða að koma þessu til
leiðar.
3