Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Síða 18

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Síða 18
í svigkeppninni á Olympíuleikunum í Innsbruck gekk illa hjá Stenmark. Hann var í fremstu röð eftir fyrri umferðina, en í seinni umferðinni fór svo sem sjá má af myndum þessum. Stenmark Nu ár Ingemar den störste! Þannig hljóðuðu risastórar fyrirsagnir sænsku blaðanna eftir að þeirra maður: Ingemar Stenmark hafði með ótrúlegri hæfni sinni borið sigur úr býtum í svigkeppninni í Garmisch Partenkircken á dögunum og þannig tryggt sér annan heimsmeistaratitilinn á þessu móti. Og á meðan á hinni æsispennandi keppni stóð má segja að allt athafnalíf hafi verið lamað í Svíþjóð. Menn lögðu frá sér verkfæri sín, hvar sem þeir voru, og þyrptust kringum útvarps- og sjónvarpstækin til þess ð fylgjast með sínum manni. Jafnvel í sænska þinginu var ástandiðnþannig að ekki voru aðrir í fundarsalnum en þeir sem nauðsynlega þurftu að vera þar, og þeir brunnu í skinninu eftir að frétta úrslitin. Eftir fyrri umferð svigkeppninnar var Ingemar Stenmark í öðru sæti á eftir hinum frábæra ítalska skíðagarpi Piero Gros, sem sýnt hafði stórkostlega hæfni í hinni erfiðu braut í fyrri ferðinni og farið hana á 51,29 sek. Tími Stenmarks var 51,56 sek. og munurinn því nokkuð mikill þegar tveir slíkir garpar eiga hlut að máli. Alls voru keppendur í sviginu í Garmisch Partenkircken 102 talsins. Meðal þeirra var íslendingurinn Sigurður Jónsson, og hafði hann rásnúmerið 46 í fyrri umferðinni. Þegar að honum kom var því brautin tekin að versna og grafast, en eigi að síður fór hinn ungi ísfirðingur hana af miklum glæsibrag og öryggi og náði 13. bezta tím- anum sem náðist í fyrri umferðinni 54,77 sekúndum. Skipaði hann sér þar með í röð hinna beztu, og var aðeins einn Norður- landabúi að Stenmark undanskildum, sem náði betri tíma í umferðinni: Thorsten Jakobsson frá Svíþjóð. Sænski sjónvarps- þulurinn sem lýsti keppninni lét mörg hrósyrði falla um Sigurð meðan hann var í brautinni: „Þessi piltur var talinn undra- barn þegar hann kom fram á sjónarsviðið og hann virðist ætla að standa við fyrirheit- in“ sagði þulurinn, og gat þess jafnframt að Sigurður æfði með sænska skíðalandslið- inu. Það var því mikil spenna ríkjandi er seinni umferð svigkeppninnar hófst. Þegar að Ingemar Stenmark kom, sannaði hann strax að hann „ar den störste“. Að því er virtist fór hann brautina gjörsamlega fyrir- hafnarlaust, og þegar millitími hans var gefinn upp var sýnt að hann átti mjög góða möguleika á að sigra Piero Gros. Sænsku þulirnir sem lýstu keppninni í útvarp og sjónvarp hreinlega gengu af göflunum meðan Stenmark var í brautinni, þannig að erfitt var að skilja hvað þeir sögðu. Og lýs- 18

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.