Íþróttablaðið - 01.03.1978, Page 23
Spurningar Iþróttablaðsins
Hverníg
er
aöstaöa
þeirra?
1
2
3
4
Hvaða íþróttamannvirki eru þegar á staðnum,
hvernig er ástand þeirra og eru þau fullnægjandi
fyrir íþróttastarfiðí í bæjarfélaginu.
Hefur verið íþróttaaðstaða til þess aö nemendur
grunnskólastigsins fengju lögboðna íþrótta-
kennslu?
Hverjar hafa verið helztu framkvæmdir við íþrótta-
mannvirki undanfarin tvö ár?
Hvað er framundan hjá bæjarfélaginu í gerð
íþróttamannvirkja?
Isfirðingar hafa löngum átt marga frábæra skíðamenn, enda má segja að
skíðaíþróttin sé þar ,,þjóðaríþrótt“. Fremstur í flokki margra góðra skíða-
manna sem komið hafa frá ísafirði er þó ugglaust Sigurður Jónsson, sem er
nú að komast í fremstu röð skíðamanna í heiminum, þótt ungur sé að árum.
ísa-
fjörður
Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á fsafirði
svaraði spumingum blaðsins:
1. spurning:
A) Sundhöll (16%x8 metrar)
íþróttasalur (22x11 metrar)
B) Iþróttavöllur (knattspyrnuvöllur) —
malarvöllur á Torfunesi. (Aðal íþróttasvæði
framtíðarinnar — tveir vellir og
hlaupabrautir).
C) Skíðamannvirki á Seljalandsdal —
tvær lyftur, skíðaskáli og fleira.
D) Félagsheimilið í Flnífsdal (samkomu-
salur notaður)
Vöntun er á stórum íþróttasal, graavelli,
frjálsíþróttaaðstöðu.
2. spurning:
Já.
3. spurning:
Slitlag lagt á Torfunesvelli svo og var
unnið að ræsagerð þar. Að öðru leyti er um
viðhald að ræða á þeim mannvirkjum sem
eru í eigu bæjarins.
4. spurning:
Áframhaldandi uppbygging á Torfunes-
svæðinu (þ.e. grasvöllur, malarvöllur og
frjálsíþróttaaðstaða). Minni sparkvellir í
hverfunum.
23