Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Side 12

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Side 12
„Ég er metnaðargjarn“ Eg var að fara af fótboltaæfingu hjá Þrótti á Melavellinum er ég rakst þar á Guðmund. Þá var hann leikfimikennari minn í Vogaskólanum, en þetta var rétt eftir að hann kom frá Svíþjóð. Við strákamir röbbuðum við Guðmund þama á vellinum og umræðan snerist um frjálsíþróttir. Hann fræddi okkur um ýmislegt og lét okkur stökkva langstökk án atrennu þarna á stéttinni. Það endaði með því að hann bauð okkur að koma á æfingu upp í ÍR-húsinu, en það að maður mætti þar leiddi smám saman til þess að maður hóf að æfa frjálsíþróttir en lét fótboltann lönd og leið.“ Þannig mælti frjálsíþróttamaðurinn Óskar Jakobsson í spjalli við íþróttablaðið er hann var að þvi spurður hvernig hann hefði kynnzt og komið inn i frjálsíþróttir, en i dag er Óskar íslandsmethafi í spjótkasti og mjög frambærilegur kringlukastari og ágætur kúluvarpari. Á undanförnum árum hefur hróður hans farið víða, hann hefur staðið sig mjög vel í landskeppnum, þ.á m. sigrað í Evrópubikarkeppni, orðið Skotlandsmeistari í kringlukasti og silfurmaður þar í spjótkasti og kúluvarpi, auk þess sem hann valdist til þátttöku í síðustu Ólympíuleikum. Fór spjallið við Óskar fram á heimili hans, en ásamt konu sinni Jónu Jónsdóttur hefur Óskar komið sér upp ágætis eigin húsnæði þrátt fyrir S ' Óskar Jakobsson í kringlukasti. (þeirri grein hefur hann náð öðrum bezta árangri (slendings frá upphafi, kastað tæpa 60 metra.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.